Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1939, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.12.1939, Blaðsíða 9
DÝRAVERNDARINN 65 tínm ur'Öu gjafirnar strjálli, en mjólkur-megniÖ hiÖ sama. Fjörefni hafa þeir fengi'Ö í alt sumar. — Þeg- ar kálfarnir komu aÖ Arnarfelli, var þyngcl þeirra, hvers um sig, nálægt 14 pd., en seint i ágúst var enginn þeirra undir 100 pd., en sá vænsti tölu- vert meira. — Heilsufarið hefir veri'Ö ágætt. utan fyrstu vikurnar. Þá virtust tveir hálf-lasnir. Bertel Sigurgeirsson gætti þeirrá fyrst í stað, eftir að suð- ur kom, og sýndi mikla natni og nákvæmni í j)ví starfi. — í tjöldunum eystra tók hann þegar j)að heillaráð. að gefa jreim oft og lítið i einu. Mun ekki vafi á j)vi, að það sé heppileg aðferð og mjög við hæfi ])essara móðurleysingja. — — Nú er enginn maður i Arnarfelli. og hefir ekki verið, síðan um miðjan október. En Snæhjörn hóndi á Gjábakka vitjar kálfanna daglega og gef- ur |)eim, hverjum um sig, einn pott af mjólk og slatta af haframjöli. Gefur hann þeim í kofa, sem b'ygður hefir verið norður me'Ö Arnarfelli, og jafn- an stendur opinn, ef ])eir skyldi vilja leita sér skjóls um nætur og undan óveðrum. — Kálfunum vir'Öist falla einna l)est sinuborið gras, en eta auk ])ess beitilyng, smá-ví'Öi. túngrös o. fl. Bita snögt og rösk- lega, ganga ekki nærri rót, meðan af nógu er að taka. Eru rnjög sólgnir i allskonar sveppi og geta farið í hnippingar út af ])ví sælgæti. Hreinkálfarnir eru fallegir og skemtilegir ung- lingar, glaðlyndir og mannelskir, hafa orðið kærir öllu fólki i Arnarfelli. Koma hlaupandi, ef á ])á er kallað, og voru fljótir að láta sér skiljast, að ])á mundi jafnan von á mjólkur-sopa, er slegið var sam- an pjátur-ílátum heirna við bæinn. Hljóp þá hver sem betur gat og ])yrptist hinn litli. fríði hópur kring um þann, sem ílátin hafði í höndum. — Fyrir neðan bæjarhúsin í Arnarfelli er smá- tjörn og höfðust þar við i sumar fáeinar endur og gæsir. Þótti kálfunum auðsjáanlega gaman að ])vi, að striða fuglunum, elta þá og flæma út á tjörn- ina, ef þeir leyf'Öu sér að vap|)a urn túnið. Hættu þeir ekki fyrr en hver fugl var á flot kominn, en hurfu ])á frá með leik og gáska. Þeim ])ótti og gam- an að þvi. að leika sér við hunda, sj)reka þeinr til og gera að gamni sinu. — — Stundum fóru kálfarnir i Þingvallavatn og léku ]jar á sundi mjög fimlega. Og fyrir kom það, er vitjað var um silunganet, að þeir eltu bátinn s])iil- Vinir okkar. í haust voru feldir tveir sannir vinir okkar, Skjóm 25 vetra og Glói 24. Skjóni var reiðhestur Péturs sonar mins, frá ])ví hann var unr fermingu. Atnma hans gaf honum folaldið, ])egar hann var tíu ára. Enginn hestur hér nærri tók Skjóna á sprettinum, meðan hann var og hét. En svo var hann ljúfur og leiðitamur, að krakkar og kerlingar gátu riðið hon- um, ef hann komst ekki í hita. — En lítið gaman mun honum hafa þótt að þeim ferðum. Seinni ár- in gekk hann eins og annar heiðursfélagi í stóð- inu hér i skóginum. dansaði ofan brekkurnar og lék sér eins og folald, fram á síðustu ár. En ef hann var hér heima við, og sóttur var hestur handa Pétri, ])á kom hann stundum labbandi i hurnátt á eftir heim i hlað, og horfði með raunasvip á hnakkinn lagðan á Brún eða Háfeta, líkt og hann vildi segja: Þvi leggi'Ö þið ekki heldur á mig — þetta er minn hnakkur! — Gíói var einn allra besti og öruggasti dráttarhestur, sem ])ektist hér um slóðir, stór, sterk- ur og gullfallegur, en kom aldrei í hús. Átti oft- ar ein einu sinni að hýsa hann í „góðagerða skyni“, — en hann þakkáði fyrir! Þeir Skjóni voru bestu vinir, altaf saman i haga. Blessuð sé minning þeirra. Eg gæti sagt ýmislegt skrítið og skemtilegt um skepnurnar okkar hér í Höfn, ef penninn væri leik- andi og tíminn leyfði. F.yrst og fremst um hestana okkar mörgu og ágætu, þá um bolann hann Lauga, — svo nefndan af ])ví að móðirin, ista kálfs kvíga, neitaði að karra hann, svo við bárum hann út á völl. og þar laugaði ég hann upp úr stórurn ])votta- bala, og gaf honum nafn um leið. Laugi var ásamt kúnum kominn yfir Sandlækinn hérna, sem sjór fellur i: varð ])á litið við á bakkanum, og sá að litli kálf- urinn var a'ð missa fótanna i straumnum, því að korn á sundi, en ætluðu sér af og sneru jafnan við i tæka tíð. — Þætti mér fara vel á þvi, segir M. E. að lok- um, að rikisstjórnin gæfi ley.fi til ])ess, a'Ö fáeinir hreinkálfar yrði veiddir árlega. Eg er ekki i nein- um efa um ])að, að bændur og aðrir geta haft gagn og gaman af þvi, að eiga nokkur hreindýr. Og þá ætti líka stofninum að vera borgið.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.