Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1928, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.10.1928, Blaðsíða 8
46 DÝRAVERNDARINN Alheimshjarta'S, slær í hinu minista lífi —■ og Al- faðirinn nrikli finnur til og andar i cillu lífi. liugsa um Veruna Einu og miklu, er birtist í dllrm og öllu, og finn náinn skyldleika þinn vi'ö allar lifandi verur. Mjálpaöu dýrunum, hjálpaðu plöntunum af rneiri kærleika og þolinmæöi — og flýt þannig fyrir komu ljóssins, er Hann mun flytja og kveikja á jörðu, svo aö það lýsi um allan aldur. Sameina insta Sjálf þitt Sjálfi alheimsins og finn ein’ngu ])ína við alt, er lifir. Alt líf er eitt og hið satna — að eins mótið er takmarkár birtingu þess. Eining. Sameina vitund þína öllu lífi í kring utn þig — og lít Mig i öllum. Allir eru einungis Itrot af Mér, einnig náttúran og alt sem er. Hugsa ávalt urn Mig og þig setn Einn, og einnig um Hann og jafnvel, er þú hugsar um þann, er þú getur skynjað æðstan — einingu alls — með þeim er stvst ert.t komnir á þroskabrautinni, eigi síður en þeim sem hægt er að hugsa sjer að efstir standi. Vjer erum allir Einn: Loginn guðlegi Einn. Eining og kærleikur ])urfa að verða að sönnum veruleik ■— cn ekki eintóm orð. Án kærleika verður aldrei unt að skynja einingu — því að kærleikur er eining alls. Allífið er óeigin - gjarn kærleikur. Ef þú ert kærleikur, ]tá getur þú ei annað en umvafið allan heiminn kærleika — þvi að þá, en ckki fyr, verður ]>jer ljóst, að heimurinn er sjálf- ur þú. Já — þú skilur ])að, en ]>að er ekki nóg. Þú ert aðrir. Allir eruð ])jer geislar sama ljóss, af sama lífi — og ])ú verður að finna þá einingu. Þú ert brot af ])eim Eina, er ])ú lifir og andar í, að eins lítill neisti þeirrar miklu Veru, en finnur í henni einingu þína við alla. Ger ])jer nú grein einingar þinnar, við alt það er íklæðist lífi í tilverunni. Leyf ])ér aldrei oftar að hugsa að hætti sundur- greiningar. Lif í alheildinni, í stað þess að lifa í hinum sundurgreindu hlutum — og þú munt komast að raun um fyllingu hins alfeðma lífs. Hugleið ])ú einingu — og set vitund þína fyrir utan lifsmótið og sameinast þannig Alvitundinni. Viljir ])ú sjá einingu alls er lifir, mun þér brátt skiljast, að lí f þitt er hið sama og i öllu. Ger þjer grein einingar — lifðu einingu með öllum ])eim er í návist þína koma. Allir menn eru Einn. Hjálpa þessum Eina í þvi þróunarstarfi að ná fyllri opinberun á lægri sviðum guðdóms Hans. Fullkomleg eining hvers eins hjálpar alheildinni. Forustuhnííill. Vorið hafði verið hretviðrasamt og óhagstæð veðrátta um sauðburð. Þá var það einn morgun, að faðir minn gekk til lambánna, er voru i fjalllendi nokkuð frá bænum. Snjór hafði fallið allmikill um nóttina, svo að fönn á jafnsljettu var fet á dýpt. Eina lambá fann hann ])á nýborna, lambið lá ofan í snjónum með litlu lífsmarki og ærin stóð þar yfir þvi. Hann tók lambið upp og setti það undir klæði sin og hafði heim með sjer. Er heim kom virtist lítið lif með vesalingnum litla. Var þó spýtt ofan t það spenvolgri mjólk og ])að siðan lagt inn i klæða- garma og sett i eitt hornið á búrinu, og hafði fólk litlar vonir um að það mundi lifna. Eftir dálitla stund fór rnóðir mín til búrs, til að vita hvernig því liði. Var það þá horfið úr bóli sínu, og er hún hafði leitað nokkuð að þvi, fann hún ])að i öðru horni, þar sem strokkurinn hvolfdi, og var ])að að sleikja bulluskaftið og barma strokksins og Ijet mjög sultarlega. Jeg man er hún kom brosandi inn og sagði okkur ])essi tíðindi af lambinu, sem hlaut nafnið Strokkur. Daginn eftir var það fært til móð- ur sinnar, þvi að þá var komið gott veður og það virtist vel friskt. Segir nú ekki af Strokk litla fyr en um haustið, er hann kom af fjalli. Var hann þá með stærstu lömbunum og höfuðfríður, og vildu sumir þá. skifta um nafn á honum. Hann var smáhyrndur, hníflóttur og mjallhvítur í framan, og fjekk ])á ýms nöfn, svo sem: Mjallingur, Hvítingur, Fagrihnífill o. fl. Um veturinn þóttust menn sjá að hann væri efni i for- ustukind, ])vi að hann fór jafnan fremstur þegar lömbin voru eitthvað rekin. En það var ekki fyr en næsta vetur á eftir, að hann vakti verulega eftir-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.