Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1939, Blaðsíða 16

Dýraverndarinn - 01.10.1939, Blaðsíða 16
52 DÝRAVERNDARINN DÝRAVERNDARINN kemur að minsta kosti átt'a sinnum út á ári. Dýraverndarinn er ódýrasta blaðið, sem nú er ^efiS út hér á landi. Árgangur hans kostar að eins 3 krónur. Ætlunarverk Dýraverndarans er aS vinna að upp- eldis- og menningarmáli allra þjóSa, en þaö er sú siðbót, sem fram kemur i verndun málleysingja og miskunnsemi við muna'Öarlausa. Dýraverndarinn er oft prýddur myndum, og í honum munu verða ritgerðir og sögur eftir ritfæra menn og merka. Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli allra góðra manna, ungra og gamalla. Og er eigi sízt leitað liðsinnis kennara og ungmennafélaga um að kynna blaðið. Þeir, sem útvega 5 kaupendur að Dýraverndar- anum, eða fleiri, fá 20% í sölulaun. Dýraverndunarfélag íslands. okkar. Þetta var um vetur og kalt þar, sem hún hafSist viS. Eg settist þá með hana við boröiö og lét hana liggja í keltu minni á meðan eg borðaöi og strauk hana öðru hverju. Hún virtist nú kunna vel við hlýjuna og atlotin og ger'Si enga tilraun til þess aS flýja. ASrir máttu þó ekki snerta hana. Svona fór eg með hana í þrjá daga. Fjórða daginn skifti -eg mér ekkert af henni, en sá svo um, að hún gæti komist inn, ef hún vildi. Hún skaust þá eins og örskot inn og undir borðið, en þaðan hljóp hún upp á hnén á mér og lagðist þar. Þessum sið hélt hún lengi, að læðast til mín undir borðum, eSa þangaS til alveg tókst aS uppræta tortrygni hennar og hún varS vinur allra á heimilinu. Þegar eg flutti til EskifjarSar frá Vattarnesi, var kisa mín meS. Eg veitti því nú enga eftirtekt hvernig hún kunni viS sig í nýja heimkynninu. En eitt sinn, þegar eg var staSinn upp og ætlaSi til vinnu minnar, kom kisa til mín og mjálmaði aumk- unarlega, gekk hringinn í kring um fæturna á mér, nuddaSi sér upp viS mig, leit upp til mín og hélt áfram aS mjálma. í fyrstu vissi eg ekkert hvaS þetta átti aS þýSa, en sýnilega var hún aS biSja um eitthvaS eSa kvarta yfir einhverju. Svöng gat hún ekki veriS, því henni var ávalt ætlaSnr næg- ur matur. Þá veitti eg því eftirtekt, aS hún var komin aS því aS gjóta. Mér datt nú í hug, hvort hún mundi ekki vera aS biSja mig um þaS, aS vísa sér á hentugan staS í þessu ókunnuga húsi, og kannske aS búa um sig. Önnur eSa betri ráSning á atferli kisu hugsaSist mér ekki. Eg fann því staS handa henni og bjó vel um hana, kallaSi á hana og sýndi henni staSinn. Sama daginn gaut hún þarna. Bjarni Sigurðsson. Þeir, sem hafa í huga að senda „Dýraverndar- anum“ sögur eða annað efni til birtingar, eru vin- samlegast heðnir að varast málalengingar eftir föngum, því að rúm blaðsins er lítið, en hins vegar æskilegt, að efni þess sé jafnan sem fjölbreyttast. — Stuttar, laglega orðaðar frásögur um skynsöm dýr eða einkennileg á einhvern hátt, eru kærkomn- ar, enda eiga þær heima í „Dýraverndaranum“ fremur en öðrum blöðum. Sama máli gegnir um frásagnir um meðferð á skepnum, illa eða góða, og annað þess háttar, sem orðið gæti til viðvörunar eða fyrirmyndar. — Ritsmíðar, sem „Dýravernd- aranum“ kunna að berast, en þykja ekki birtingar- hæfar af einhverjum ástæðum, verða ekki endur- sendar, nema því að eins, að þess sé óskað sér- staklega. „Dýravemdarinn“ vill komast inn á hvert heim- ili. Hann vill eiga samstarf og góð skifti við sem flesta dýravini víðsvegar um landið. Hann vill að allir íslendingar verði dýravinir. Munið að gjalddagi blaðsins er 1. júlí. Afgreiðslu og innheimtu „Dýraverndarans“ annast Hjörtur Hansson, Aðalstræti 18 (Uppsölum), 2. hæð. Pósthólf 566, Reykjavík, og þangað eru menn vin- samlega beðnir að snúa sér með fyrirspurnir sínar, eða annað, sem við kemur blaðinu. Ritstj.: Páll Steingrímsson. Útgefandi: Dýraverndunarfélag íslands. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.