Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1946, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.09.1946, Blaðsíða 9
✓ DtRAVERNDARlNN 99Sjaldan bíiur iófa núliryi tjrt>ni~\ Tófan hefir jafnan verið talin viturt dýr, — að minnsta kosti slægviturt —. Um það hafa þeir sannfærst, sem lagt hafa stund á refaveiðíir. Eitt af brögðum hennar er, eins og talshátturinn segir, að bíta eða drepa ekki bráðina nálægt heimilinu, greninu. Eru til ýmsar sagnir um það. Frásögn sú, er hér fer á eftir, gerðist fyrir mörgum árum. Iiún er ekki sennileg, en eg ætla þó, að hún sé sönn. Eitt vor bar á dýrbit óvanalega mikið á afrétt þeirri er Hagárdalur heitir, fram frá Litladal í Eyjafirði. Töldu flestir líklegt, að dýr það, sem uslanum olli, væri vestan af öxnadalsafréttum, því að elcki er leið þar löng i millum. Voru ítrekaðar tilraunir gerð- ar um að finna grenið, en báru ekki árangur. Var það eitt sinn, rétt eftir fráfærur, að smalamaður frá Finnastöðum í Grundarplássi var staddur þar á hálsinum fyrir ofan. Sá hann þá grenissmogna tófu koma sunnan fyrir Finnastaðaá, og halda út fjallið fyrir ofan hann. Hann sá líka, að hún bar á bak- inu skrokk af svarthöttóttu lambi, lét hún skrokkinn liggja þvert yfir bakið, en hélt með tönnunum i hausinn. Hún fór hægt og virtist henni þykja byrðin nokkuð mikil. Smalamann l'ýsti að vita nánara um ferðir hennar, og taldi óefað, að nú væri liún á heimleið með feng sinn. Veitti hann henni því eftirför. Tófur sjá ekki vel, en heyrn þeirra og lyktnæmi er viðbrugðið. Þetta vissi smalamaður, og l'ór því mjög varlega. Iiéldu þau nú út fjallið, alla leið út að Glerárdal. Uar staðnæmdist smalamaður, en tófa fór þvert yfir dalinn og út Hlíðarfjallið. Sá hann það síðast til hennar, að hún hvarf inn í fjallshnjúkinn fyrir ofan Lögmannshlíð. Hélt smalamaður svo heimlciðis og sagði frá ferð- Um sínum. Var þegar sendur maður út í Kræklingahlíð að segja þessi tíðindi. Tafar- laust var hafin leit og fannst þarna grenið, lá lambsskrokkurinn hjá því. Upplýstist nú af marki lambsins og af lit þess, að það hafði hún drepið frammi á Hagárdal og borið 39 skrokldnn á bakinu alla þessa löngu leið. Ekki veit eg, hvað leiðin er löng, en liklega er hún ekki innan við 50—60 kílómetra. Afi minn, Ölafur Guðmundsson, var skot- maður góður og lá oft á grenjum á yngri árum sínum. Hann sagði mér, að á einu gren- inu hel'ði rjúpa átt hreiður rétt yfir holunni, og legið þar á eggjum sínum. Dýrin, sem þarna bjuggu, voru hin grimmustu og miklir bítvargar, en við rjúpunni og eggjum hennar hreyfðu þau ekki. Ef til vill hafa þau ætlað að geyma þessa auðunnu bráð börnum sínum, er þau kæmist á legg. ... H. J. (Dagur). Æivt»óju til Asgeirs frá Gottorp, eftir lestur bókar hans „Horfnir góðhestar“: Ásgeir hreinum liugtökum, hlóð upp steina góðhestum, máls i greinum gagnorðum gullið skein í frásögnum. Páll á Hjálmsstöðum. Verndun dýra á dagskrá 8.I.B. Á fulltrúaþingi Sambands íslenzkra barna- kennara (S.I.B.), sem háð var í Reykjavík dagana 21.—26. júnímánaðar í sumar, kom meðal annars dýraverndunarmálið til umræðu. Hafði framsögu í því J ó n Þ. B j ö r n s s o n, skólastjóri á Sauðárkróki, sá liinn sami, er slóð að ályktun Hólafundarins í fyrra, um dýraverndun. Var samþykkt í einu hljóði svo hljóðandi fundarályktun: „Kennaraþingið telur mikilsvert, frá siðferðilegu og uppeldislegu sjónarmiði, að vinna að því að innræta börnum og unglingum samúð með öllu, sem lifir, og að vinna fyrir dýraverndunar- málið, m.a. með því að útbreiða „Dýra- vemdarann". Þess má geta, að S. I. B. er samband allra íslenzkra kennara og er því hér nm fjölmenna stétt að ræða, sem mikils má af vænta.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.