Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1939, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.11.1939, Blaðsíða 9
DÝRAVERNDARINN 57 Og mönnum mun ekki hafa fundist neitt frá nein- um tcki'S, þó aö þessi „villidýr" væri að velli lögi5. Sumir menn eru þannig gerðir, að þéir eru altaf i strífii við lifiíi í kring um sig — altaf í vigahug, altaf reiðubúnir til þess, að vinna lífinu mein og tjón. Svo langt er gengitS, að smá-fuglar, sem eng- um geta að teljandi gagni oröiö sem liúsílag, fá ekki að vera í friði fyrir þessum víkingum. Jafn vel blessuð lóan fær ekki að lofa skapara sinn í friði og syngja „dirrindí". Síöasti geirfuglinn var drepinn hér viö land fyrir 95 árum. Það verk verður ekki bætt. Hinsvegar er sjálfsagt, að reynt sé að koma i veg fyrir, að haldi'ö veröi áfram að vinna slik hermdarverk. Nú óttast fróöir menn, aö svo kunni aö fara, áöur en langt um hður, að súlan hverfi úr sjófugla-skaranum hér við land, ef henni veröur ekki trygöur öruggur griöa- staður. Og liver veit nema hreindýranna bíði þau örlög, ef ekki veröur að gcrt, að deyja út og hverfa úr dýra-fylkingu lándsins. Þaö má aldrei verða. — En friðunarlög ein saman munu ekki bjarga þeim frá tortímingu. í næsta blaöi veröur sagt frá merkilegri tilraun Matthíasar læknis Einarssonar um hreinkálfaeldi. „Bágt er að heyra.. Seytján þúsund og sex hundruð dýr farast í eldi í Danmörku á tveim árum, 1937 og 1938. l’ess var getið í blöðum danskra dýravina í sum- ar sem leið, að 17.633 dýr af ýmsum tegundum heföi brunniö inni i Danmörku síöustu tvö árin. Þótti blööunum að vonum ömurlegt til þess aö hugsa, aö slíkt skyldi geta átt sér staö. — Ástæður til þess- ara hörmulegu slysa eru taldar margar og m. a. pessar: Léleg húsakynni, óvarlega fariö með eld (af lxirnum, unglingum og fullorðnu fólki), slys af völdum rafmagns og eldinga, dyrarúm í gripa- húsurn of lítið, svo að björgun reynist örðug af þcim sökum, og tíöast ekki riema einar dyr á hverju húsi, ]>ó að gripir sé margir, heyja-foröi geymdur lofti timburhúsa, yfir búpeningnum, eða hlaðiö að II t i g: ö n g: n f é. Eftir Guðmund Friðjónsson. Smám saman berast fréttir af því, að sauðkind- ur gangi úti á öræfum vetrarlangt. — En það mun sæta fádæmum, að þær gangi úti, svo að segja í heimahögum, þannig staddar, að þeim verði ekki komið til hjálpar. Þannig fór þó fyrir tvílembdri á, sem eg átti, næstliðinn vetur. Sagan af henni er á þessa leið : Vestan og ofan við ós Skjálfandafljóts, gagnvart landi jarðar minnar, hangir svokölluð Litlufjöru- torfa, framan í snarbrattri skriðu að ofanverðu, en að neðanverðu er hún með undirlendisræmu. Svo er l>ratt upp úr torfunni og óárennilegt, að varla erú dæmi til, að kindur fari úr henni, enda er þar svo gott og gróðursælt latid, að þeim ])ykir betra ])ar að vera en annarsstaðar. Það hefir komið fyr- ir, að feitar kindur hefir þurft að handlanga upp úr torfunni, og- er ekki heiglum hent að fara í hana, þó að þítt sé undir fæti, en alófært þegar frost er komið í jörð. Fjallseggin ofan við torfuna er svo þunn, að á henni má sitja klofvega, og er það- an steinsnar til annarar handar út í hafið. Haustið i fyrra var svo ilt norðan lands sem þetta haust er gott. Sífeldar rigningar á láglendi, en krapa- hríðar í fjöllum, og náði dimmviðriðsdrunginn nið- veggjum húsanna og svo illa byrgður, að hægt sé að koníast þar að fyrirhafnarlaust með e!d og bál kveikja í heyi eða hálmi, viljandi eða óviljandi. Og margt fleira ér taliö sem ástæður, þó að hér verði ekki rakið. — Þykir blöðunum sjálfsagður hlutur, að eftir því verði gengið, röggsamlega og væg'ðar- laust, að húsnæði búpenings og alifugla sé þannig úr garði ger, að ])ar sé sem allra minst eldhætta. Hafa danskir dýravinir fullan luig á því, að ekki verði við málið skilist, fyrr cn full bót sé á ráðin, að því er snertir húsakost og góðan aðbúnað. En við slysa-eldi frá rafmagni eða cldingum og glæp- samlegum eldkveikjum ill])ýðis og flækinga á næt- urþeli verði auðvitað örðugt að sjá. — Tala og teg- und dýra þeirra, sem inni brunnu, er sem hér segir: 177 hestar, 1413 nautgripir, 2144 svin, 90 kindur og geitur, 13.789 fuglar og 20 hundar og kettir.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.