Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1946, Blaðsíða 13

Dýraverndarinn - 01.02.1946, Blaðsíða 13
DtRAVERNDARINN 7 )aín illa gæti farið eins og þegar hún féll í ^jótuna áður. Vék eg henni því heim á leið, en hún var ekki beinlínis léttræk, blessunin. lokum kom eg henni þó heim undir tún- Sarð, en þar varð á vegi okkar tvílembd ær, sem borið hafði þá um nóttina. Lukka hljóp hl hennar og áður en eg áttaði mig hafði liún iiað öðru lambinu, komið því á spena og virt- ist hin ánægðasta. Eg sá ckki annað ráð en fh'ípa lambið og bera það til móðurinnar, sem hafði fært sig frá með hitt lambið. Þegar eg ^ók lambið ætlaði Lukka að ærast, snerist um- hverfis mig jarmandi, og varð eg að lokum að háða hana heim í hús. Bar hún sig mjög illa a leiðinni, jarmaði sárt og vildi óvæg snúa aft- Ur til lambsins. Um síðir kom eg henni þó heim í hús. Þar bar hún von bráðara og eign- aðist myndarlegan son. Litlu síðar flu.tti eg svo mæðginin út í sólskinið. Lukka eignaðist átta lömb, sex hrúta og tvær ginibrar. Eg á enga kind undan henni og harma eg það mjög, því að allt af var það lnin, sem herði mér beztu og vænstu dilkana á haustin. Llessuð Lukka mín, eg sakna hennar sárt, l)cgar eg lít yfir fallega vinahópinn minn. Eg hhnnist þess, er hún át síðasta bitann úr lófa nhnum. Eg stóð við hlið hennar, er lnin var s°tt til að deyja, og hnarreist og léttstíg gekk 1Un síðustu sporin. 8./12. 1945. Siný Aðalsteins, Laugabóli, Laugadal. verðlaun Ur Minningarsjóði Jóns Ólafssonar bankastjóra Ul’ð 1945 hlutu þeir: Itögnvaldur Stefánsson . V®ri-Bakka i Kelduhverfi I. verðl. og Jón Guð- Uar>dsson Saurhæ, Austur-Fljótum, II. verðl. . Bitgerð Rögnvalds: „Meinleg æfikjör“, birt- í þessu hlaði, en ritgerð Jóns: „Brautin rudd“, verður birt í næsta blaði. ^•nningarspjöld. Jó^n fögru minningarspjöld Minningarsjóðs ns Ólafssonar, fyrrum bankastjóra og Dýra- Clndunarfélags íslands, fást í skrifstofu Hjart- 1 Banssonar, Bankastræti 11, — árituð og °end ef óskað er. — Sími: 4361. HUNDAR í HERNAÐI. [Grein ]>essi er eftir danskan höf., Henri T. Meyer að nafni, og birtist upphaf hennar í desemberhefti sífasta árgangs. Lýkúr henni í þessu blaði.] Hundur bjargar Niðurlöndum. í frelsisbaráttu Niðurlandabúa gegn Spán- verjum á áttunda tug sextándu aldar var Vil- hjálmur af Óraníu leiðtogi Niðurlendinga og stjórnaði her þeirra. Var hann mjög hataður af Spánverjum, er kenndu honum hversu seint gekk að brjóta Niðurlendinga til hlýðni. En á allri herferðinni gegn yfirgangi Spán- verja var eini næturvörður Vilhjálms smá- vaxinn veiðihundur. Honuni trevsti Vilhjálm- ur betur en meðbræðrum sínum. Tvífættir næturverðir gátu hæglcga dottað á verðinum eða þegið mútur. Nótt eina svaf Vilhjálmur í tjaldi sínu, er stóð þvi sem| næst í fremstu viglínu. Spán- verjar kornust að því og þótti bera vel i veiði. Foringi þeirra, hertoginn af Alba, skipulagði þegar skyndiárás til þess að grípa Vilhjálm eða ráða liann af dögum að öðrum kosti. Á- rásin var hafin skömmu síðar, og áður en Niðurlendingar höfðu áttað sig til fulls, voru Spánverjar komnir ískyggilega nærri víglín- unni. Með framlögðum spjótum hleyptu þeir beina leið að tjaldi því, sem Vilhjálmur svaf í. En samstundis og hinn ferfætti vörður varð hávaðans var, þaut hann til húsbónda síns og klóraði í hann svo að hann vaknaði og stökk þegar á fætur. Vilhjálmur þekkti of vel til hunda, að hann tæki ekki slíka að- vörun lil greina. Hann snaraðist í fötin, kall- aði á nokkura menn, greip litla vildarvininn sinn vatt sér á hak og hleypti á brott. Þarna munaði mjóu, því að ekki var Vilhjálmur kominn nema um tuttugu liestlengdir frá tjaldinu, þegar Spánverjar réðust á það. En þeir þóttust illa sviknir og bölvuðu hátt og í hljóði þegar þeim varð ljóst, að fuglinn var floginn. En Niðurlöndunum var bjargað i

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.