Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1946, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.05.1946, Blaðsíða 10
32 DíRAVERNDARINN Prúð og Frekja á gangnadaginn. in af mæðiveiki þegar þær fæddust, og aí þcim ástæðum voru þær svo vanburða. Signý Benediktsdóttir, Balaskarði. Dýr dúfa. Fyrir skömmu síðan var seld í Bretlandi bréf- dúfa, sem mun vera hin dýrasta í heimi. En bréfdúfur eru látnar þreyta kappflug og veðj- að um flýti þeirra. Var bréfdúfa þessi seld fyrir 3 80 0 krónur. (Vísir). Heimílisfang ritstjóra Dýraverndarans er við Grett- isgötu 07, (sími 4887), og sendist þangað hvers konar cfni, sem œtlað er til birtingar i blaðinu. DYRAVERNDARINN kemur að minnsta kosti út átta sinnum á ári, mán- uðina: febrúar, marz, apríl, maí, september, október, nóvember og desember. Ætlunarverk Dýraverndarans er að vinna að upp- chlis- og menningarmáli allra þjóða, en það er sú siðbót, sem fram keniur í verndun málteysingja og miskunnsemi við munaðarlausa. Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli allra góðra manna, ungra og gamalla. Þeir, sem útvega fimm kaupendur að Dýraverndar- anum, eða fleiri, fá 20% í sölulaun. Afgreiðslu og innheimtu „Dýraverndarans" annast Hjörtur Hansson, Bankastræti 11 (miðhæð), pósthólf 560, Reykjavík, og ber að senda honum allar greiðslur blaðsins og tilkynningar um nýia kaupendur. — Ar- gangur „Dýraverndarans“ kostar nú 10 krónur. — Það, sem til er af eldri árgöngum, er selt mjög lágu verði, eða kr. 5,00 árg. liverjii* voru að verki? í bluðinu „Tíminn“, sem kom út þann 24. mai síðastl., er grein eftir hr. Þorvald Þorbergsson í Reyðarfirði, er heitir „Spilltur aldarandi", og segir höfundur hennar frá gömlum manni, sem varð fyrir barðinu á pörupiltum, er hann starfaði með, og l'engu fleiri að kenna á því sama og hann, því að í greininni er komizt þannig að orði: „Hann (þ. e. gamli maðurinn, sem ritað er um) er dýravinur. Honum leið því illa, þegar hann varð þess var í slát- urhúsinu, að strákar laumuðust til, þeg- ar slátrarann bar frá, og rúm var á bana- borði, að taka kindur og leika sér að því að rota þser, skeikulir og klaul'skir. Sömu piltar tóku hund, fóru með hann lítið eitt afsíðis, settu á hann helgrímu og reyndu að rota hann, en tókst ekki. Vesalings hundurinn hljóðaði átakanleg- ar en orð fá lýst. Loks skutu þeir þetta varnarlausa dýr.“ Hér er um rel'sivert athæfi að ræða og furðu- legt, að eigi skuli liafa verið kært yfir því strax. Þá kemur og í ljós, að ófullnægjandi eftirlit hefir verið i sláturhúsi því, sem um ræðir, að annað eins og ofanritað skuli hafa átt sér stað. Greinarhöf. nefnir ekki hvenær þctta skeði, né hvar á landinu. Að því leyti virðist grein hans dálítið út i bláinn. En hann getur bætt úr því, með því að koina fram lcæru á þessa pilta, a. m. k. fyrir illa meðferð á skepnum. Það gæti orðið þeim og öðrum meiri lærdómur en grein, sem gleymist fljótt. H. H. Minningarspjöld: Hin fögru minningarspjöld Minningarsjóðs Jóns ölafssonar, fyrrmn bankastjóra og Dýraverndunar- félags íslands, fást í skrifstofu Hjartar Iianssonar, Bankastræti 11, — árituð og send ef óskað er. — Simi: 4301. Ritstjóri: Einar E. Síemundsen. Útgefandi: Dýraverndunarfélag íslands, Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.