Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1928, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.12.1928, Blaðsíða 8
"64 DÝRAVERNDARINN DÝRAVERNDARINN kemur út 8 sinnum á ári og kostar kr. 3,00 árgangurinn. Þeir kaupendur, sem eiga ettir ógreitt bla'öiti, eru hjer meS mintir á að greiSa þaS sem allra fyrst. — Nýir kaup- endur óskast. 20% fá þeir, sem útvega 5 Kaupendur og þar yfir. Afgreiðslumaður pORLEIFUR GUNNARSSON, Fjelagsbókbandið. Reykjavík. Ljúfur kysti blóm á bala, börnúm dalsins gerSi svala; sí'ðan eins og elding hraSur, út á sjóinn flýtti sjer, leið þar yfir ey og sker, þar sem sólargeisli glaður, gylti unnarhadd um ver. Þar á Erstans öldum bláum, unaðslega fagurgljáum, sigldi skip meS seglum þöndum, sindraðij gullslit stafninn á; þegar blærinn þaut þar hjá, hann og á svona herti böndum: hentist gnoðin ströndum frá. Úti á hafsins víðavangi, veltist lítill báru-angi; þegar hún sá skipið skríða, skærast yfir marardjúp, brá hún á sig hulins-hjúp, síðan áíram ljett nam líða: læddist undir skipið gljúp. * * * * Yfir sænum tíbrá titrar, tær og fögur unnin glitrar; sólin mæra sendir hinstu, sína kveðju dal og hól; svalur þýtur blær um ból, smýgur króka alla instu, upp að landsins Gyðju stól. Sigurður Kr. Sigtryggsson. Smávegis. Þegar móðir min (Sigríður Hannesdóttir) var hjá foreldrum sínum, að Hvoli í Ölfusi, þá var það eitt vor, er hún var að gæta að fé föður síns á mýrinni, að hún sér hvar tveir gemlingar (1 árs gatnlar kind- ur nefndar svo) voru á sundi í mógröf, sem þeir gátu ekki haft sig upp úr. Henni þótti illa á horfast með líf þeirra, því mógröfin var bakkahá og djúp, og svo langt til bæjar, að ekki var líklegt, að þeir lifðu svo lengi, að þaðan gæti nægilega fljót hjálp komið. Einn bakki mógrafarinnar var lægstur. Kom henni þá til hugar, að hún mundi geta dregið þá upp, ef ske mætti að þeir kæmu til sín. En þeir voru að strita við bakkann hinummegin, og af honum gat hún ekki náð til þeirra. Hún tekur ]>á það ráð, að leggjast fram á lægri bakkann og kalla til þeirra, að koma til sín, og alt gekk að óskum; það var því líkast, að gemlingarnir skildu ])egar, að hún vildi hjálpa þeitn úr neyð þeirra, og komu þegar báðir syndandi að bakkanum til hennar, og fjekk hún á þann hátt bjarg- að þeim. Smalamenn vcrða þess oft varir, að sauðkindur sutnar bera traust til manna, þegar þær eru í nauð- um staddar. Eitt sinn, er jeg gekk til lambánna lijá föður mínum, fór jeg þar hjá, sem nokkrar lamb- ær voru. Ein ærin vekur þegar eftirtekt mína með þvi, að ganga nokkur skref í áttina til mín, og lítur á mig jarmandi, hleypur síðan að jarðfalli, sem þar var rjett hjá. Fór jeg þangað, og kotn þá í ljós, að latnbið hennar hafði fallið ofan í gjótu, sem mynd- ast hafði milli hinna föllnu bakka, og gat ekki haft sig þaðan burtu aftur. Er jeg hafði hjálpað lambinu upp úr, hljóp það til hennar, en hún tók fagnandi á móti. . Y. Ritstjóri: Grétar Fells. Otgefandi: Dýravemdunarfélag íslands. Félagsprentsmiðjan.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.