Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1946, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.10.1946, Blaðsíða 9
DYRAVERNDARINN 17 Heimalningurinn Einu sinni sem oí'tar fór eg ríðandi á Nasa lit á flóa til þess að gá að lámbánum. Þar sá eg svolitið lamb, eitl síns liðs, er bar sig voða illa. Það kom jarmandi til mín og tók eg það, setti upp á maklca hestsins og klilr- aði á bak. Síðan reið eg eins hratt og eg þorði heim lil ömmu minnar og færði henni lambið. Hún gaf þvi volga mjólk að drekka, bjó síðan um það í kassa og hafði ullarflóka á botninum. Kassann lét liún undir eldavél- ina og þar sofnaði lambið þegar í hlýjunni og svaf lengi. Þetta var hvítur lirútur. Þegar hann vaknaði bar amma honum volga mjólk í þvottaskál og hresstist hann þá brátt, bæði við hlýjuna og mjólkursopann. Skammt var þess að bíða, að brútsi litli gerðist óþarfur í eldhúsinu, og var þá farið að láta hann vera úti þegar gott var veður. Lá hann þá fyrst fast upp við eldhúsgluggann og krafsaði í rúðuglerið. Hélt hann víst að hann mundi komast í gegnum glerið, en þeg- ar það tókst ekki rölti hann að bæjarhurðinni og krafsaði í hana. Einu sinni, er hann var að fást við hurðina, reis hann upp og beit í snerilinn, en við það hrökk hurðin upp og var honum þá opin leið inn í eldhús. Þetta bragð lék hann í hvert sinn, er hann vildi komast í bæinn. Af því hlaut hann og nafn sitt og var jafnan nefndur Snerill. Snemma bar á því, að hann var hinn mesti skynsemdar hrútur. Hann lá tíðum niður á fjárhúsinu og fylgdist þaðan með gestakomu og l'leira. En þegar gestirnir voru horfnir í bæinn, reis hann á fætur, liélt lieimleiðis og alla leið inn í stofu. Gerði hann sig þá stund- um heimakominn og stökk eitt sinn upp í dívan, komst í blómin hennar ömmu og stýfði ofan af þeim, en þá varð amma verulega reið við hann. Mikið gaman þótti honum að elta kálfana og leika sér við þá. En það varð til þess, að hann fór að reka kýrnar upp fyrir girðingu og kom svo sjálfur heim að því loknu. Seinna tók hann einnig upp á því að sækja þær. Hafði hann þetta svo fyrir sið; að reka kýrnar á morgnanna og sækja þær á kveldin. Beið hann svo á stöðlinum á með- an mjólkað var og fékk þá drjúgan sopa að launum fyrir hjálpina. rita veturinn 1944. En allur meginhluli bók- arinnar er saminn næstu vetur og handritið fullbúið af höf. undir prentun næstliðið vor. Má þetta mikið afrek kallast og sennilcga eins- dæmi um svo háaldraðan mann, sem eigi hafði tamið sér áður neins konar ritstörf. Eigi er ósennilegt, að einhverjum þeim, sem les með athygli hinar mörgu og snjöllu hesta- lýsingar í bókinni, verði á að spyrja: En hvað- an er höf. lcomin sú „meginkyngi og mynda- gnótt“, sem fyllir stíl hans og frásögn alla? Og svarið er að finna á síðustu blaðsíðu bókarinnar. Þar biður höf. „lesendur að taka vægilega á veilum og vanköntum þessarar rit- smíðar“ sinnar, því að hvorki sé hann „mennta- maður né rithöfundur“. Og svo kemur afsök- un hans: „E g h e f i s k r i f a ð þ e s s a r h e s t a- minningar mér ti 1 s kemmt u nar á m í n u g a m 1 a, skagfirzka h e s t a- m a n n a m á 1 i.“*) Og með þessum orðum lýkur bókinni. *) Auðkennt liér.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.