Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1939, Síða 15

Dýraverndarinn - 01.10.1939, Síða 15
DÝRAVERNDARINN 5i Strákapör. Mig langar til aS biðja „Dýraverndarann“ fyrir eftirfarandi línur, þó a8 oröiö sé aö vísu nokkuö seint: Einhvern fyrstu daganna í septembermánuði 1938 var eg sem oftar á gangi hér suður meö Tjörninni. Þetta var síöari hluta dags, rétt áöur en birtu tók að bregða. Eg gekk vestan við Tjörnina og alla leiö suður fyrir hana. Þegar eg er kominn nokkuð suö- ur fyrir nyrðri brúna kem eg auga á tvo stráka, sem eitthvað eru að bauka suður við girðingu. Mér finst þetta ekkert undarlegt, því að oft eru krakkar að leika sér þar suðurfrá. En er eg kem nær, dettur mér í hug að forvitnast um, hvað þeir sé að gera, því að mér virðast þeir eitthvað pukurslegir. Þetta eru 8 —9 ára snáðar, að því er eg get mér til. Mér sýnist ekki betur en að þeir sé að hnoða eitthvað í hönd- unum. Og er þeir sjá mig, kemur nokkurt fát á þá, i'étt eins og þeir viti einhverja skömm upp á sig. i'ekur annar þegar á rás, en hinn verður siðbúnari og fæ eg gripið hann höndum, en i því þeytir hann einhverju frá sér og ætlar því út fyrir girðinguna, en það lendir á henni og fellur í grasið að innan- verðu. Hinn strákurinn heldur áfram, sem fætur toga, og hverfur brátt austur úr garðinum. Sá, sem eftir var og eg hafði höndum tekið, gerist nú órór og vill fá að losna — segist þurfa að flýta sér heim til mömmu. En eg segi, að fyrst verði hann að segja mér, hvað þeir félagar hafi verið að gera og hverju hann hafi ætlað að fleygja út fyrir girð- inguna. Honum er illa við það, en eg segi: „Sæktu það, sem þú fleygðir og segðu mér svo alt eins og er.“ Hann er bersýnilega hræddur, en þorir þó ekki annað en að hlýða. Kernur þá í ljós, að þetta er of- nrlítil hveitibrauðskúla, vel hnoðuð, en innan í henni er sandur. Gerist eg nú all-1)yrstur og spyr strák, hver mein- ingin sé með þessu. Hann er æriö niðurlútur og þegir fyrst í stað, en meðgengur, er eg hóta því, að fara tafarlaust með hann á lögreglustöðina, ef hann segi mér ekki sannleikann. Meðgengur hann þá, að þeir félagar hafi ætlað sér að gefa fuglunum á rjörninni þessar sandbrauðskúlur. Hafi hinn strák- tirinn haft þrjár svona kúlur í vasanum, en hann bara þessa einu. Spyr eg nú hvernig á því standi, að þeir geri annað eins og þetta, en hann fer að kjökra og segist ekki vita það — hann hafi bara gert þetta af því að hinn strákurinn gerði það! Les eg nú yfir honum og segi, að þetta megi hann aldrei framar gera og loíar hann því hátíðlega. Því næst spyr eg: — „Hafi þið gert þetta oft áður?“ — „Nei, bara i gærkveldi." — „Og svo ætluðuð þið að gera það núna?“ —■ „Já“, sagði stráksi og fór að skæla. — „Eg veit hvað þú heitir og hvar þú átt heima“, sagði eg byrstur (eg vissi það nú reyndar ekki), „og ef þú gerir þetta nokkurn tíma oftar, þá segi eg lögreglunni frá því.“ Hann lofaði að gera það ekki framar og bar sig aumlega. Eftir það slepti eg honum og varð hann frelsinu feginn. En þegar hann var kominn lítinn spöl frá mér, kom hann aftur og sagði lágt: — „Eg ætla alt af að vera góður við fuglana.“ Mér þótti vænt um, að hann sneri við þessara erinda. Hann var svo blíð- ur og barnslega einlægur, litli stúfurinn. Dýravinur. Kisa mín. Þegar eg segi nú sögu af henni, þá er það ekki vegna þess, að hún hafi verið neitt sérstaklega frá- brugðin öðrum kisum, að vitsmunum eða gjörfu- leik. Hún var eins og þær flestar umhyggjusöm um afkvæmi sín, ól þau vel upp, kendi þeim að veiða og refsaði þeirn, þegar því var að skifta, fyr- ir óhlýðni og óvarfærni. Jafnframt þessu var hún mjög barngóð og þolinmóð, þegar óvitar þrifu til hennar, meiddu hana og kreistu, og var- aðist eins og heitan eld að sýna þeim klærnar. Að þessu leyti var hún lik mörgum öðrum köttum. Kisa min var kolsvört að lit, fremur lítil vexti en vel vaxin, og sást hvergi á henni hvítur depill. Mér var gefinn ketlingurinn ungur. Hann var þá mjög styggur, viltur og grimmur og flúði í felur undan mönnum. Fyrst i stað var ekki hægt að fá hann til þess að eta neitt eða lepja mjólk, ef maður var i námunda. Eg tók a'ð mér, aÖ fóÖra kisu og færa henni matinn, en gekk illa að vinna bug á tortrygni hennar. Þó kom að því, að hún leyfði mér að strjúka sig, þegar hún var að lepja mjólk- ina og 'Smám saman urðurn við mátar. Þegar hún leyfði mér að taka sig í fyrsta skifti, varð hún óróleg, er eg fór með hana inn i ibúö

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.