Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1939, Blaðsíða 14

Dýraverndarinn - 01.02.1939, Blaðsíða 14
6 DÝRAVERNDARINN ekki verÖur gert ráS fyrir því, aÖ hending valdi. Stundum helst þessi kynning lengur. Snotra mín og Kolbrá, dóttir hennar, fylgdust að í fjögur sum- ur a. m. k. Þegar Kolbrá var þriggja vetra, misti hún um voriÖ og fylgdi þá móður sinni, sem gekk með lambi, alt sumarið. — Dæmi þess, að kind- ur tengist vináttuböndum, eru þær Lágfœtt og Gulsa, báðar á efri árum. Tóku þær saman í fyrra haust, ekki siðar en í nóvember miðjum, og héldu sig að mestu einar sér, þangað til fé var tekið til hýs- ingar i miðjum janúar. Nú í haust hafa þær haldið sama hætti, og gera enn um jól. Halda sig þó á sömu slóðum og annað fé. — Haustið 1936 komu hingað ær í fóður, óhagvanar, en tóku þó stöðu hér snemma. Þrjár þeirra héldu saman svo fast, að þær skildu aldrei. Næsta vetur voru hér aðeins tvær af þeim, og héklu þá svo fastri trygð, að sjaldan brást, að þær færu inn i sömu kró, og kæmi það fyrir, að þær yrðu viðskila í hópnum úti, jörm- uðu þær og báru sig aumlega, þangað til þær fund- ust aftur. Sumarið 1937 gengu þær ])ó sín í hvoru lagi, hafa sennilega skilið um burðinn. Siðastl. vor sá- eg þær aldrei, en í fyrstu leitum í haust komu þær hérna fyrir við smölun, og héldu þá ríkt sam- an. enda var þá önnur jæirra geld. Var þeim þá háðum lógað. Læt eg þessi dæmi nægja, en fjöldamörg gæti eg nefnt. er sýna viðlika trygð og minni jæss, er gerðist fyrir löngu. Eitt af þvi, sem til dýraverndunar heyrir, og jafnframt er hagsmunaatriði verulegt, er meðhöndl- un sauðfjár í réttum á haustin. Er furðulegt jrað áhyrgðarleysi, sem kemur fram í þeim vinnubrögð- um stundum. Er þar litlu skeytt, hvort féð stend- ur lengur eða skemur í svelti og þrengslum, og lendir svo í eindaga með rekstur þess. Er hér mikil- virkur til ólróta sá skrílsvani, að drekka sig full- an við slík tækifæri, og gera ])ar með sjálfan sig og aðra verklausa og jafnvel spellvirkja (áflog og hrundningar 5 fjárþvögunni). Slik óþarfa hið á fé i samanþjöppuðum hóp, er að sjálfsögðu greið- ur vegur og ójrarfur til smitunar sjúkdóma, og mun þegar hafa átt sinn þátt i útjbreiðslu mæðiveik- innar, eins og hent hefir verið á, hetur seint en aldrei. Ættu það að verða landslög, sem eg hefi heyrt, að sýslunefndin hér hafi samþykt á siðastl. vori, að banna ölvuðum mönum að draga fé í rétt- um (mega að sjálfsögðu ekki halda sig ])ar innan veggja). Réttin á að vera heilagur staður þess- ara smælingja, sem hún er stofnsett fyrir, en ekki friðhelgi misindis framkomu hinna sterkari Og vitr- ari. Og þó að mammon komi i mannúðar stað, verða réttindin hjá hinum algáða fjáreiganda. Þá mætti virða til athugunar tillögu Hákonar Bjarnasonar um girðingar fyrir safnið, þar sem rýmra væri um ])að en i venjulegu gerði. Væri það töf á útbreiðslu sjúkdóma. — Úr því að kom- ið er inn á þetta atriði, væri rétt að benda á það, sem einn af starfsþáttum Dýraverndunarfélagsins, að það beiti sér fyrir ýmsu, sem dregið gæti úr útbreiðslu sjúkdóma meðal alidýra. Öllum er ljóst, að sjúkdómar valda skepnum ógrynni þjáninga. Mætti nokkuð forða slíku með gætilegri aðförum en tíðkast hafa í flutningi dýra staða á milli. Má í því sambandi nefna fjárkláðann, auk hinna nýju pesta. Einmitt í sambandi við ráðstafanir síðustu ára, mætti koma hér nokkru til vegar. Það vill nú svo til, að reynslan hefir sýnt, að flutningar sauð- fjár á milli staða með allhreytilegu náttúrufari, virð- ist hæpinn í mesta lagi. Náttúran sjálf er búin að skapa svo stofninn á hverjum stað, að líkur henda til, að hentugustu kynbæturnar séu rétt úrval inn- an meira og minna þröngra staðartakmarkana. Þing- eyska féð virðist lítil höpp færa Sunnlendingum, og óvíst að Skaftfellingar væru hættari með borgfirskri kynblöndun. — Innflutning frá öðrum löndum ætti tæpast að vera þörf á að nefna héðan af. Alt, sem talað hefir verið og gert fyrir dýraverndunarmál- in hér á landi, verður glingur eitt, í samanhurði við alt það levalræði, sem lagt hefir verið á sauð- fé rnargra héraða síðastl. ár, með innflutningi nýrra sjúkdóma. Ætti hér að hinda lokahnútinn á þann stórslysavað, sem innflutningur sauðfjár hefir ver- ið okkur á seinni öldum. Þá er eitt, sent eg vildi nefna viðvíkjandi hest- unum okkar, en það er hlutur þeirra í ákvæðis- vinnu vegagerðarmanna. í slíkri vinnu er tíðum unnið af því kappi, að rnjög er hætt við, að drátt- arhestum sé misboðið, einkum við malarflutning. Gæti verið rétt, að banna slíka vinnu með öllu, því

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.