Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1939, Qupperneq 11

Dýraverndarinn - 01.04.1939, Qupperneq 11
DÝRAVÉRNÖARlNN á3 ðvenjulegur liumlui'. Haustið 1927 skaust í heiminn gulur hundhvolp- ur, hjá tik, sem átti heima í GrjótárgerSi í Fnjóska- dal. Hvolpurinn var látinn lifa, einn af sex syst- kinum, og hlaut nafniS Tryggur. Hann var snemma ærslagjarn og illa viðráðanlegur. Einn uppáhalds- leikur hans var að sitja urrandi í skugga og stökkva ]?aSan glepsandi fram, í fætur manna og skott katta. DafnaSi Tryggur nú svo vel, að tæplega árs- gamall var hann orÖinn með allra stærstu hundum þar um slóðir og grimmur að sama skapi. Tók hann þá að gera ýmislegt það, sem strákapör er nefnt meðal manna. Þannig drap hann eitt sinn öll hænsn- in á Illugastööum, elti þau uppi hvert af öSru og beit af þeim hausana. ÖSru sinni reif hann rollu á hol. liún liföi, en var heilt misseri í græðslu. HaustiS, senr Tryggur var ársgamall, hljóp hann aÖ næturþeli noröur aö Brúnageröi og flutti heim meö sér, í mörgum ferðum, fjórtán hausa af nýslátr- uðúm lömburn. Gróf hann þá í fjóshauginn, en gæddi sér á þeim, er hann varö svangur, og komst þá upp athæfiS. Seint á sama hausti „trúlofaðist" hann tík frá Þóröarstööum og ginti hana í útilegu meö sér. Ærðist Tryggur nú alveg, tók aö1 elta fé úti um haga og fór hamförum. Var þá fengin skytta, sem stytti aldur hans, og er þar meö lokið sögu þessa frábærlega duglega og fallega, en grimma dýrs. Sigfús Davíðsson. Smávegis. Hestavísa. (Eftir Guömund sýsluskrifara Einarsson, d. 1865, fööur dr. Valtýs, háskólakennara). Frár á skeiði rennur Rauöur, reyk úr moldar götum feykir, reisir haus, en hvæsir nösum, hélu-stokkinn hver er lokkur; hófa-tökum hreyfir vakurt, höröu spyrnir grjóti og jörSu; gneistar sindra úr steinum stundum, steytta er lætur bryddum fæti. ★ Svört tígrisdýr. Þau eru vafalaust mjög sjaldgæf, en fullyrt er, aS þau sé til. En tiltölulega fáir menn munu hafa séð þau, svo aS víst sé. Sumir vilja halda því fram, aö einungis hafi orðið vart viö fjögur tígrisdýr meö þessum lit og alls endis óvíst, aö fleiri sé til í heim- inum. Aðrir fullyrSa, aS þau hljóti aS vera miklu fleiri, þó aö menn hafi ekki rekist á þau, svo aö sög- ur herini. Þessi fjögur svörtu tigrisdýr, sem menn hafa oröiS varir viö, voru öll á sömu slóðum á Ind- landi austan veröu. * Gullfiskur í Murray-fljóti. Fyrir allmörgum árum voru gullfisltar látnir í Murray-fljót, stærsta vatnsfall Ástraliu (1630 km. á lengd). Þeim hefir nú fjölgaS svo, aS talið er, að fljótiö sé oröiö bókstaflega fult af gullfiskum! Þykir mönnurn nóg um viökomuna og vilja nú fækka þessum „íbúum“ hins mikla fljóts, ef þess væri kostur! * Fitu-rík, en óhæf til smjörgerðar. Eins og flestum mun kunnugt, er mjólk hinna ýmsu spendýrategunda mjög ólík aS gæðum, t. d. fitumagni. — Fitumagni'Ö er og harla misjafnt hjá einstaklingum sömu tegundar. Og úr mjólk sumra dýra er ókleift að ná smjöri, jafnvel þó aÖ hún sé mjög feit. Svo er, til dæmis að taka, um úlf- alda-mjólk. Fitumagn hennar er mjög mikið, en smjör verður ekki úr henni unnið. Ástæðan er sú, að fitukornin eru svo smá, að þau verða ekki skil- in úr mjólkinni með þeim aðferðum til þeirra hluta, sem notaðar hafa verið að þessu. * Langur „xnjólkur-vegur'h Skýrt hefir veriö frá því í enskum blöðum — og talið eins dæmi — aö mjólkurfélag þeirra Ilonululu- búa (í Kyrrahafi) sendi mjólk sína — eitthvaS af henni — alla, leiS til Guam-eyja, án þess aS „milli- liöir“ komist þar að. Vegalengdin er talin um 5300 km. Flugbátar frá „Pan-American Airways" annast flutningana. Sagt er aö sjaldan komi fyrir, aö veður harnli því, aö flutningar þessir geti fariS frani nokk- urnveginn reglulega. ★ Nágranna-kritur. Þeir voru engir vinir, nágrannarnir — Helgi á

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.