Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1939, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.12.1939, Blaðsíða 10
66 DÝRAVERNDARINN aíifall var. Boli sneri óðara út í lækinn aftur, rak hausinn í kálfinn og kom honum á lappirnar; gekk svo forstreymis við hlið hans yfir um lækinn. í mörgu fleira sýndi það sig, að Laugi var stórgáf- ad' naut! Svo er ]>að forystu-sauðurinn, hann Blesi, ein- stök skynsemdar skepna, með skarjsa eðlisávisun, sem varla 1)regst. Oftar en menn vita, hefir hann l)jarg- að öllu fénu, og jafnvel smalanum líka, frá hráð- um voða, og mætti segja margt skrítið um aðferðir hans við hjörgun. — Það var vorið 1937, að ein ærin okkar festi sig i vírneti hér við túnið, og heið bana af. Hún lét eftir sig lítinn, ósjálfbjarga lambhrút, en svo fal- legan og lifvænlegan, að hann ]jótti sjálfsagðúr „heimalningur". Skömmu síðar fann nábúi minn lit- ið, munaðarlaust lamb (giml)ur) inni í Hafnarskógi og sendi hingað heim með hilstjóra, sem átti leið hér um. Gimbrin var auðvitað einnig tekin sem heim- alningur. Hrúturinn var nefndur ,,Rússó“, en gimbr- in bara ,,KoJla“. Bæði fengu þau pela og þrifust vel. Urðu þau bæði mjög mannelsk. Einkum lét ,,Rússó“ ást sína í Ijós við unga stúlku hér á bænum, sem er mikill dýravinur. Eltu lömbin hana oft i fjósið og voru að dunda þar meðan mjólkað var. Fyrsta- kálfs-kviga var i fjósinu, sem Menja er nefnd, fallega rauð, með hvíta mcn eftir hryggnum. HÚ11 mun hafa verið i nálega sex mörkum, er þetta gerðist. Lömbunum var tíðförult ,upp i básinn hjá Menju litlu. og áðúr en maður eiginlega áttaði sig á. hvað var að gerast, voru bæði lömbin komin þar á spena og farin að sjúga hana! Með þessum þremur tók- ust nú svo góðar ástir, að ekkert mátti af öðru sjá. Lömbin hættu við pela sina og fylgdu kúnum í haga á daginn. Og enga móður hefi ég séð hróð- ugri ganga út með börn sin á sólbjörtum vormorgni en Menju, þegar hún keifaði út götu, og lömbin skokkuðu með henni, belgfull og ánægð, sitt við hvora hlið. -— Einu sinni hljóp snurða á þráðinn; Fiskilækjarkýrnar höfðu komið í heimsókn, og lömb- in slæðst með þeim þangað. Og mikil var sorgin hjá vesalings fóstrunni. Hún fór einförum, síbaul- andi, og tárin runnu niður vangana. — Þorgils gjall- andi hefir ritað átakanlega sögu, sem heitir: „Kýr grætur". Sú kýr syrgði sitt eigið barn, en kvigan okkar tregaði fósturlömbin sín engu minna. Og mik- ill varð aftur fagnaðarfundurinn á bága bóga, þeg- ar hún, eftir mikla mæðu, heimti þau aftur. Lömb- in sugu Menju til hausts, og urðu væn og falleg, en Menja er orðin 20 marka kýr, og fallegasti grip- urinn í fjósinu. Þá voru nú hundarnir ekki mjcg vitlausir — hann Tryggur gmnli og hún Vala. Trygg þótti gaman að fara á hæi, og var því oft lokaður inni, ef menn vildu ekki hafa hann með sér. En þá tók hann upj) á þvi, ef einhver fór að búa sig í betri flíkurnar, þá hvarf ftann, og enginn vissi hvað af honum varð. En, viti menn, þegar reiðfólkið var komið hér út á melana — hver mundi þá sitja þar undir steini eða móhrauk, annar en hann Tryggur, og slást í för- ina, með miklu rófudingli og hláturinn í augunum! Eitt sinn var ég að koma utan af Akranesi; ])að var um haust, snjór á jörðu og farið að skyggja svo, að ég var ekki alveg viss um götuna. En ég var á heimfúsum hesti og lét hann ráða. Um það bil, sem ég sá Ijósin heima, heyrði ég dálitinn þyt og lágt ýlfur, og fann um leið eitthvað strjúkast við höndina á mér. Þar voru þá háðir hundarnir komnir til að íagna mér og Grána, og reyndu að sleikja á mér hendurnar i kveðju skyni. Eða þá kettirnir, þau Rósa og Brandur, sem fyrst voru systkini og svo urðu hjón, rétt eins og í Para- dís i gamla daga! — Svo var líka mús, sem ég hafði reglulega i ,,kosti“ heilan vetur. Skamtaði henni á kvöldin á hornið á búrkistunni, dálitla hrúgu af ýms- um molum: Brauð, flot, kæfu, pönnukökuj)art, jóla- kökusneið o. s. frv. Stundum var ögn eftir, en oft- ast var alt horfið að morgni. Hún bar það milli framfótanna upp fyrir gistuna, en þar var gat á gólfinu; hún skifti hrúgunni í smáskamta og íór oft fleiri en eina ferð; ég var stundum á gægjum og sá til hennar, ])vi að aklrei sást hún, ef einhver var á gangi. En svo vönd var hún að virðingu sinni, að aldrei snerti hún nokkurn annan mat í búr- inu, eftir að ])etta skijxtlag komst á milli okkar. En 8. apríl hvarf hún og kom ekki aftur. Eg von- aðist eftir henni næsta haust, en árangurslaust. — ,,S])egillinn“ segir: „God save the cat.“ Ja, hver veit? En ég sá mikið eftir músinni minni. — Þetta þykja ef til vill smámunir, en ef maðurinn reynir ekki að skilja, gleðjast og hryggjast nteð öllu sem lifir og hrærist i kringum hann, ])á hæði fer hann á mis við hálfa lifsgleði sina, glatar þeirri nærgætni og athygli, sem honum er gefin og skylt að sýna öllu, sem undir hann er gefið, og brýtur auk ]>ess þá gullnu reglu, að breyta við aðra eins og hann vill láta aðra breyta við sig. Þórunn Richardsdóttir,

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.