Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1928, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.09.1928, Blaðsíða 8
DÝRAVKRNDARINN fundinn aö hafa mjög hátt um sig, þvi slíkt gæti varöaö lif einhvers af oss. Allur fuglahópurinn hneigöi sig, og af því spó- inn hefir langt nef, stakk hann því jafnframt ofan i völlinn og kom með ánumaök í nefinu um leiö og hann rjetti sig upp. Fuglinn á skotspóninum mælti þvi næst viö flokkinn: Til þess að halda góðu skipulagi á sam,- komu þessari, verður að kjósa fundarstjóra. Sól- skríkjan bað sjer hljóðs og mælti: Engan fugl sje jeg betur valinn fundarstjóra en hinn hvita svan, er stendur hjá litla lyngrunnanum hjerna. Þá svar- aði máriuerlan: Ekki efast jeg um, aö hinn virðu- legi svanur fái atkvæði vor allra, en — nú situr í forsetasæti skógarþrösturinn, hann er ljettur og lítill fugl, en skotspónninn er nokkuð veikur, legg jeg þvi til að hinn virðulegi svanur, reyni spóninn hvort hann muni þola þunga hans, þvi bili spónn- inn, höfum vjer hjer ekki lengur hentugan stjórn- arsess, en nauðsýn ber þó til að fundarstjóri sjái yfir ílokkinn. Skógarþrösturinn mælti: Með þvi þessi tillaga virðist hyggileg, skal jeg leyfa mjer að biðja um atkvæði yðar og óska, að þeir sem samþykkja hana lyfti upp hægri væng sínum. Fuglahópurinn allur greiddi atkvæði með tillög- unni og var sem sverðum brugðið af heræfðum hóp, þá er vængirnir lyftust. Skógarþrösturinn hoppaði þá niður af skotspæn- inum, en svanurinn vaggaði þangað, hóf upp væng- ina, tók sig upp á spónendan, trygði fætur sínar svo vel sem hann gat og setti sig í stellingar. Að vísu skalf spónninn undan þunganum, en þó varð það að álitum meðal flokksins að spónninn myndi þola, og var því svanurinn samþyktur fundarstjóri, með snörpu vængjataki. Svanurinn hringaði hálsinn og mælti: Efni fundarins hefir skógarþrösturinn lýst og þarf ekki að tvítaka það. Er ekki einhver af öll- um hópnuni tilbúinn að taka til máls? Þá mælti. kjóinn: „Mjer finst þetta ekki svo mjög áriðandi málefni, nema ef vera skyldi gagnvart eggjunum okkar.“ „Jeg er á sama máli,“ sagði krían; þá fór rjúpan að bresta, en æðurinn stundi þungan; máfur- inn ýfði stjelið og fjölda mörgum varð þungt um hjartað. Litla stund va.rð alveg hljótt, uns æðurinni rauf þögnina og mælti: „Þjer þekkið vist allir eitthvað æðarfugla lögin, sem svo eru nefnd; þjer vitið víst hve oft ]íau eru brotin. og yður er kunn- ugt um hið ógeðslega auknefni okkar æðarfuglanna, þar sem mennirnir nefna okkur pokaendur, sem er af ])ví runnið, að hinir drápsgjörnu lögbrotsmenn, er þeir haía rænt okkur lífinu, bera okkur þá í poka til þess að veröa ekki uppvísir og þegar við sem eigum umrædd verndarlög, m.egum búast við að mæta slíkri meðferð, má nærri geta hvort fund- arályktun vor verði ekki vandsamin." Þá bað ein rjúpan sjer hljóðs, en vinstri vængur hennar var brotinn; hún mælti: „Jeg þarf ekki að vera langorð ; þú gleymdir því, góði æður, sem jeg hefi hjer til sýnis, það er hinn brotni vængur minn, sem jeg verð að bera svo til dauðans, fyrir óvandað skotmál; hefi jeg þó lengi verið, og við rjúpurnar, heldur spakar og því þarflaust að beita okkur óvandvirkni. Ó hve vænt mjer þótti um vængi mína, meðani jeg gat neytt þeirra; hjer hefði jeg ekki verið ef þessi staður hefði ekki verið valinn til fundarins, því jeg bý hjer skamt frá. Nú get eg ekki lypt mjer upp lengur í dúnmjúkan blæinn uppi i loftinu tæra, en jeg gleð mig þó yfir því, að veslings ungarnir min- nr, sem eru nú ársgamlir, hafa enn ekki erft þetta óhagræði; bein arftaka gat það ekki orðið, því þetta eru maunaverk; hún lypti þá að eins vængj- unum, og sá þá á leggbrot, er stóð út úr fiðrinu. Svanurinn mælti þá frá forsetastólnum : Slík hryðju- verk sem þessi, þurfa að afleggjast,, en mjer er spurn: Nægja nokkrar lagaskipanir; eru ekki lög- in fótum troðin, þó þau sjeu til, og margur sá, sem lagamia á að gæta, eftirlitslítill og aðgerðalaus. Mjer hefir dottið eitt í hug: Eigum vjer ekki að biðja mennina um meira drenglyndi, enda þótt þeir sitji um líf vort, að þeir deyði oss hreinlega, en skilji oss ekki eftir vængbrotna og varnarlausa, — og fótbrjóti oss ekki, kvað ein heiðlóa við, setn hoppaði á öðrum fætinum, — og skilji þó altaf eitt af eggjum vorum eftir, þegar þeir vilja ná þeim frá oss, sagði kjóinn og krían. Svanurinn spurði því næst, hvort eigi vildu fleiri af fuglunum tíika til máls; þá mælti stokköndin,: Fyrir fundinum liggja nú þrjár tillögur, og eru þær allar góð undirstaða, til þess að byggja á fund- arályktanirnar. — Jeg vil nú leyfa mjer að stinga upp á 5 fugla nefnd, til þess að semja fundarálykt- tui; á þetta fjelst fundurinn, en óskaði um leið, að fundarstjóri benti á fugla í nefndina. Svanurinn rjetti úr hálsinum og leit yfir hópinn, en við það fór skotspónninn að skjálfa, en þegar forsetastóllinn var kominn í kyrð, mælti svanurinn:

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.