Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1928, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.10.1928, Blaðsíða 9
DÝRAVERNDARINN tekt sem forustusauÖur. En þá leyndust ekki þeir kostir hans, og var hann jafnan upp frá ])ví kallaíS- ur Forustuhnífill, og hurfu þar meÖ hin fyrri nöfn, sem honum höfðu verið gefin. Forustuhnífill hafði það fram yfir margar fjárrækar kindur, að hann var ekki styggur og ljet vel að stjórn, og komu þeir kostir hans oft í góðar þarfir. Skal hjer nefnt eitt dærni af mörgum: ÞaÖ var um veturnætur eitt haust, að snjókomu mikla gerði með frosti og hvassviðri. Fjenaður all- ur var úti i fjalli all-langt frá, ])ví aö til þess tírna hafði verið það góð tíð, að fullorðnu íje hafði eigi verið haldið til húsa. Er smalamaður kom til fjárins, stóð það hjer og hvar í smáflokkum, og sökurn ófærðar og hvassveðurs var ekkert hægt að lcoma því úr stað, þangaö til komið var þar að sem Forustuhnífill stóð með nokkrum kindum. Hann lagði þegar af stað eftir bendingu smalamannsins. Varð smalamaður að reka hann fram og aftur þangað sem hinir fjárhóparnir stóðu, uns alt var komið saman í einn hóp; var þá haldið heimleiðis, móti stormi og fannfergi. Forustuhnífill fór rösk- lega á undan, en það gekk illa að koma fjenu á eftir honum. Hann stökk nokkrar lengdir sínar á undan og ljeið svo þess að hinar kindurnar kæmu eftir sjer. Stundum gekk hann aftur til þeirra, og var þá eins og aö hvetja þær til að fylgja sjer, ]>ví að hann fór jafnskjótt aftur af stað áfrani. Eitt sinn beið hann þó eftir að smalamaðurinn kærni til hans, og hugði smalinn þá að öll von væri úti, er Forustuhnífill gæfist upp. En er smalamaður kom til lians, gekk Hnífill að honum og nuggaði sig upp við hann. Sá smalamaður ])á, að snjóklambrar voru kornnir svo miklir frarnan i sauðinn, að hann átti mjög erfitt með að sjá frarn fyrir sig. En er Forustu- hnífill var orðinn laus við þá, hjelt hann fljótt af stað á ný, og töldu smalamenn Forustuhnífil í það sinni hafa Ijjargað sjer heirn með fjeð, því að ella hefði þvi ekki orðið komið til húsa. Forustuhnífill varð ekki garnall. Á fjórða vetri varð bráðapest honurn að tjana. Jeg man eftir þeim degi vegna þess, hvað jeg sá eftir honurn. Faöir minn hafði sauði sína í sjerstöku húsi á túninu. Það var venja að láta þá ganga til hagbeitar um miðjan daginn, þegar nokkrir hagar voru. Forustu- hnífill fór jafnan fyrir þeirn, bæði frá húsinu og að. Þennan dag var mjög fagurt veður, það var á út- mánuðum. Vegna ]jess live veður var gott, var 47 lömbunum einnig hley]Jt út til að viðra sig einn til tvo klukkutíma. Þegar verið var að reka þau sam- an til heimferðar, sá smalinn aö Forustuhnífill var kominn í þau og virtist annarlegur, og eins og studdi sig við þau til þess að falla ekki. Fylgdu tvö þeirra honum þannig heim á túnið, en er þau hjeldu til sins húss, skildi hann sig frá þeim og hjelt til sauðahússins í hægÖum s'mum. Er er kornið var ])angað, var hann að eins með lífsmarki. Hann fór þannig til ]jess síðasta á undan hjörð- inni, bæði að heiman og heim. M. G. Barnavinafélög. ,,Dýraverndunarfjelagið“ er til orðið sökum þess, aö ýmsum virtist miskunnarlaus meðferð höfð á skepnum. Sú hefir og verið orsök þess, að samskon- ar f jelög hafa verið stofnuð um heim allan. Og ]jeg- ar mönnum varð það ljóst, að þörf væri á því, að meðferð á dýrum batnaði, leið ekki á löngu þar til menn sáu, að enn lengra þyrfti að ganga, lieldur en að herjast fyrir miskunnsemi við dýr. Miskunnsemi við alt, sem lifir varö takmarkið. En nú vil jeg spyrja: Er nokkuð dautt í náttúrunnar ríki? Jeg held að mönnurn korni nú saman um, að ekkert })að sje til. sem með sanni megi kalla dautt. En lífið er i mis- jafnlega rikum mæli, og fer það eftir hvar í ríki náttúrunnar er. Til dæmis er steinninn lífminni en jurt og jurtin lífminni en dýrið. Eftir því sem meira er lif, Jjess meiri er viðkvæmnin fyrir ytri áhrifum. Oss finst ekki viðeigandi að kalla manninn dýr, engu að síður er hann ]jað. Hann hefir tvöfalt eðli, dýrs- eðli og guðseðli. Sökum þess, að þroskinn er mestur lijá manninum, er viðkvæmnin að sama skapi meiri en hjá systkinum hans, sem á lægra þroskastigi standa. Maðurinn verður því fyrir meiri áhrifum af því, sem hann hefir í kringum sig, og nýtur því og þjáist i ríkara rnæli en bræður hans og systur, sem lægra standa í náttúrunnar ríki. Tilfinningasemi þeirra, sem vilja ljetta hyrði ann- ara, kernur oft frernur niður á órnálga dýrum en á mönnum. Þeim hættir stundum við að gleyma því, sem næst þeim stendur. Barnavinafjelög hafa víða risið upp, þar á meðal hjer í Reykjavík. Slik fjelög

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.