Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1962, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.05.1962, Blaðsíða 4
VERÐLAUNAFRÁSÖGN: Fleygur vinur Eftir Jón N. Jónasson I. Það var að kvöldi dags í byrjun júnímánaðar vorið 1953, að cg gekk til gamans með drengjum mínum inn að Selárósi. Höfðum við með okkur veiðistöng, því að oft gengur silungur þar í ósinn. Einnig hélt ég á riffli með mér, ef ég kynni að komast í færi við veiðibjöllu. Nú voru æðarung- arnir byrjaðir að fara á flot með mæðrum sínum og þá var „veiðsa" ætíð tilbúin ýmist að liremma þessa litlu hnoðra á sjónum og gleypa þá lifandi, eða þá, ef ungarnir voru stálpaðir, að setjast ofan á þá og kæfa þá undir sér og rífa þá síðan í sig dauða eða hálflifandi. Var mér því lítið um „veiðsu“ gefið og vildi gjarnan gjalda henni rauðan belg fyrir gráan. Leið okkar, inn að árósnum, lá eftir fjöru undir björgum, þar sem víða verpir fýll og fleiri fuglar á hillum og í holum í bjarginu. Vornóttin var þá björt, sem um hádag væri. Engan fisk fengum við í ánni, og ekki komst ég í færi við neina veiðibjöllu, þótt ég sæi eina þeirra gleypa þrjá æðarunga hvern eftir annan og hafði hún þar með rænt ungamóðurina aleigu hennar. En færið var of langt, svo að ég vildi ekki skjóta og eiga á hættu að særa eða lama „veiðsu“ án þess að geta kálað henni hreinlega. Við gengum nú heimleiðis eftir fjörunni. Sáum Fyrir nokkrum árum var leitazt fyrir um lijá sýslu- nefndum á Suður- og Suðvesturlandi, hvort þær teldu æskilegt að ílytja lireindýr á afréttarlönd sýslu- búa. Svörin voru öll neikvæð. Að sinni virðist því nauðsyn bera til að miða vöxt lneindýrahjarð- arinnar íslenzku við þann stakk, sem honum er snið- inn af gróðrinum á heiðalöndum á Austur- og Norð- austurlandi, og þeirri skipan verður að koma á fækk- un hreindýranna, sem tryggir, að þau verði þar ekki hungurmorða í stórhópum í liörðum vetrum. við þá hvar æðarkolla lá á eggjum í þurrum þara- bing rétt ofan við ílæðarmálið. Eggin liafa víst verið helunguð, því ekki flaug kollan al þeim, þótt við gengjum rétt hjá henni. Nántum við staðar um stund að horfa á hana. Þá heyrði ég allt í einu einkennilegt hljóð í bjarginu fyrir ofan mig og varð litið þangað upp. Sá ég þá hvar fálki sat á hillu í bjarginu, þar sem hrafninn hafði oft verpt áður, og sat hann á barmi hinnar gömlu hreiðurkörfu krumma. Nú hugsaði ég sem svo: Fálkinn verður líklega ekki lengi að drepa þessa æðarkollu þarna á eggj- unum, þegar við erunt farnir, fyrst hann horfir svo öndóttum augum á hana nú. Líklega væri rétt- ast að verða fyrri til og lctga fálkanum, þessurn grimma vargi, áður en hann drepur kolluna. Fálk- inn var líka í dauðafæri og furðaði mig á hve gæfur hann var, þótt auðsjáanlega væri honum ekki um nærveru okkar gefið. Þó vildi ég hugsa málið, áður en til aðgerða kæmi. Kom mér þá tvennt í hug: Jú. Það leyndi sér ekki að þessi fálki átti hér hreiður og afkvæmi. Þetta var þá ntóðir, sem aðeins lagði sig í lífshættu til að fylgjast með athöfnum okkar — þessara erki- óvina sinna — af því að liún elskaði börnin sín. Hvaða réttlæti var í því að svipta hana lífinu, fyr- ir það að hún elskaði afkvæmi sín, og láta þau svo, saklaus, deyja kvalafullum hungurdauða á eftir? Já. En æðarkollan og börn hennar? hugsaði ég. Nei. Fálki drepur aldrei sér til gamans, eins og hin grimma mannskepna. Fálkinn drepur eingöngu sér til bjargar til að viðhalda lífi sínu. Ef hann ræðst 20 DÝRAVER N DARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.