Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1946, Qupperneq 10

Dýraverndarinn - 01.11.1946, Qupperneq 10
56 DÝRAVERNDARINN lians óþarft, verður alltaf fjöldi nianna, sem vill eiga reiðhesta sér til ánægju. Þá verður lízka, að fara vel nieð liesta sina og sæmd og álitsauki, að láta þá lita vel út. En liin upp- vaxandi kynslóð þarf að vita, að það verður fyrst og fremst að vera vegna skepnunnar sjálfrar, en ekki eigandans, að vel sé að henni búið. Hér hefir enn lítið verið minnzt á vitsmuni dýra og tilfinningalíf. Heyrt hefi ég, að sum- ir notuðu orðtakið „skynlaus skepna“ i merk- ingunni skepna, sem ekki skynjar; finnur ekki til, en fátítl mun það vera. Flestir munu nota það í merkingunni: skei>na, sem ekki hefir vit, þó að öllum megi vera það ljóst, sem umgangast dýr, hve fjarstætt það er. Fjöl- margar óyggjandi sannar sögur eru lil uin vitsmuni dýra og tilfinningasemi, hyggindi, tryggð, langminni og hefnigirni, svo svipar til mannlegs vits og tilfinninga. Hver maður, sem hefir tækifæri til, getur vakið athygli barna og ungliiiga á þessu, en annars munu skólar, dýraverndunarfélög, hlöð og bækur hafa bczla aðstöðu til þess, Þau hafa ráð á orði en elcki eftirdæmi og mörg tilefni til örvunar hinu góða í börnunum á þessu sviði. Fræðsla i al- ménnum orðum með glöggum dæmum úr dag- legu lífi, hvort heldur er til eftirbreytni eða viðvörunar, verður það bezta, sem skólarnir geta lagt til þessara mála. Börn, sem hafa vanizt þvi, að dýrum sé sýnd nærgætni, eru fljót að leggja slíkt í sjóð þekkingar sinnar á þessu sviði, og ef lil vill geta orðin vakið einhverja sofandi sál, sem enginn hafði ýtl við áður. Mörgum börnum hefir orðið ógleym- anleg sagan um drenginn, sem sótti valn í hattgarminum sínum handa uppgefinni sauð- kind, svo eitt dæmi sé nefnt. Ef til vill er þar líka bezta tækifæri til að vekja samúð með þeim dýrum, sem menn hafa engin ráð yfir, villtum dýrum og fugl- um, fiskum, ormum og skordýrum, því að hver lifandi vera hefir einhverja tilfinningu. Löggjöfin á hér að vera sem girðing um reit í ræktun. Hún bannar grófar yfirtroðsl- ur, og styrkir þannig meðvitund þeirra, sem sljóir eru fyrir þessum málum í ])ví, hvað rétt cr eða rangt. Löggjöfina ber ])ví að styðja í verki með löghlýðni, styrkja og bæta eflir föngum. Rörnin eiga líka að vita það, að þeir, sem stjóina málinn þjóðarinnar, láta sig mál- efni dýranna miklu skipta. Þannig gelur hver og einn, hvar sem liann er í sveit settur og Iivort sem hann skipar hátt eða lágt sæti i þjóðfélaginu, unnið dýraverndunarmálinu gagn. Þvi fleiri sem leggja liér liönd á plóg- inn, því betur vinnst og fljótar, að bæta hugs- unarhátt uppvaxandi kynslóða. Mælti ]>á svo fara, að maðurinn „geti drottnað yfir fiskum sjávar, fuglum loftsins og yfir öllum dýrum, sein lirærast á jörðunni“, án þess að þurfa að fyrirvcrða sig fyrir „skapara alls, sem skepna Iieitir". Minningarspjöld: Ilin fögru minningarspjöld Minningarsjóðs Jóns Ólafssonar, fyrrum banlcastjóra og Dýraverndunar- félags íslands, fóst í skrifstofu IÍjartar Hanssonar, Bankastrœti 11, — árituð og send ef óska'ð er. — Sími: 4361. : mlú kemur að minnsta lcosti út átta sinnuin á ári, inán- uðina: febrúar, marz, apríl, maí, september, október, nóvember og desember. Ætlunarverk Dýraverndarans cr að vinna að upp- cldis- og mcnningarmáli allra ]>jóða, en það er sú siðbót, sem fram keniur í verndun málleysingja og miskunnsemi við munaðarlausa. Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli allra góðra manna, ungra og gamalla. Þeir, scm útvega fimm kaupendur að Dýraverndar- anurn, eða fleiri, fá 20% í sölulaun. Afgreiðslu og innlieimtu „Dýraverndarans“ annast Iljörtur Hanssón, Bankastræti 11 (miðliæð), póstliólf 566, Reykjavík, og ber að senda honum allar greiðslur blaðsins og tillcynningar um nýia kaupendur. — Ar- gangur „Dýraverndarans" kostar nú 10 krónur. — Pað, sem til er af eldri árgöngum, er selt mjög lágu verði, eða kr. 5,00 árg. Heimilisfang ritstjóra Dýraverndarans er við Grett- isgötu 67, (simi 4887), og sendist þangað hvers konar efni, sem ætlað er til birtingar í blaðinu. I veikindaforfölhnn Einars E. Sæmundsen, ritstjóra, hefir Þorsteinn Jósepsson, blaðamaður, séð um út- gáfu þessa tölublaðs. Ritstjóri: Einar E. Saamundsen. Útgefandi: Dýraverndunarfélag íslands, Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.