Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1946, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.12.1946, Blaðsíða 9
DYRAVERNDARINN 63 Hvat „¦¦*„* er er ek úti $cl f&é [Eftirfarandi grein birtist i nóvemberhefti bi'maðarblaðsins Freys 1946. Þar sem að i henni er skírskotað alveg sérstaklega til dýraverndunar og Dýraverndunarfélagsins, og þar vakið máls á ómannúðlegri meðferð dýra, þykir Dýravernriaranum skylt að taka liana upp og birta orðrétta.] Leið mín lá um Hvanneyri i sumar. Nokkrir nautgrípir, frá skólabúinu, voru á beit skammt frá veginum. Þótti mér kynlegt að balann vantaði á þá flesta. Ég hafði nýlega lesið smágrein í tímaritinu „IJrval" þar sem sagt var frá kynblöndunar- tilraunum, á tilraunastöð landbúnaðarins i Al- bertafylki í Ameríku, sem reyndi að kynblanda hinn villta visund við ræktað nautgripakyn og tókst það með allgóðum árangri. Kom mér því fyrst í lmg að hér gœfi að líta óþekkt kyn- blöndunarafbrigði, t. d. hreindýra og naul- gripa, er sameinaði að einhverju lcyti ein- kenni beggja tegundanna. Þessi tilgáta reynd- ist þó röng. Málið var miklu einfaldara. Hal- arnir höfðu verið stýfðir af kálfunum. Kvað þetta gert til þess að naulgripirnir óhreinkuðu sig ekki í fjósinu. Ef skólastjórinn telur þessa „nýsköpun" —- halastýfinguna — snjallrœði og búhnykk, sem ætla má að hann geri og raun ber vitni um, þá má furðulegt heita að hann skuli ekki nú þegar hafa hafið „faglegan" áróður til úl- breiðslu þessarar nýungar. Hefði það verið í góðu samræmi við ritgerð hans í búnaðarblað- inu Frey no. 7—8, 1944, þar sem hann fjöl- yrðir mjög um nauðsyn „faglegs" áróðurs til eflingar landbúnaðinum. Ekki vek ég þó máls á þessu hér, til þess að niæla með halaslýfingu eða „faglegum" áróðri ef gömul reynsla bændanna er lítils metin og þeim talið til ámælis, ef þeir líta í bók eða skrifa blaðagrein. Þó væri „kastað tólfum" cí bændur væru hvattir til ómannúðlegrar með- ferðar á skepnum. Eg hygg að bændur verði mér sammála um, að ekki séu nauðsynlegar svo róttækar þrifn- aðaraðgerðir og gripið hefir verið til á Hvann- eyri. Ef kýr eru óhreinar á básunum er ekki nema tvennu til að dreifa: annaðhvort slæm- um útbúnaði í fjósinu eða vanhirðu, nema hvorttveggja sé. Er ótrúlegt, og ekki sæmilegt, ef svo væri ástatt á búnaðarskólunum. Halastýfingin ætti því að vera óþörf. Og hún er meira. Skepnan, sem þannig er útleikin hef- ir verið afskræmd og rænd þvi eina vopni sem liún er útbúin með frá náttúrunnar hendi til þess að verjast flugnavargi, sem viða á landi hér er mjög áleitinn á sumrum. Má geta nærri hvernig halastýfðum kynbótanautgripum myndi liða, sem fluttir kynnu að verða í Þing- vallasveitina eða norður að Mývatni. Og ekki væri hægt að hrósa fegurðinni — „upp á að sjá og eftir að lita". Svo er sagt, að í ýmsum löndum Evrópu hafi hestar af risakynjum verið stertstýfðir um áratugi i því skyni að gera þá útgengi- legri sem markaðsvöru. Átti vöðvafylli aftur- hluta þeirra að vera sem auglýsing. Á síðustu árum hefir þessari aðferð verið andmæll mjög og hópur þeirra fer sívaxandi, cr kveða vilja niður ósóma þennan. 1 Þýzkalandi var taglstýfingin bönnuð með lögum laust fyrir striðið og á Norðurlöndum voru gerðar samþykktir svipaðs efnis. I baráttunni fyrir þvi að fá hnekkt þeirri misþyrming hrossanna, sem stertstýfing er, gengu dýraverndunarfélögin í broddi fylk- ingar. Mig furðar á því að Dýraverndunarfélag Is- lands skuli láta slíka meðferð og halastýfingu óátalda og vona, að það taki í tauma svo rækilcga, að þessi háðung liætti nú þegar, og hiki ekki þótt stærsti búnaðarskóli landsins cigi hér hlut að máli. Sennilega þarf þó ekki að gera ráð fyrir útbreiðslu þessa ómannúð- lcga háttalags, sem minnir óþægilega á gamla stöku, sem ég lærði í æsku og ort var í skopi um vinnumann er Bjarni hét Pétursson, en hann þótti fara illa með skepnur: Vænt er hann Bjarni vinnuhjú, í verkunum nógu slyngur. Halabrýtur hverja kú, úr hestunum augun stingur. Þór Gr. Víkingur.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.