Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1938, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.12.1938, Blaðsíða 10
Ó2 DÝRAVERNDARINN Október1)laÖ Dýraverndarans birtir þarfa hug- vekju um nýbreytni þá í vegagerð, sem tekin var upp hér á landi síSastliðifi sumar með „veghliðun- um“ svo kölluöu, en þau eru þannig gerð, aS yfir þvera akbrautina er grafinn djúpur skurSur, tveir til þrír metrar á breidd; yfir skurSinn er þvi næst gerS brú meS þeinVhætti, aS sívalar járnpípur, meS 8 til lO cm. millibili mynda brúarpallinn ; rimlabrú þessi á aS koma í staS venjulegs hliSs á giröingu þeirri, sem yfir veginn liggur. Tilhögun veghliSanna og tilgangi hefir veriS ná- kvæmlega lýst í tilkynningu, sem nýlega birtist i dagblciSunum, og er hún frá umsjónarmanninum á Þingvöllum. Þar segir svo: „Ef skepnur fara út á grindina (o: rimlabrúna) sleppa, þær meS fæt- urna ofan á milli pípanna og sitja þar fastar.“ ÞaS er svo sem ekki veriö aS draga fjööur yfir þaS, hver tilgangurinn sé meö „veghliSunum", ef einhver skepna skyldi áræöa aS fara út á grindina: Skepnan á aS sitja þar föst, en þá hlýtur hún líka aS brjót- ast þar um, hver veit hve lengi, og stórmeiSast. VeghliSi, af sömu gerS og ÞingvallahliSið, mun liafa veriö komiS fyrir á VaSlaheiSarvegi og nokkr- um stöSum í nánd viS Reykjavík, m. a.. hjá Land- spítalanum. Út af kæru, sem formaSur Dýravernd- unarfélgsins sendi lögreglustjóranum í Reykjavík vegna veghliösins hjá Landspítalanum, var álits bæjarverkfræöings leitaö um þetta efni, og telur hann „víst, aö ef styggS kemtir aö skepnum, niuni þaö vel geta átt sér sta.S, aö þær hlaupi á grind- urnar, og getur þá varla hjá þvi fariö, aS þær fótbrotni.“ Hann segir ennfremur: „Ef snjóföl leggur, ntunu grindurnar veröa skepnunum algjör gildra.“ Þegar þessi skýlausu ummæli bæjarverkfræöings, sem bæöi eru sönn og rétt, eru athuguS meö hliS- sjón af ,,tilgangi“ þeim, sem Þingvallaumsjónar- maöurinn segir aö veghliðin eigi aS hafa, nefnilega aS skepnurnar eigi að sitja fastar í hliðunum, þá dylst víst engum, að hér er um svo glæfralegan út- búnaS aö ræSa, aS telja verSur hann algjijrlega ósamboSinn siöuöu þjóSfélagi. Þótt þaö sé meSi öllu óverjandi, aö þvilíkar gildr- ur séu settar fyrir menn og búfé manna á fjölförn- um stöðum, eins og þær, er sjá má inni á Lands- spítalalóöinni, og sem getur orSiS bæöi mönnum (einkum börnum) og skepnum aö skaöa. þá er þaö þó ennþá átakanlegra aflagi og angurgapaskapur, aö búa þannig um nokkurt giröingahliö á þeim stööum, þar sem fátt er um mannaferöir, hér og þar úti um landiS, þar sem enga björgún er hægt aS veita skepnunt þeim, er lenda kunna i þvílíkum „refaboga“ sem hér er unt aS ræöa. Eg fæ heldur eigi skiliö, aS bændur geti þolaö þá raun til lengd- ar, aö vita, aS til séu þvílíkar gildrur nálægt sér eöa búfé sínu. I’ótt oft sé um undraveröa varúS og hyggindi ýmsra dýra aS ræSa, um aö foröa sér frá hættum og slysurn, mega menn eigi reiöa sig á þaS, aS! þau viti, aö ,,svo sé til ætlazt“, aS „þau skuli sitja föst“ í gildrunni, sér til lífs- og limatjóns, ef þau skyldi henda sú skyssa, aS voga sér út á þessa rimlabrú, t. d..í myrkri, á snjóhuldu, eSa þá er styggS kemur aö þeim. Nálægt fjölförnum bæjargötum geta veghliSin einnig, eins og áöur er sagt, veriS börnum stór- hættuleg. Tökum til dæmis LandsspítalahliSið til athugunar. Fjöldi barna er þar oft aö leikjum — enda eru göturnar sagöar aöalleikvöllur barna hér í bæ, og er því miSur mikiö hæft i því —, og hvaö er þá líklegra, en aö börnin hrökklist út í veghliöiö í fáti sínu og óöagoti, skriki þar fótur á glerhálum teinunum, festi fætur sína á milli þeirra og fótbrotni? Vilja foreldrar barnanna eiga þetta á hættu, alveg aS óþörfu? ÞaS var alveg þarflaust verk, aö stuðla aö: þess- ari hættu, og hana ætti aS nema á burtu hiö bráð- asta! Túnblettinn á aö verja meö því að setja vír- netsgiröingu meðfram gangstígnum beggja megin, heim aS Landsspítalanum; sú girSing yrði bæöi ódýrari og öruggari en skaðræðis-útbúnaður sá, sem nú er þar. Ókunnugt er mér um þaö, hversu viöa veghliSum þessum hefir veriö komiS fyrir úti á þjóðvegum landsins, en eins og áöur er sagt, eru þau bæði viö Þingvelli og á Vaðlaheiði. HiS fyr- nefnda mun fyrir forgöngu Dýraverndunarfélags íslands hafa veriö endurbætt þannig, aö nýir rimlar niunu hafa veriö settir í milli hólkanna, sem fyrir voru, og gíufurnar því verið þrengdar svo, aS siður er hætta á, aö stórgripir veröi þar fyrir slysi. Þetta er gott og þakkarvert, svo langt sem þaö nær, og frá mannúðarinnar sjónarmiöi hlýtur lágmarks-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.