Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1939, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 01.11.1939, Blaðsíða 11
DÝRAVERNDARINN 59 Verðlaunakeppni. Samkvæmt skipulagsskrá MINNINGARSJÓÐS JÓNS ÓLAFSSONAR BANKASTJÓRA verSa á árinu 1940 veitt tvenn verölaun úr sjóönum, aö upphæð 50 kr. og 25 kr., fyrir ritgeröir um dýra- verndunannálefni. Þeir, sem keppa vilja um verö- laun jjessi, sendi ritstjóra Dýraverndarans ritgerö- ir sínar fyrir lok marsmánaöar 1940, einkendar með sérstöku merki, og fylgi nafn höfundar, ásamt ein- kennismerki greinarinnar, i lokuöu umslagi. Stjórn Dýraverndunarfélags íslands dæmir um ritgeröirn- ar og ákveður hverjir hljóta skuli verðlaunin. Ritgerðirnar verða birtar i Dýraverndaranum á árinu 1940. Stjórn Dýraverndunarfélags íslands. skriöur. Það var ómögulegt aö reka ána meö lömb- unum, j^ví þau gátu lítið gengið og alls ekki á móti jiessu veðri. Eg tók Jdví það ráö, aö láta lömbin í barm minn, innan undir regnkápuna, jrar var næg- ur liiti fyrir Jjau, lét hausana standa út úr barmin- um og skifti mér ekkert af móður þeirra. Eg ætlaði svo seinna aö koma ánni heim. Þegar Lúpa misti lömbin á jjennan veg, æröist hún fyrst, hljóp hringinn i kring um mig og heimt- að af mér lömbin. En eg hélt af staö með lömbin i barminum og lét ána afskiftalausa. Fyrst hljóp hún i kring um steininn, til Jress að vera viss um að lömbin væru jjar ekki, en elti mig svo alla leið heim og inn í fjárhús jmr sem beið hennar skjól og nægilegt fóður. Hún virtist skilja J)að, að eg var að Irjarga lömbunum hennar, en óttaðist mig ekkert. Lúpu Jjótti brauð og rúgur mesta sælgæti. Hey- skapur var lítill þarna, því eg átti jiar ekki jarð- arráð. Eg varð Jrví að gefa kindunum mínum fóð- urbæti með fjöru- og hagabeitinni og stundum færði eg ])eim j)etta út í haga. Þurfti eg ])á aldrei annað en kalla á Lúpu með nafni. Ef hún heyrði til mín, eða sá nrig kom hún strax hlaupandi til mín. Eitt sinn var eg á gangi aö vorlagi með öðrum niönnum á leið til næsta bæjar. Lúpa var þar j)á é 1)eit með öðrum kindum, skamt i burtu. Hún varð vör viö mannaferðina og jafnskjótt tók hún sig' úr kindunum, hljóp til okkar, eða beint til mín, hún leit ekki við neinum hinna, og J)egar eg hafði ekk- ert til að gæða henni á, tók hún að stinga snopp- unni ofan í vasa mína og leita J)ar. Hún hafði J)á veitt J)ví athygli, að eg tók brauðið, sem eg gaf henni, stundum úr vösum mínum. Eg var J)ví á þeirri skoðun, að Lúpa J)ekti mig vel frá öðrum mönnum. Hún kannaðist og við rödd mína og jafn vel virtist mér hún kannast við nafn sitt. Bjarni Sigurðsson. Vökudraumsýn í skammdeginu. Úti i dimmum fjarska greiðast sundur Jrykkir þokuflókar og á bak við gefur að lita lága heiði í glæstum sólarljóma. En hærra gnæfa tindar blárra fjalla. Þessi sumarfagri heimur nálægist. Eg sé lyngi vaxnar brekkur og finn gróðurilm. Eg er staddur á heiðarbrúninni. Þaðan gefur sýn yfir dal i skjóli heiðarinnar. Og handan við dalinn er það, sem f jöll- in rísa. Blikandi elfa streymir eftir dalnum. Hún fellur í ótal fossum, sem sindra í öllum lituin regn- l)ogans. A bakkanum sem fjær er, vex dökkgrænn birkiskógur. Skyndilega er eg staddur inni í skóginum. Að baki mér hljóma niðir elfunnar, eins og huldu- söngvar. En framundan kliðar skógurinn af fugla- röddum. Einhversstaðar langt inni í þykninu er sól- skríkja að syngja. Eg þekki J)essa yndislegu, léttu tóna altof vel til ])ess, að geta vilst á þeim. Ósjálf- rátt geng eg á hljóðið. Og eg greini J)að æ betur gegnum skógarj)ysinn. Fyrri en varir er eg kominn inn í undurfagurt rjóður. Lágvaxinn gulvíðir 'og allskonar blágresi grær i skjóli birkitrjánna. Og í mosavaxinni skriðu, sem auðsjáanlega endur fyrir löngu hefir hrapað úr fjallinu, og teygir sig nú kuldaglottandi inn á blómlendi rjóðursins, vex einir á stöku stað. Þarna hátt uppi i hlíðinni slútir kræklótt hrísla yfir urðarskúta. Og í hrislunni situr sólskríkjan, sem eg hefi heyrt til, og syngur án afláts. Og nú staðnæmist eg undrandi, því að eg skil mál sól-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.