Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1928, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.10.1928, Blaðsíða 6
44 DÝRAVERNDARINN hárviss um, að þaS, sem þú ætlar að segja, sje bæði satt, ástú'81egl og nytsamt. Veltu því vandlega fyrir þjer, áður en ])ú tekur til máls, hvort þaS, senr þú ætlar aS sejjja, sje þanniS vaxiö, sem nú var mælt; sje þaö ekki, ])á segðu það ekki.“ — -------- Jeg geri ráS fyrir því, a'5 ýmsum, þyki þetta strangar kröfur. Satt, ástúSlegt og nyt- s a m t. Þannig á alt, er vi5 segjum, aS vera. Áreiðanlega er orðbragð oklcar flestra mjög fjarri því, aS uppfylla þessar kröfur. Varir okkar og tunga eru langt frá því aö vera göfugir gripir. Mjer er nær aö halda, aö ef okkur tækist aö fylgja þessum þrem heilræðum, þá ööluðumst við allar aSrar dygöir sjálíkrafa. Vi'5 erum flest stödd úti á reginhafi ófullkomleikans, þar' sem öldur örlag- anna bera okkur til og frá, eins og reköld. Ef viö ööluðumst fulla stjórn á hinni miklu ótemju, tung- unni, þá held eg aö þa5 gæti oröiS einskonar kaö- all, sem hægt væri að draga okkur á til lands. Annars hlýtur þetta þrent að einkenna hvern sann- an „gentleman". Vegna ])ess, að hann er s a n n- u r, getur hann ekki sagt ósatt, og vegna þess, að hann er á s t r í k u r, getur hann naumast sært aðra með crðum. Og vegna þess, að hann er jafn- an stilt'úr og gæltinn, og rauteveru- leikans maður, leggur hann ekki í vana sinn marklaust hjal. Þið sjáið af öllu þessu, að ]iað er æði mikið og margt, sem felst í hugtakinu „gentle- man“. Það er ekki hlaupið að þvi, að verða sann- arlegt göfugmenni. Hygg jeg, að Englendingar eigi mikið að þakka hugmyndinni um „the gentleman". Hún hefir áreið- anlega gert mikið meira fyrir þá, en þeir geta gert sjer greim fyrir. Hugmynd þessi hefir verið and- leg fóstra ]>eirra. Þeir hafa alist upp og vaxið í skjóli hennar og leyft henni að móta líf sitt. Sumir segja, að sömu hugmynd sje að finna í fornsögum okkar íslendinga. Er þar átt við hug- takið „drengur" eða „drengur góður“. En þetta er misskilningur. Hugtakið „drengur" er ekki eins víðtækt og hugtakið ,,gentleman“. Við getum vel sagt um mann, að hann sje „góður drengur", þó við getum ekki sagt, að hann sje ,,gentleman“, eða göfugmenni. Hugtakið „göfugmenni“ samsvarar að mínum dómi því hugtaki, er felst í enska orðinu „gentle- man“. Hitt er annað mál, að við höfum ekki leyft því hugtaki að verka á okkur með sama hætti og Englendingar. Við erum fylgispakari öðrum hug- sjónum, og óæðri. Eða höfum við leyft hugmyndinni um göfug- rnennið að verka nokkuð að ráði á okkur?' Hefir hún frjóvgað sálarlíf okkar eins og vorskúr, er vökvar skrælnaða jörð ? Því miður held eg, að hún haf.i' ekki gert það. Fyrir flestum okkar mun hið fullkomna göfugmenni vera sem fjarlægur viti, er varpar ljóma yfir hið myrka haf mannlífsins, eða sem stjarna, er starir, eins og kalt auga, ofan úr hinni m.iklu liæð sinni. Hugmyndin. er ekki orö- in okkur samgróin. Við leggjum stund á flest ann- að en það, sem í raun rjettri er hið eina nauðsyn- lega. — að ])roska skapgerð okkar, að gera okkur að sönnum göfugmennum. En alt stafar þetta af fávisku, — af andlegri hlindni eða sjóndepru. Mjer dettur ]>að stundum í hug, að ef augu okk- ar opnuðust alt í cinu, ef viö yrðum alt í einu sann- vitur, ])á myndum við hætta við æði-margt, sem við leggjum stund á, —• við myndum flýja frá því eins og fætur toguðu. Ein ’nelgisögn Hringborðs- reglunnar („the Round Table“) er á þessa leið; Galdranorn ein átti barm, sem hún vildi gera vitr- ast allra manna. Hún sauð jurtir nokkrar í potti og ætlaði hún svo að baða augu barnsins úr seyð- inu. Átti þvi ])á að veitast afburða viska. En svo bar við, að hún þurfti að bregða sjer burt, og bað hún þá hjarðsvein einn að hræra í pottinum fyrir sig, meðan hún væri í burtu. Hjarðsveinninn gerði það, en meðan hann var að hræra í pottinum, flaug hrafn yfir honum, og m.isti viðargrein, sem hann var með í nefinu, niður í pottinn. Slettust þá þrír dropar af seyðinu upp í augu drengsins. En svo var seyði ])etta rnagnað, að droparnir þrír opnuðu augu hans og gat hann nú lesið fram.tíðina eins og opna bók. Sá hann þá meðal annars, að g’aldra- nornini hefð.i í hyggju að drepa sig, þegar hún kæmi aftur. Vitanlega hafði hann enga löngun til ])ess, að verða kerlingu að bráð, og yfirgaf hanm því pottinn, og var allur á bak og burt, þegar kerl- ing kom aftur. Sannleikurinn er sá, þó ömurlegur sje, að við erum flest að hræra í einhverjum potti, sem ein- hver norn hefir kynt undir, einhver norn, sem ætl- ar svo að stytta okkur aldur á eftir. Við skulum hugsa okkur, að allur fjöldinn fengi, þó ekki væri

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.