Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1939, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.04.1939, Blaðsíða 9
DÝRAVERNDARINN 21 SORG. ,,Til dauðans er hann dapur og hryggur, dregst ei burt frá köldum ná, og hungurmorSa loks hann liggur líki bóndans hjá,“ Þannig lýkur hinu fagra kvæði Gríms Thomsens um rakkann, sem fylgdi húsbónda sínurn í dauðann. — Myndin hér til hliSar er af stórum og fallegum Schæfer- hundi, sem varS viSskila viS vini sína tvo, er voru á fer'Öalagi og komu i bæ nokkurn heldur illa til reika, keyptu sér ný fot og klæddust þeim, en skildu druslurnar eftir aS húsabaki. Fóru síSan leiSar sinnar, en hundurinn hafSi brugSiS sér frá og var ekki kom- inn aftur, er þeir lögSu af staS. Rakkinn leitaSi víöa og fann loks fatahrúguna, sem mennirnir höfSu skiliS eftir. LagSist hann nú fyrir og ætlaSi aS bíSa þeirra. En þeir komu aldrei aftur. Hundurinn lá lijá leppunum dag allan til kvelds og næstu nótt. Þótti auSsætt aS hann mundi æriS sorgbitinn. Og ekki hafSi hann neina matarlyst — lá bara hreyf- ingarlaus meS tár í augum. En væri snert á fata- druslunum, ýfðist hann allur, urraði og hjóst til aÖ ráÖast á þá, er svo djarfir gerÖust. Eftir þrjá eSa fjóra sólarhringa var hann skotinn. HafSi hann einskis neytt allan þann tíma og ekki blundaS, aS því er menn hugSu. Hundar og fjársöfnun til líknarstarfa. Um aldarfjórSungs-skeiS eSa lengur, hafa rakkar af St. BernharSs-kyni, stórir og fallegir og hiS besta siSaSir, veriS látnir annast fjársöfnun meSal ferSa- rnanna á járnbrautarstöö einni í London (Euston- stöSinni). Undir eins og lestin nemur staSar, kemur seppi meS fagran og fægSan málmbauk bundinn á sig, vappar meSal farþeganna, blíSur á svi]) og vin- gjarnlegur —• og lætur einhvernveginn á sér skilja, hverra erinda hann sé kominn! —• Þegar einhver farþeganná hefir gert honuni úr- lausn, fer hann þegjandi til hins næsta og svo koll af kolli. Og hann lætur sér ekki nægja aö „hús- vitja“ í einum klefa í hverri lest, heldur fer klefa úr klefa meSan til vinst. — Hefir fjársöfnun þessi fariS fram regdulega síSustu 25 árin eSa lengur. — Fé því, sem safnast hefir meS þessum hætti, hefir öllu veriS variS til líknarstarfa, handa sjúkrahúsum o. þ. lr. — Mjög er þaS rómaS um suma þá hunda, sem þarna hafa starfaS, hversu prúSir þeir sé og kurteisir og þá ekki síSur skylduræknir. Sumir eru kallaSir nokkuS ýtnir og kunna því illa, aS er- indi þeirra sé á engan hátt sint. En ekki hljóta þeir allir jafnmiklar vinsældir, og veldur því lunderni þeirra og framkoma. •—- Um einn þessara hunda er þaS tekiS fram sérstak- lega, að hann hafi safnað fjárhæð, sem nema mundi fullum 90.000 krónum i vorri mynt.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.