Dýraverndarinn - 01.02.1939, Blaðsíða 13
DÝRAVERNDARINN
5
Hestarnir okkar.
Flestir útlendingar, þeir er hinga'ð hafa lagt leið
sína og ferðast um landið á hestbaki, hafa borið
hestunum okkar hið besta orð. Þeir sé fallegir, vilj-
ugir og þægir í notkun, fótvissir og góðir ásetu,
duglegir og nægjusamir. Og víst er um það, að marg-
ir þessara erlendu manna hafa sýnt hestunum nær-
gætni og viljað vera þeim góðir, en fæstir kunnað
með þá að fara. Hins er vitanlega ekki að dyljast,
að hingað hafa slæðst erlendir menn, sem reynst
hafa hinir mestu hestaníðingar, en þeir munu þó
ekki mjög margir. Það hefir og ýtt undir þessa er-
lendu kæruleysingja, er þeir liafa séð Islendinga
sjálfa misbjóða hestum sínum á hinn gr'eylegasta
hátt. En það kemur því miður fyrir enn í dag, að
íslenskir menn, einkum blindfullir siðleysingjar, fari
þannig með hesta, að varða ætti háum sektum og
fangelsi.
I dönsku blaði, Dyrcvenncn (Jólablað 1938), birt-
ist grein um íslenska hesta. eftir mann nokkurn, Ole
Hammer, sem hér hefir ferðast á hestum — um
sveitir og óbvgðir, að því er virðist. Segist hann
hafa lesið um það fyrir löngu, i einhverri kenslu-
bók, að hestarnir okkar væru kargir og þrjóskir,
en reynsla sín sé alt önnur. — Að vísu hafi áburð-
arhestarnir verið heldur ólundarlegir á svip, meðan
verið var að búa upp á ])á og eins þegar lagt var
af stað, enda hefði hverjum verið hnýtt í annars
tagl, svo að úr hafi orðið leiðinleg halarófa. En
bráðlega hafi klárarnir verið leystir sundur og rekn-
ir og hafi þá undir eins hýrnað yfir þeim. •—
Segist maður þessi hafa ferðast um hraun og veg-
leysur, riðið jökulár o. s. frv., og dáist mjög að
þvi, hversu prýðilega hestarnir hafi reynst. t vatns-
föllum hafi þeir beinlínis þreifað fyrir sér og kann-
að nákvæmlega, hvar fært mundi að stiga. Og hið
sama hafi þeir gert, er um hraun var riðið, þar
sem alt sé krökt af hættulegum gjótum og glufum
og örðugt um fótfestu á traustum grunni. Og alt
af hafi þeir verið þolinmóðir. þrautseigir, óttalaus-
ir og hlýðnir. Segist Hammer þessum svo frá, að
hann hafi jafnvel verið búinn að fá ást á þessum
ágætu þjónum og vinum mannanna, er hann varð
við þá að skiljast að ferð lokinni. — Og hann tel-
ur ást íslendinga til þessara vina sinna eðlilega og
sjálfsagða, enda sé sumstaðar i bókmentum þjóð-
arinnar um þá ritað á þá leið, að ]reir sé nálega
taldir jafningjar mannanna. Og síðasta þjónusta
hestsins við manninn hafi verið og sé enn víða sú,
að bera lik hans til grafar.
Hlaupasnapir.
1 síðasta tölublaði Dýraverndarans er greinar-
korn um fjölskyldulíf sauðkinda. Segist höf. ekki
vita þess dæmi, að dilkær þekki afkvæmi sitt eftir
vetrarfjarveru. Þetta kom mér undarlega fyrir sjón-
ir; svo rnörg eru dæmi þess gagnstæða, að íriinni
reynslu, að eg hefi talið algengt, að dilkær þekti
lömb sín veturgömul, þó aðskilin hafi veri'ð allan
fóðrunartimann. Að vísu er sá tírni oft í styttra
lagi, þar sem eg hefi kynnst sauðfé, en varla get-
ur það breytt stóru hér um. Hitt gæti verið, sem
fróðlegt væri til samanburðar, að ættir fjárins væru
misjafnar í þessu tilliti, og má að vísu telja það
gefið, svo augljós er munurinn á því, hvernig ein-
stakar mæður gæta lanrlra sinna. Sumar halda þeim
i návist sinni, jafnvel þó að nokkur hundruð fjár
séu rekin að í einu, og það að hausti til, og leita
þær þá vanalegast í horn eða til dyra, og halda sig
þar á meðan féð er í réttinni. Aðrar týna lambinu
svo fljótt sem féð hefir hnappast sarnan úti, og
finna þau síðan aldrei, nerna ]rví aðeins að fjár-
maður sé svo nærgætinn, að sleppa hverri á með
sínu lambi, eins og rétt er, þó að hausti sé, og
það hvort heldur er urn líflömb að ræða eða slát-
urlömb, sem bíða förgunar. Surnir telja ]rað að
vísu betra, að skilja líflömbin frá ánurn strax í
réttuni, og hygg ég ekkert á móti því, ef þau verðn
þá höfð í girðingu, svo að þau konrist ekki á flæk-
ing. En þar sem fé gengur óhindrað, eins og al-
mennast er, tel ég svo rnikinn kost, að forða lömb-
unum við slangri, að réttast sé að stuðla að því
eftir megni, að þau fylgi mæðrurn sínurn þang-
að til þau eru tekin í hús. Að vísu hættir þeim
til að skilja, þegar keinur franr á vetur og ær fara
að ganga, en þá eru þau orðin svo vön í heima-
högum, að litil hætta er á, að þau fari á slangur.
Eg tel það ástæðulaust, að nefna dærni þcss, að
veturgamlar kindur fylgi mæðrum sínum eftir vetr-
ar fjarveru. Veit eg slík tilfelli svo mörg, að alls