Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1940, Page 15

Dýraverndarinn - 01.05.1940, Page 15
DÝRAVERNDARINN 39 bakan lá þarna í sólskininu og ugði ekki að sér. Reiðir nú strákur prik sitt af miklum móði og ætl- ar að vega að dýrinu. En þá verður það, að hon- um heyrist einhver innri rödd segja: — „Þetta cr synd, drengur minn!“ — Hann hætti við áform sitt og fór nú að hugleiða með sjálfum sér, að líklega hefði hann verið að því kominn, að fremja ódæðis- verk. Guð mundi sennilega ætlast til þess, að litlir drengir og raunar allir menn, væri góðir við dýrin. Hann hefði skapað þau, eins og mennina, og vildi láta þeim líða vel. Skjaldhakan varð vör við hann, óttaðist og fór leiðar sinnar. Og drengurinn óskaði þess af heilum hug, að hún fengi að lifa sem lengst og yrði ekki mein gert. — Eftir þetta hljóp hann heim til mömmu sinnar og sagði henni frá ]íví. sem við hafði borið. En hún varð harla glöð, faðtnaði drenginn sinn og sagði: „Sumir munu ætla, að ])að hafi verið rödd samviskunnar, sem aðvaraði ]>ig, en eg vil heldur kalla það rödd guðs hið innra með ])ér. — Hlýð ávalt boðskap ])eirrar göfugu raddar og muntu þá verða góður maður og lángefinn. — Guð ætlast til þess, að hver og einn sýni dýrunum miskunn og mildi.“ »Betri er belgur en« — páfagaukur. Frú Angelika sat heima á kveldin. Hún var orð- in gömul og stirð og þung upp í fótinn. Hafði mist manninn sinn fyrir nokkurum árum og bjó nú ein með syni sínum. Hann var kominn um þrítugt og las guðfræði í háskólanum — var altaf að lesa guð- fræði. Kom seint heirn á kveldin og lét sig einu gilda, þó að móður lians leiddist. Henni fanst nú einhvern veginn, gömlu konunni, að hann ætti að geta gert það fyrir hana móður sina, blessaður dreng- urinn, að vera heima svo sem eitt eða tvö kveld í viku. En hann gat það ekki með nokkuru móti, hversu feginn sem hann vildi. Það væri nú einu sinni svona, ef námið ætti að ganga eitthvað, að þá veitti ekki af að lesa fram á nætur. Og eigin- lega væri gagnslítið að lesa annarsstaðar en í sjálf- um háskólanum — ])ar væri hið rétta andrúmsloft, eins og hún gæti skilið. En það væri svo sem eðli- legt, að henni leiddist, aumingjanum! Og nú hefði honum dottið ráð í hug. Hún skyldi bara kaupa sér páfagauk! Þeir gæti verið logandi skemtilegir, litlu skinnin. Það væri enginn einmana, sem hefði þá i stofunni sinni, þessa glöðu spjátrunga! Og móðir hans fór að þessum ágætu ráðum og keypti páfagaukinn, eldfjörugan og si-blaðrandi tritil! Nú l>ar svo til skömmu síðar, að frú Angelika var boðin í afmælisgildi og kvaðst ekki mundu koma heim fyrr en einhverntíma um nóttina — „úr því að ég dríf mig nú þetta á annað borð“. •— Gerir ekkert til, mamma mín, og skemtu þér nú sem best, sagði stúdentinn, sonur hennar. Ég verð í háskól- anum, eins og eg er vanur, og ligg í skruddunum langt fram á nótt. Ég er nefnilega i guðspj öllunum núna og þau draga af gamanið! Þegar frú Angelika kom heim um nóttina, varð hún meira en lítið undrandi, því að rétt í því er hún gengur í stofuna, segir páfagaukurinn: „Kystu mig, stelpa — kystu mig, stelpa!“ Frú An- gelika hrökk saman, sem von var. og bað guð al- máttugan a'S hjálpa sér. Hún var oröin óvön svona tali, en hugsast gat, aö einhver hefði kannske sagt við hana citthvað svipað ])essu, einhvern tíma fyr- ir löngu —• áður en hún giftist. — Hún leit á fuglinn með vanþóknan og mælti: ,,Hvað ertu að þvaðra, aulinn þinn!“ — En hann svaraði jafn- harðan: „Kystu mig, stel])a — kystu mig, stelpa!“ — Þá hristi frú Angelika höfuðið og gekk þegj- andi út úr stofunni. Hún skikli ekkert i þessum ósköpum, en vonaði jafnframt, að litli tritill færi nú eklci að taka upp á því, að vera dónalegur í munn- inum. En ])egar hún kom inn í stoíuna sína morgun- inn eftir, sagði hann enn hið sama: „Kystu mig, stelpa —• kystu mig, stelpa!“ Þá var frú Angeliku nóg boðið. Hún fór rak- leitt inn til sonar síns, reif hann upp úr fasta svefni og skýrði honum frá því, hvað páfagaukurinn væri orðinn afleitur í túlanum. — „Eg vil bara ekki hafa hann á mínu heimili, ef hann fer að verða svona ósiðlegur." „Það er engin von til þess, mamma min, og eg vil ])að ekki heldur“, svaraði liinn guðfróði læri- sveinn og sneri sér upp í horn. Hann var syfjaður og vildi fá að lúra í friði svolítið lengur. — Frú Angelika breiddi ofan á hann og hvarf síðan hljóð- lega út úr svefnhúsinu. Hann varð að fá nægan svefn, blessaður drengurinn, eftir hinn mikla guð- spjalla-lestur kveldinu áður!

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.