Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1946, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.09.1946, Blaðsíða 10
40 DtRAVERNDARINN Handsamaði féfu i göngum. # ' ... . • - * • . Blaðið Dagur á Alcureyri skýrir svo frá 26. september: Göngur áttu að verða í Svarfaðardal síðast- liðinn mánudag, en var frestað til þriðjudags, vegna illviðra. Snjór var mjög mikill í fjöll- unum og færi erfitt. Það bar til tíðinda á þriðju- daginn, er Hjörtur Eldjárn frá Tjörn gekk fjallið ofan við Sveinsstaði í Skíðadal, að hann sá tófu skammt frá. Sigaði hann þegar bundi sinum á tófuna og sló þá í bardaga þeirra í millum. Hjörtur hraðaði sér þangað, sem við- ureignin stóð, og brátt bafði hann náð tófunni bráðlifandi og ómeiddri i jakka sinn. Bar bann hana síðan lil byggða og hafði til sýnis i rétt- unum, við almennan fögnuð gangnamanna. 4heit og gjafir í Minningarsjóð Jóns Ólafssonar, bankastjóra, frá l./l.—1./9. þ. ár. Frá N.N. fyrir verðlaunaritgerðina „Mein- leg æfikjör kr. 100.00 Áheit: S.Ó., kr. 25.00, —■ N.N., kr. 20.00, — Lóa, kr. 15.00, — G.Þ., kr. 25.00, — Nanna, kr. 10.00, — N.N., kr. 20.00, — M.Þ., kr. 10.00, J.J., kr. 25.00. Gjafir: Dýravinur, kr. 50.00, — Iíisa, kr. 10.00, — Þ.Þ., kr. 20.00, Gamli Skjóni, kr. 20.00, —- Sjómaður, kr. 20.00, — Siggi, kr. 10.00, — Gömul kona, kr. 10.00, — Bíbí, kr. 10.00, —- S.Þ., kr. 10.00, — Sjúklingur, kr. 25.00. — Fjárhæðin alls kr. 435.00. Kærar þakkir, F. h. Dýraverndunarfélags Islands, Ólafur Ólafsson. ]). t. gjaldkeri Til „Dýraverndarans“ áheit frá Oddi Jóns- syni, Gili, Dýrafirði kr. 20.00, lrá K.L.Þ. a- heit kr. 10.00. Til „Dýraverndunarfélags Is- Iands“ áheit frá Ónefndum kr. 55.00, frá Axel Meinholt, kaupm., veðmál kr. 10,00, frá Stefáni Jónssyni, Suðurg. 39 kr. 15.00. Gjöf, (frá ónefndum) til minningar um látinn dýra- vin kr. 300.00. Kœrar j>akk\r, Hjörtur Hansson, afgreiðslum. Dýraverndarans. Verðlaunakeppni. Samkvæmt skipulagsskrá Minningarsjóðs Jóns Ólafssonar bankastjóra verða á þessu ári (1946) veitt tvenn verðlaun úr sjóðnum, að fjárhæð 100 krónur og 60 krón- ur fyrir ritgerðir um dýravernduharmálefni. Þeir, sem keppa vilja um verðlaun þessi, sendi ritstjóra Dýraverndarans ritgerðir sínar fyrir árslok n.k. einkenndar með sérstöku merki, og fylgi nafn höfundar, ásamt einkennismerlci ritgerðarinn- ar, í lokuðu umslagi. Stjórn Dýraverndunarfélags Islands dæmir um ritgerðirnar og ákveður, hverjir bljóta skuli verðlaunin. Ritgerðirnar verða birtar í Dýra- verndaranum. Stjórn Dýraverndunarfélags Islands. ATHYGLI skal vakin á því, að frestur sá til þess að senda ritgerðir til verðlaunakeppninnar, sam- kv. skipulagsskrá Minningarsjóðs Jóns Ólafs- sor.ar, er framlengdur lil ársloka 1946. DÝRAVE kemur að minnsta kosti út átta sinnuin á ári, mán- uðina: febrúar, marz, apríl, maí, september, október, nóvember og desember. Ætlunarverk Dýraverndarans er a'ð vinna að upp- cldis- og menningarmáli allra þjóða, en það er sú siðbót, sem fram keniur í verndun málleysingja og miskunnsemi við munaðarlausa. Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli allra góðra manna, ungra og gamalla. Þeir, sem útvega fimm kaupendur að Dýravcrndar- anum, eða fleiri, fá 20% i sölulaun. Afgreiðslu og innheimtu „Dýravcrndarans“ annast Hjörtur Hanssön, Bankastræti 11 (miðhæð), pósthólf 566, Reykjavík, og ber að senda honum allar greiðshir blaðsins og tilkynningar um nýia kaupendur. — Ar- gangur „Dýraverndarans“. kostar nú 10 lcrónur. •— Það, sem til er af eldri árgöngum, er selt mjög lágu verði, eða kr. 5,00 árg. Ritstjóri: Einar E. Sæmundsen. Útgefandi: Dýraverndunarfélag fslands, Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.