Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1939, Blaðsíða 16

Dýraverndarinn - 01.02.1939, Blaðsíða 16
8 DÝRAVERNDARINN banamanninn og elta hann oft langar leiÖir, uns þær komast í færi við hann, og þarf þá ekki griÖa að biðja. Eru til ýmsar sögur um slikan eltingar- leik og ofsóknir. Lamba-gammur. Heimkynni hans eru i fjallahéruðum suður og austur í heimi. Hann er ekki alls kostar ósvipaður erni og hinn skæðasti ránfugl. Drepur m. a. gems- ur og lömb sér til matar, sætir íæri og svíkst að þeim. Sjái hann lamb í klettum eða þar, sem hengi- flug eru undir, kemur hann á hröðu flugi, rennir sér á það í skjótri svipan og byltir því niður fyr- ir klettana, svo að það limlestist eða Ijíði bana. Því næst steypir hann sér yfir bráðina, rifur fórnar- lamljiÖ sundur og tekur til matar síns. Sagt er að hann brjóti fótleggi og lærleggi til mergjar og hætti ekki fyrr, en hann nái öllum mergnum. Tekur hann leggina og lemur þeim við grjót-nibbur, uns þeir hrökkva sundur. Síðan etur hann merginn af mik- illi græðgi og þykir hann mata bestur. Lamba-gammurinn er talinn einn hinn mesti flug- vargur, og þykjast menn vita með vissu, samkvæmt athugunum, sem fram hafa farið, að hann geti hæglega flogið 180 km. á klukkustund, jaínvel þó að Ijyr sé ekki hagstæður. Taugabilvm. 1 útlendum blöðum er þess getið, að stundum komi fyrir, að taugakerfi hunda bili mjög snögg- lega, án þess að menn viti neina sérstaka ástæðu til þess. Gerast þeir þá alt í einu angurværir og daprir í bragði, fá mikinn hjartslátt og andardrátt- urinn verður örðugur og óreglulegur, líkt og þeim sé afarþungt fyrir brjósti. — Þykir auðsætt af hátt- semi þeirra, er svona vill til, að þeir treysti mjög á hjálp manna, einkum þeirra, sem þeir þekkja best og hafa umgengist. Verða sorgbitnir og vola í sífellu, ef þeir eru látnir vera einir. — Venju- lega hressast þessir trygglyndu vinir, áður nijög langt um líður, ef þeir fá að vera í kyrð og næði og búa við gott atlæti af hálfu mannanna. DÝRAVERNDARINN kemur að minsta kosti á 11 a s i n n u m út á ári. Dýraverndarinn er ódýrasta bladið, sem nú er geíið út hér á landi. Árgangur hans kostar að eins 3 krónur. Ætlunarverk Dýraverndarans er að vinna að upp- eldis- og menningarmáli allra þjóða, en það er sú siðbót, sem fram kemur í verndun ínálleysingja og miskunnsemi við munaðarlausa. Dýraverndarinn er oft prýddur myndum, og í honum munu verða ritgerðir og sögur eftir ritfæra menn og merka. Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli allra góðra manna, ungra og gamalla. Og er eigi sízt leitað liðsinnis kennara og ungmennafélaga um að kynna blaðið. Þeir, sem útvega 5 kaupendur að Dýraverndar- anum, eða fleiri, fá 20% i sölulaun. Dýraverndunarfélag Islands. Vesalings konam. — Hér stendur skýrum stöfum í blaðinu, að ein- hver soldán lengst úti í heirni hafi nýlega eignast dreng — og að hann sé hvorki meira né minna en sex-hundraðasta barnið! — Ja — guð sé oss næstur! Vesalings konan! Sú veit hvað það er, að hafa komist í hjónabandið! Koss fyrir 10 aura! Bifrciðarstjóri (við unga stúlku, sem situr hjá honum í vagninum): Jæja, þá er nú víst komið á leiðar-enda. Stúlkan: Og hvað á ég nú að borga yður? Bifreiðarstjórinn: Tvær krónur! Stúlkan: Hamingjan góða — og eg hefi ekki nema 1.90! Bifreiðarstjórinn: Jæja — ég kyssi yður þá fyr- ir þessa 10 aura! Ritstj.: Páll Steingrímsson. Útgefandi: Dýraverndunarfélag íslands. Félagsprentsmiðjan h/f.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.