Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1946, Blaðsíða 14

Dýraverndarinn - 01.02.1946, Blaðsíða 14
8 DÝRAVERNDARINN það sinn .... og það var eingöngu að þakka litlum, mjúkhærðum veiðirakka! Ur Búastríðinu. Mafeking er nafntóguð borg úr Búastríð- inu, því að þar þraukuðu Bretar 270 daga í umsátri Búa. Þar var Baden-Powell höfuðs- maður og þar hóf skátahreyfingin göngu sina. En það var líka völskuhundur af írskum uppruna, sem nefndur var Mafeking. Og fyrsta hernaðarlega þjálfun hans var að veiða rottur í hermannaskálunum í Mafeking. Þó varð hann eitthvað óánægður með það starf þegar frá leið, þvi að einn góðan veður- dag læddist hann að heiman og rölti yfir til Búanna, sem haldið höfðu uppi látlausri skothrið allan daginn. En þá gerðust þau miklu undur, sem munu einsdæmi í hernað- arsögunni: Búarnir hættu að skjóta, svo að kúlur þeirra yrði ekki dýrinu að hana. Þrátt fyrir alla beiskju í garð Búa, gleymdu Bretar þeim aldrei þetta drengskaparbragð. Og hundurinn varð þeim enn kærari en áður eftir þessa frægðarför, sem auðveldlega hefði getað orðið hans síðasta. Þess var skammt að bíða, að Mafeking fengi tækifæri til að sýna þakklæti sitt, jafn- vel þótt á óskiljanlegan hátt væri. Nótt eina rauk hann upp með gjammi og gelti og vakti alla í hermannaskálunum. Þessum látum hélt hann áfram um stund, sentist fram og aftur, svo að hermennirnir gerðust órólegir. Eitt- hvað hlaut að vera á seiði úr því að hundur- inn hagaði sér svona. Hermennirnir fóru þvi á stúfana, þustu út úr skálunum til þess að athuga, hvað um væri að vera. En sá siðasti var varla kominn út, þegar sprengikúla frá Búum jafnaði skálana við jörðu! Var þetta uppbaf að mikilli stórskotahríð. Það gæti verið mjög bollt fyrir alla þá, sem daglega taka sér einræðisvald yfir ferfætl- ingunum, sem þeir umgangast, að minnast þess, að örlög vor eru stundum undir þvi einu komin, hvað handur kann að finna upp á að gera. En hvort það er að þakka hugsun dýrsins eða eðlishvöt skiptir engu í þessu sambandi. DÝRAVERNDARINN kemur að minnsta kosti út átta sinnum á ári, mánuðina: febrúar, marz, apríl, maí, septem- ber, október, nóvember og desember. Ætlunarverk Dýraverndarans er að vinna að uppeldis- og menningarmáli allra þjóða, en það er sú siðbót, sem fram kemur í verndun málleysingja og miskunnsemi við munaðai'- lausa. Dj'raverndarinn vill vinna sér traust og liyllí allra góðra manna, ungra og gamalla. Þeir, sem útvega fimm kaupendur að Dýra- verndaranum, eða fleiri, fá 20% i sölulaun. Dýraverndunarfélag Islands. Til kaupenda Dýraverndarans* Afgreiðslu og innheimtu „Dýraverndarans' annast Hjörtur Hansson, Bankastræti 11 (miS' hæð), pósthólf 566, Reykjavík, og ber að senda honum allar greiðslur blaðsins og tilkynninga*' um nýja kaupendur. — Árgangur „Dýravernd- arans" kostar nú 10 krónur. — Það, sem til er af eldri árgöngum, er selt mjög lágu verði» eða kr. 5,00 árg. Heimilisfang ritstjóra Dýraverndarans er við GrettisgöU' 67, (sími 4887), og sendist þangað hvers kon- ar efni, sem ætlað er til birtingar í blaðinu. Áheit og gjafir. Til „Dýraverndarans" frá G. Þ. kr. 50.00, S.E. kr. 5.00, S. H. (ábeit) kr. 35.00. — Til „Dýraverndunarfélags lslands" frá Þuríði («*" heit) kr. 50.00. -- Mcðtekið mcð þakklæti. Hjörtur Hansson, afgreiðslum. „Dýraverndarans • Ritstjóri: Einar E. Sæmundsen. Ctgefandi: Dýraverndunarfélag Islands. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.