Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1946, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.11.1946, Blaðsíða 10
56 DÝRAVERNDARINN hans óþarft, yerður alltaf fjöldi manna, scm vill eiga reiðhesta sér til áriægju. Þá verður lízka, að fara vel með hesta sína og sæmd og álitsauki, að láta þá lita vel út. En hin upp- vaxandi kynslóð þarf að vita, að það verður fyrst og fremst að vera vegna skepmnmar sjálfrar, en ekki eigandans, að vel sé að henni húið. Hér hefir enn lítið verið minnzt á vilsmuni dýra og tilfinningalíf. Heyrt hefi ég, að sum- ir notuðu orðtakið „skynlaus skepna" í merk- ingunni skepna, sem ekki skynjar; finnur ekki til, en fátítt mun það vera. Flestir munu nola það i merkingunni: skepna, sem ekki hefir vit, þó að öllum megi vera það ljóst, sem umgangast dýr, hve fjarstætt það er. Fjöl- margar óyggjandi sannar sögur eru til urn vitsmuni dýra og tilfinningasemi, hyggindi, tryggð, langminni og hefnigirni, svo svipar til mannlegs vits og tilfinninga. Hver maður, sem hefir tækifæri til, gelur vakið athygli harna og unglinga á þessu, en annars munu skólar, dýraverndunarfélög, blöð og hækur hafa bezta aðstöðu til þess. Þau hafa ráð á orði en ekki eftirdæmi og mörg tilefni til örvunar hinu góða i börnunum á þessu sviði. Fræðsla i al- mennum orðum með glöggum dæmum úr dag- legu lífi, hvort heldur er lil eflirbreytni eða viðvörunar, verður það bezta, sem skólarnir geta lagt til þessara mála. Rörn, sem hafa vanizt því, að dýrum sé sýnd nærgætni, eru fljót að leggja slíkt i sjóð þekkingar sinnar á þessu sviði, og ef til vill geta orðin vakið einhverja sofandi sál, sem enginn hafði ýtt við áður. Mörgum börnum hefir orðið ógleym- anleg sagan um drenginn, sem sótti vatn í hattgarminum sínum handa uppgefinni sauð- kind, svo eitt dæmi sé nefnt. Ef til vill er þar lika bezta tækifæri til að vekja samúð með þeim dýrum, sem menn hafa engin ráð yfir, villtum dýrum og fugl- um, fiskum, ormum og skordýrum, því að hver lifandi vera hefir einhverja tilfinningu. Löggjöfin á hér að vera sem girðing um reit í ræktun. Hún bannar grófar yfirtroðsl- ur, og styrkir þannig meðvitund þeirra, sem sljóir eru fyrir þessum málum i þvi, hvað rélt er eða rangt. Löggjöfina ber því að styðja í verki með íöghlýðrii, slyrkja og bæla cflir föngum. Börnin eiga lika að viía það, að þcir, scm stjórna málum þjóðarinnar, láta sig mál- cfni dýranna miklu skipta. Þannig gelur hver og einn, hvar sem hann er i sveit settur og iivort sem hann skipar hátt eða lágt sæti í þjóðfélaginu, unnið dýraverndunarmálimv gagn. Þvi fleiri sem leggja hér hönd á plóg- inn, þvi betur vinnst og fljótar, að bæta hugs- Únarhátt uppvaxandi kynslóða. Mætti þá svo fara, að maðurinn „geti drottnað yfir fiskum sjávar, fuglum loflsins og yfir öllum dýrum, sem hrærast á jörðunni", án þess að þurfa að fyrirverða sig fyrir „skapara alls, sem skepna heitir". Minningarspjöld: Hin fögru minningarspjöld Minningarsjóðs Jóns ólafssonar, fyrrum bankastjóra og Dýraverndunar- félags fslands, fást í skrifstofu Hjartar Hanssonar, Bankastræti 11, — árituð og send cf óskað er. — Simi: 4361. DYRAVERNDMINN kemur að minnsta kosti út átta sinnum á ári, mán- uðina: febrúar, marz, apríl, maí, september, október, nóvember og desember. Ætlunarverk Dýraverndarans er a'ð vinna að upp- eldis- og menningarmáli allra þjóða, en það er sú siðbót, sem fram kenmr í verndun málleysingja og miskunnsemi við munaðarlausa. Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli allra góðra manna, ungra og gamalla. Þeir, scm útvega fimm kaupendur að Dýraverndar- anurn, eða fleiri, fá 20% í sölulaun. Afgreiðsln og innheimtu „Dýravcrndarans" annast Iljörtur Ilanssbn, Bankastræli 11 (miðhæð), pósthólf .r)(i(), Reykjayik, og ber að senda honum aliar greiðsliii blaðsins og tilkynningar um nýia kaupendur. — Ar- gangur „Dýraverndarans" kostar nú 10 krónur. — Það, sem til cr af eldri árgöngum, er selt mjög lágu verði, eða kr. 5,00 árg. Heimilisfang ritstjóra Dýraverndarans er við Grett- isgðtu 07, (síini 4887), og sendist þangað hvers konar efni, sem ætlað cr til birtingar í blaðinu. í veikindaforföllum Einars E. Sænmndsen, ritstjóra, hefir Þorsteinn Jóscpsson, hlaðamaður, séð um út- gáfu þessa tölublaðs. Ritstjóri: Einar E. Sæmundsen. Útgefandi: Dýraverndunarfélag fslands, Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.