Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1946, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.11.1946, Blaðsíða 9
DYRAVERNDARINN OD sem ógirt er, reka upp frá sjó, þar sem svo hagar til, smala, hjálpa til við rúningu, sund- urdrátt, hýsingn fjár o. s. frv. Það hefir stund- um viljað brenna við um of, að menn sýndu bráðlyndi og óþolinmæði í viðskiptum við féð, hundbeittu það óvægilega, lækju í lagð- inn í stað hornanna við sundurdratt o. s. frv. Þar er þá komið að þvi, sem mörgum verð- ur erfiðast: að stilla skap sitt, þegar óþæg- indi ber að höndum, og hegna kindunum þeg- ar í stað með hnefa eða svipu. Það þarf að sýna sauðfénu lempni, eins og öðrmn dýr- um, veita því eftirtekt og reyna að skilja það. Tökum til dæmis muninn á því, hvort fjár- rétt stendur á bersvæði eða við garð, t. d. túngarð. Þegar réttin stendur á bersvæði og féð kemur að henni, æst og mólt eftir rekst- ur, stundum óvægilegan, er ekkert sem spek- ir það; það leitar aftur út úr hópnum, þá koma eltingar og hundbeiting til sögunnar. Stundum sleppur það alveg, og sagan endur- tekur sig við næsta aðrekstur. Stundum er því þvælt inn eftir langa mæðu, hræddu og upp- gefnu. Komi féð hins vegar að garði, spekist það oftast þegar í stað og raðar sér að garð- inum, berst að réttardyrunum og gengur inn hægt og rólega, meðan smalarnir standa í röð um hópinn og bægja með hægð þeim kind- um, sem vilja hlaupa í burtu. Hvorar þess- ar aðfarir mundu börnum hollara að sjá? Áður hefir verið minnzt á sorgarsögnna um fóðrun Islendinga á sauðfé og verður það ekki endurtekið. Sauðkindin hefir goldið þess, að hún er ekki fulltamin, það er eðli henn- ar að bera sig sjálf eftir björginni og fara sinna eigin ferða. En þar sem mennirnir hafa tamið hana að nokkru ley.ti og vanið hana við að dvelja á vissum sva^ðum, ber þeim auðviíað sjálfsögð skylda til að sjá benni fyr- ir fóðri, sem hún þarfnasl, en gelur ckki afl- að sér sjálf. Sjáll'sagt er að vekja athygli barna á þeim mismun, scm verður að vera á aðbúð dýranna. Kýr þurfa t. d. hlý hús, sauðfé svöl. Sauðí'é þarf miklu mcira frjáls- ræði en naulgripir, til þess að því geti liðið sæmilega o .s. frv. Annars ætti horfellir og hungurdauði að vera úr sögunni mcð vaxandi tækni að afla sér heyja og auknum og bæll- Kýr með kálfinn sinn (tréskurðarinynd). um samgöngum, svo með hverju árinu fjölg- ar þeim býlum á landinu, sem náð geta til kaupstaða að vetrarlagi og aflað sér fóður- bætis, er i harðbakkann slær með heimafeng- ið fóður. Hesturinn hefir verið nefndur „þarfasti þjónninn", og oft hafa laun hans verið léleg, sbr. fyrirlestur sr. Ólafs Ólafssonar: Hvernig cr farið með þarfasta þjóninn? Hann var lýs- ing á ástandinu þá. Nú hefir margt og mik- ið breyzt til batnaðar i þeim efnum. Húðar- jálkar hurfu að mestu eða öllu úr sögunni cí'tir að hrossakjotsneysla varð almenn, því að þá komst sú venja á, að láta hestana „standa", þ.e.a.s nota þá ekki til vinnu síðasta sumar- ið sem þeir lifðu, svo þeir yrðu betri til fra- lags að haustinu, og átti þá margur gamal- klárinn sældardaga, ef tíð var góð. Bifreiðar hafa létt feikna erfiði af hestum á seinni ár- um, þar sem þeim verður við komið. En þótt hrossum sé nú víðast sýnd meiri vægð en áð- ur tiðkaðist um fóðrun, og þótt þau hafi viða losnað við erfiðasta baggaburðinn, er enn mjög áfátt um meðferð þeirra, einkum það að sjá þcim fyrir húsaskjóli. Hús cr á við hálfa gjöi', og auðscð er hve hross þola illa hrakviðri. Það lilýtur að sljóvga tilfinningu barna og unglinga fyrir líðan dýra, að sjá hrossin standa í höm, blaut og hrakin og heyra ckki annað, en öllum þyki það sjálí'- sagður hlutur. Lcngi vcrður hesturinn enn þarí'asli þjónn Islcndinga, og vcrðskuldar því góða mcðferð. Þegar vclar hafa oert erfiði

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.