Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1939, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.12.1939, Blaðsíða 12
68 DÝRAVERNDARINN Á hreimlýra-slóðuiii. „Ilt er á fjöllum — ilt er á reginfjöllum.“ Eina nóttina, sem þeir Bertel Sigurgeirsson og FriÖrik Stefánsson voru í tjaldi meÖ hreinkálfana austur á Brúar-öræfum s.l. vor (shr. grein hér aí> frarnan) skall á foraös-veður, með afspyrnu-roki og stórkostlegri úrkonnt. Fauk þá tjald þeirra félaga og varð við ekkert ráðið. Stormurinn var nístings- kaldur og úrkoman svo rausnarlega úti látin, að rnjög fór fram úr þvi, sem menn eiga að venjast í l)ygð- um. Tóku nú kálfarnir að bera sig illa, sem von var, sakir kulda, og þótti þeim Bertel nálega örvænt um líf þeirra, ef eigi tækist að koma þeim í skjól og yl. Varð það fangaráð þeirra, að fara með smæl- ingjana niður í Jökulsárgljúfur og leita þar skjóls undir hömrum nokkurum. Tókst það ferðalag von- um fremur, en svo var stormurinn mikill, að naum- ast var stætt á bersvæði. Þegar í skjól var komið, breiddu þeir félagar ofan á sig og „börnin“ og reyndu að ylja þeim með líkamshita sinum. Stóð óveðrið all-lengi, með feiknum og fádæmum, en alt fór vel og sakaði hvorki kálfa né menn. Sjóveiki dýra. Sumir kunna að ætla, að dýrin „þoli sjóinn“ og þjáist ekki af sjósótt, eins og mennirnir. En at- huganir hafa sýnt, að margar dýrategundir þola illa sjó og þó nokkuð misjafnlega innan hverrar tegundar. Er það svipað og hjá mönnum gerist. Sumir eru sjóhraustir, aðrir sjóveikir. Hestar eru ekki kallaðir sjóhraustir, svona yfirleitt, en þó þykj - ast menn mega fullyrða, að þeir þoli sjóinn mjög misjafnlega. Og dæmi munu til þess, að hestar hafi beinlínis dáið úr sjósótt. Sumir ætla, að sauðfé sé sjóhraustara en hrossin, en líklega er það þó ó- rannsakað mál. — Fílar eru nefndir meðal sjó- liraustra dýra, en þó verður þess vart, að þeir þoli sjó misjafnlega. Sagt er að sjóveikum fílum batni fljótlega, ef þeim er gefið áfengi, t. d. whisky. En þeim nægir ekki eitt staup eða tvö. Þeirra „snaps“ er 6—8 pelar af whisky — blandaðir öðru eins af vatni. Segja sumir, er kunnugir þykjast, að þetta sé örugt meðal. Sjóveikir filar verði hinir bröttustu. er þeir hafi fengið slíka hressingu, og taki hraust- lega til matar síns. Aðrir halda, að þetta sé skamm- góður vermir og að til hins sama dragi um las- íéikann, er þeir hætti að „finna á sér.“ Himnaríkis-fuglinn! Hollenskur vísindaleiðangur, undir stjórn dr. A. Colijn, rakst ekki alls fyrir löngu á einkennilégan og harla fávísan þjóðflokk á New Guinea. Leiðang- ursmenn þessir komu í flugvél. Og er hinir „inn- fæddu“ heyrðu lætin og skröltið í ferlíkinu og sáu til þess, urðu þeir næsta hræddir. Þeir voru salm- færðir um, að þessi voða-fugl kæmi beina leið úr himnariki eða frá öðrum bústöðum framliðinna manna einhversstaðar lengst úti í geimnum. Örfáir þessara fávísu manna voru hálfneyddir til að tak- ast smá-ferð á hendur með „fuglinum“. Og auð- vitað voru þeir með lífið í lúkunum allan tímann og urðu þeirri stundu fegnastir, er þeir stigu aftur fæti á jörð. Þeir höfðu búist við, að farið yrði með þá upp i dauðrarikið og- að þeir fengi aldrei fram- ar jarðríkið að sjá eða vini og frændur. Þegar flugvélin lagði af stað alfarin, urðu íbúarnir (Kap- ankos eru þeir nefndir) liarla glaðir — hrópuðu og görguðu hástöfum og fögnuðu þvi, að nú færi fugl- inn mikli heim til sín aftur — beina leið til himna- ríkis! '3Diýraverndarínn óskar ölfrim íes- öndum sínum gleðílegra jóía, og ófressunar á árínu frfrfrdO. Munið að gjalddagi blaðsins er 1. júlí. Afgreiðslu og innheimtu „Dýraverndarans“ annast Hjörtur Hansson, Aðalstræti 18 (Uppsölum), 2. hæð. Pósthólf 566, Reykjavík, og þangað eru menn vin- samlega beðnir að snúa sér með fyrirspurnir sínar, eða annað, sem við kemur blaðinu. Ritstj.: Páll Steingrímsson. Otgefandi: Dýraverndunarfélag íslands. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.