Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1939, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.11.1939, Blaðsíða 12
óo DÝRAVERNDARINN DÝRAVERNDARINN kemur að rninsta kosti á 11 a s i n n u m út á ári. Dýraverndarinn er ódýrasta blaðið, sem nú er gefið út hér á landi. Argangur hans kostar að eins 3 krónur. Ætlunarverk Dýravcrndarans er að vinna að upp- eldis- og menningarmáli allra þjóða, en þaö er sú siðbót, sem fram kemur í verndun málleysingja og miskunnsemi við munaðarlausa. Dýraverndarinn er oft prýddur myndum, og i honum munu verða ritgerðir og sögur eftir ritfæra menn og merka. Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli allra góðra manna, ungra og gamalla. Og er eigi sízt leitað liðsinnis kennara og ungmennafélaga urn að kynna blaðið. Þeir, sem útvega 5 kaupendur að Dýraverndar- anum, eða fleiri, fá 20% i sölulaun. Dýraverndunarfélag Islands. skríkjunnar. Eg heyri að hún syngur þetta litla ljóS: Gleöilegt surnar! Gleðilegt sumar! Ljós og fegurö, lif og yndi ljómar nú um gjörvalt strindi. GleSilegt sumar ! Gleöilegt sumar ! Vetur burt úr véum skríSur. VoriS kemur ! Starfið bíSur ! Gleðilegt sumar ! Gleðilegt sumar ! .... Aftur er eg staddur fjarri þessum litfagra dal, og skynja angan skóga hans og fuglasönginn álengdar. Svo falla rökkurtjöldin saman. Sumar- myndin er horfin. Sigfús Davíðsson. „Músavetur." Frostaveturinn mikli, 1880—1881, var sumstaðar á landinu kallaður ,,músavetur.“ Þá var mikill músagangur víða, ekki síst norðanlands. LagSist vargur þessi mjög á sauðfé í húsum og jafnvel á stórgripi. Dærni voru og til þess, aS mýs legðist á sofandi fólk. Það er í frásögur fært, aö á einurn bæ nyrðra, Silfrastöðum í Skagafirði, hafi verið drepnar yfir tvö þúsund mýs frá haustnóttum til áramóta. Hvítabirnir flækjast hingaS stundum á rek-ísum, sem kunn- ugt er. Ganga þeir einkum á land á ystu töngum noröanlands og vestan, en þó liefir komiS fyrir, er ísa hefir rekiS meS meira móti suSur, aS þeir hafi tekiS land hér sySra. Og víst er um þaS, aö áriö 1610 var björn aö velli lagöur í Herdísarvík fyrir sunnan land. Stundum flakka birnir upp um sveitir og fram til dala. Áriö 1615 kom bjarndýr í heim- sókn á sjálfan Hólastól, en hlaut kaldar viötökur og var drepið. — Áriö 1657 varö vart viö bjarn- dýr í Svartárdal í Húnavatnssýslu. Þaö „var komiö inn í fjárhúsiS á Eiríksstööum, hvítt aö lit, stórt sem þrevett naut lítið, aö liðnum fráfærum.“ Þaö var drepið. Sagt er, að voriö 1745 hafi nokkur bjarndýr veriö unnin í Skaftaíellssýslu. Þá lá hafís mikill fyrir landi. Frostaveturinn mikla 1880—1881 gekk margt bjarndýra hér í land. Þá voru margir birnir feldir á Austfjöröum. Þá sáust birnir í Horna- firöi og hurfu á jökla. Þá sáust nokkur bjarndýr á Fljótsdalshéraöi og eitt komst upp í Hrafnkelsdal. Sundraun. Fyrir nokkurum árum var útiskemtun haldin í Lausanne í Svisslandi, svo sem ekki er í frásögur færandi. Um kveldið var skotiS flugeldum. Lög- regluhundur, er þarna var, Bodo aö nafni, varö svo hræddur viS flugeldaskrautið, aS hann hljóp út í vatniö, sem Lausanne stendur viö, og lagöist frá lahdi. Morguninn eftir, aö fullum 12 klukkustund- um liönum, skreiö hann á land hinum rnegin vatns- ins og reyndist vegalengdin 9 mílur enskar. Var rakkinn mjög aS þrotum kominn, sem líklegt má þykja, 'en lrrestist fljótlega. Munið að gjalddagi blaðsins er 1. júlí. Afgreiðslu og innheimtu „Dýraverndarans“ annast Hjörtur Hansson, Aðalstræti 18 (Uppsölum), 2. hæð. Pósthólf 566, Reykjavík, og þangað eru menn vin- samlega beðnir að snúa sér með fyrirspurnir sínar, eða annað, sem við kemur blaðinu. Hitstj.: Páll Steingrímsson. Útgefandi: Dýraverndunarfélag íslands. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.