Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1962, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 01.05.1962, Blaðsíða 11
þaö er að segja a£ hrafninum, að liann réðst á gamla steggjann. Þá var svanurinn ekki lengi að sker- ast í leikinn, kom með nefið gínandi og vængjahnút- urnar reiddar. Varð krummi feginn að íorða sér. Við héldum, að álftin mundi fara, þegar haust- aði. Ónei, hún fór ekki. Og þegar farið var að hýsa gæsirnar, lét hún sér lynda að labba með þeim inn í hús. Og glöð vorum við systkinin, því við vorum mikið búin að tala um það, hvort svanur- inn okkar kynni nú ekki að taka sér hjá okkur vet- ursetu. Ekki bar á öðru en hann þrifist svipað og gæs- irnar. Svo leið að vori, og gæsirnar og svanurinn fóru að vera meira og meira úti. Einu sinni þegar fuglarnir voru niðri á túni, kom yngsti bróðir minn út. Hundarnir lágu á stéttinni, sem liggur fram með húsinu. Litli bróðir leit á þá, og svo sig- aði hann þeim. Þeir spruttu á fætur og hentust nið- ur á tún. Gæsahópurinn tvístraðist í allar áttir, en gamli stegginn var Jrað seinfær, að hundarnir beindu sér að honum, og átti hann í vök að verj- ast. En hann var ekki einn og yfirgefinn. Álftin hafði Jíokað sér undan með hægð, og nú, þegar hún sá gamla steggjann í vanda staddan, kom hún til liðs við hann, lét hundana kenna bæði á nefi sínu og vængjahnútum, svo Jjeir forðuðu sér sem skjótast og ýlfruðu og skræktu aumlega. Einn dag seint í maí sáum við, að svanurinn hóf sig á loft og flaug suður í Tungunes. Þá varð okk- ur hálfilla við, því við héldum, að nú væri hann alfarinn. En svo sáum við nokkra svani fljúga inn dalinn, og ekki höfðum við Iengi horft á þá, Jjegar einn jjeirra tók sig út úr, stefndi til okkar og sett- ist skammt þaðan, sem við vorum. Hann fór þó eftir skamma dvöl, en kom fljótlega aftur. Svona gekk Jjað lengi. Svo var Jjað einn sólfagran sunnudag, að við vor- um að leika okkur úti á túni og sáum svaninn korna fljúgandi. Hann settist rétt hjá okkur, og við heils- uðum honum með fögnuði. Hann vappaði kring- um okktir kvakandi, nam síðan staðar, beygði sig ofurhtið og hóf sig Jjví næst til flugs. Hann hvarf á íallegu, hvítu vængjunum sínum, og við höfum ekki séð hann síðan. Við söknuðum hans, litum oft til lofts og gáðum að Jjví, hvort hvergi sæist svanur stefna heim að Gestsstöðum. Okkur þótti góður vinur horfinn, þeg- ar svanurinn okkar var farinn. Æskan i keimsókn Æskan er komin í heimsókn. Hún liefur tekið sér sæti. Um livað á ég að tala við hana? Mig langar til að ræða mín lijartans mál, verndun dýra og minningar frá minni eigin bernsku. Mér liafa borizt slæmar fréttir um fjötraða fæt- ur svifléttra fugla og miskunnarlausa meðferð á dýrum. Er ekki rétt að æska Islands taki höndum saman gegn slíkum illvirkjum? Ef Jiað er satt, að jieir séu úr hennar eigin hópi, er sagan margfalt sorglegri, Jjví æskan á eftir að ráða ríkjum og lifa langa ævi. Ég læt hugann reika langan veg til baka. Minn- ingarnar eru eins og fljúgandi lauf, sem ég sópa saman með höndunum, svo þyrlast Jiær út um greipar mínar og hverfa i móðu áranna. Svipmynd- ir frá ánægjustundum, er ég átti með dýrunum á leið minni eftir lífsins vegi, ylja mér löngum. Nú vil ég verða aftur barn eina örskotsstund og sjá allt með sömu augum og þá. Gamli bærinn hafði jjykka veggi, sem hlífðu okkur fyrir vetrarkuldunum, en þar var oft dauft og drungalegt í skammdeginu. Oft hafði ég mér það til gamans langa hríðardaga að horfa út um glugg- ann á fuglana, sem hópuðust heim að bænum. Við miðluðum Jjeim grjónum og brauði a£ okkar litla vetrarforða. Þá var ekki gnægð matar og langt í kaupstað að fara. Ég fékk brauðskorpurnar til að gefa músunum, sem komu á kvöldin til að hirða mola af borðum fuglanna, ef eitthvað kynni að leynast eftir. Þær sátu Jjarna og nöguðu og báru í holurnar handa börnunum sínum og til að eiga síðar. Það var mér óblandin ánægja að liorfa á Jjær. Sumum fannst Jjær leiðinlegar, en aðrir sögðu: „O, Jjetta vill li£a.“ Þær vildu Jjað áreiðanlega, en ég held, að Jjað hafi ekki verið neitt sældarlíf hjá Jjeim vesalingun- um. Við gleymdum ekki hröfnunum. Þeir fengu slátrumola út á skaflinn, bak við bæinn. Það var ríkur þáttur í uppeldi okkar barnanna að annast og umgangast dýr. Jafnvel var Jjað eina gleðin stundum. Húsdýrin voru vinir mínir. Litli hvolpurinn, sem kom, Jjegar ég var fimm ára, var DÝ R AV ERNDARINN 27

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.