Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1946, Side 10

Dýraverndarinn - 01.12.1946, Side 10
64 DtRAVERNDAHINN DÝRAVERNDARINN keinur a'ð niinnsta kosti út átta sinnum á ári, mán- uðina: febrúar, marz, apríl, maí, september, október, nóvember og desember. Ætlunarverk Dýraverndarans er að vinna að upp- cldis- og menningarmáli allra þjóða, en það er sú siðbót, sem fram kemur i verndun málleysingja og miskunnsemi við munaðarlausa. Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli allra góðra manna, ungra og gamalla. Þeir, sem útvega fimm kaupendur að Dýraverndar- anum, eða fleiri, fá 20% í sölulaun. Afgreiðslu og innheimtu „Dýravcrndarans“ annast Hjörtur Hanssön, Bankastræti 11 (miðhæð), pósthólf f)6(5, Reykjavík, og ber að senda lionum allar greiðsluí' blaðsins og tilkynningar um nýia kaupendur. — Ar- gangur „Dýraverndarans“ kostar nú 10 krónur. — Það, sem til er af eldri árgöngum, er selt mjög lágu verði, eða kr. 5,00 árg. Selur. Maður er nefndur Gísli og var Sigfússon. Hann bjó á Setbergi, Birnufelli og Meðalnesi í Fellum fyrir og eftir síðustu aldramót. Gísli var skytta góð og var því eitt sinn beðinn að skjóta hund þann, er Sclur hét. Hafði rakk- inn unnið sér það til óhelgi að verða kind eða kindum að liana, og því vildi eigandi hans farga honum. En Gísla var einnig kunnugt um, að Selur var á orði hafður fyrir það, að hann gróf á fé i fönn. Þess vegna færðist Gísli und- an þvi að skjóta Sel, en falaði hann til eignar, og vildi þar með gera tilraun um að venja hann af öllum hrottaskap við kindur. Fór svo, að Gisli eignaðist Sel og tókst að venja hann svo vcl, að hann varð góður fjár- hundur. Átti Gísli hann í nærfellt tíu ár; þá náði Selur í eitur, sem varð honum að bana. En Gísla og raunar mörgum fleiri þótti mikið fyrir að missa Sel, bæði af því, að hann var fjárhundur góður sem fyrr segir, og þó frem- ur af því að Selur hafði, eftir að hann komst í eigu Gísla, reynzt mjög öruggur í því að grafa á fé, sem fennt hafði. Aðferð hans var þannig: Gísli gekk með hundinum um fannir þær, sem líkur þóttu til að kindur væri undir. Ef kindur voru lifandi í fönninni fór Selur að grafa mcð miklum áhuga og gleðilátiun beint upp af kindinni. En væri kindin dauð, gróf hann mjög lítið og stundum ekki og var þá aldrei með gleðisvip. Mátti því jafnan ráða af svip Sels og athöfnum, hvort lifandi kind eða dauð var undir fönninni. Margir þeir, sem urðu fyrir því tjóni, að missa fé í fönn og náðu til Gísla, fengu hann til hjálpar mcð hundinn, og á þann hátt varð hann til að draga úr fjárskaða, og hundur- inn til að forða fjölda fjár frá hungurdauða. Fróðlegt hefði nú verið að vita, hve mörgu sauðfé Selur hefir bjargað á þennan hátt. Frá þessu sagði mér Sveinn sonur Gísla. Reykjavík, 12. júlí 1946, Halldór Pálsson, Holtsgötu 23. * * * Dýraverndaranum væri mikil þökk á l'leiri sögum um þessa frábæru vithunda, sem gról'u ó fé í fönn. . . . En hvernig er þvi annars far- ið um slíka hunda . . . heyra þeir eingöngu til löngu liðnum árum? Að minnsta kosti heyrisl þeirra að engu getið nú orðið, og þó fennir árlega fleira og færra fé víðs vegar um land, er liamstola hríðarbyljir skella á öllum að ó- vörum. Gjafir og áheit. Til „Dýraverndarans“: frá Njáli Þórðarsyni, Stapa- dal, ArnarfirSi 5 kr., Krumma (áheit) 20 kr. — Til „Dýraverndunarfélags íslands“: frá Sigríði Ögmunds- dóttur, Sauðárkróki 15 kr„ Jóni Sigmundssyni, Vest- araholti (minning um 13 ára gamlan forustusauð), 30 kr„ — samtals 70 kr. — Kærar þakkir. Hjörtur Hansson, afgreiðslum. Dýraverndarans. Minningarspjöld: Hin fögru minningarspjöld Minningarsjóðs Jóns ólafssonar, fyrrum hankastjóra og Dýraverndunar- félags íslands, fást í skrifstofu Iljartar Ilanssonar, Bankastræti 11, — árituð og send ef óskað er. — Sími: 4361. Heimilisfang ritstjóra Dýraverndarans er við Grett- isgötu 67, (sími 4887), og sendist þangað hvers konar efni, sem ætlað cr til hirtingar í blaðinu. í veikindaforföllum Einars E. Sæmundsen, ritstjóra, hefir Þorsteinn Jósepsson, hlaðamaður, séð um út- gáfu þessa tölublaðs. Ritstjóri: Einar E. Sæmundsen. Útgefandi: Dýraverndunarfélag íslands, Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.