Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1928, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.12.1928, Blaðsíða 6
62 DÝRAVERNDARINN fyrstu. Þetta verÖum vjer ætíÖ aÖ hafa hugfast; og ekki hvað síst, þegar sorgir og hörmungar fær- ast oss í fang. Vjer megum aldrei gleyma því, að tilgangur Guðs með hinum víðu veröldum, er eilíf framþróun lifsins við stöðuga ummyndun gerfanna. Og við áformi Hans fær enginn haggað. Þeir ein- ir, sem eitt eru með eilífðinni, fá skilið þessa stjórn Hans. Vjer skammsýnu mannanna börn verðum að láta oss nægja með trúna eina. Trúin er sannfær- ing um það, sem ekki er hægt að sjá — traust á vitnisburði þeirra, sem hafa sjeð. Flytjum fagnað- arboðskap lífsins og ljóssins á neyðartímunum miklu, þegar myrkur og dauði hvílir sem mara á þjóðunum, og banasigð blikar á lofti, nótt sem nýt- an dag. Hamingjusamur er sá maður, sem liorfir á tákn tímanna, veit vissu sína í þvi, að dauðinn er sjón- hverfing ein, og skilur hinn mikla og gleðiríka leyndardóm lífsins. Það er einmitt þessi bjartsýni — þessi gleðiríku sannindi, sem dulspaka skáldið Ingemann opinberar svo fagurlega i eftirfarandi sálmi: b’ögur er foldin, heiður er Guðs himinn, indæl pilagríms æfigöng. Fram, fram um víða veröld og gistum i paradís með sigursöng. Kynslóðir koma kynslóðir fara allar sömu æfigöng; gleymist þó aldrei eilífa lagið við pilagrímsins sigursöng. Fjárhirðum fluttu fyrsta söng Guðs englar unaðarsöng er aldrei þver. Friður á foldu, fagna þú, maður, frelsari heimsins fæddur er. Grákollur. Þegar jeg var unglingur, 12 til 13 ára, i Fram- nesi á Skeiðum, og átti þá að heita smali þar, eign- aðist jeg, og átti eitt sumar einkennilegan hvolp, og skyldi hann verða fjárhundur minn. Hann var að- íengínn frá einhverjum bænum í sveitinni; en jeg liefi nú gleymt hver sá bær var. En hvolpinn minn þenna man jeg vel og mun honum aldrei gleyma. Hann var lítill og loðinn all- ur, næstum því eins og ullaður væri, með alhvítan búk og einnig Ijósa, lága fætur, en höfuðið grátt; ennið var kúpt og breitt eftir stærð og trýnið stutt og íremur mjótt; eyrun lítil og niðurbrett í brodd- inn, næstum hulin í hárinu, og augun smá, en mjög athyglisleg og greindarleg og voru líka að nokkrú leyti hulin af hinu ullkenda höfuðhári. Að ytri sýn- um var hann engum íslenskum hundi likur, og varla heldur nokkrum útlendum hundi, sem jeg hefi sjeð, nema ef vera skyldi litlum, loðnum stofuhundum. Hann hafði líka það vaxtarlag, að útlit var fyrir, að hann mundi aldrei stórvaxinn verða, þótt aldur hefði enst til. Jeg var ekki hneigður fyrir fje nje smalamensku, og ekki heldur glöggur á fjenað nje laginn til leit- ar og fjársöfnunar, og lagði víst vanalega hikandi og hálf-kvíðandi upp til viðureignar við það verk, alt þangað til Kollur minn kom til sögunnar; en úr þvi kveið jeg ekki. Því að svo reyndist hann rnjer frábær; bæði að viti og vilja, vináttu og trygð. Jeg fjekk hann kornungan, nýtekinn undan móður sinni, og kunni sjálfur ekkert til hundatamningar. En það kom ekki að sök; því að Kollur litli vandi sig að mestu sjálfur, eftir óskum mínum og þörfum. Hann hafði nær strax vit á, að lesa út úr mjer, hvað jeg vildi, og skilja hreyfingar og bendingar mínar; og einnig vilja og lag á að fara eftir þeim. Jeg held næstum, að hann hafi skiliö mál mitt, en áreiðanlega bendingarnar, eftir mjög skamma samveru. Upp um Vörðufell var að smala og marga bratta brekku þess, hvamma, gil og leiti. Um allar þessar tryssur dreifð- ust rollurnar og flæktust fram og aftur, svo að ótelj- andi hefðu smalasporin orðið, og mörg erfið, ef haft hefði engan hund eða ónýtan. En Kollur litli tók þau af mjer; hann var því vanur — og því meir sem lengur leið, að horfa mjög nákvæmlega á mig og hlusta og athuga, hvert og hvernig jeg benti, og

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.