Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1962, Blaðsíða 2

Dýraverndarinn - 01.11.1962, Blaðsíða 2
Opið bréf frÁ Þorsteini Einnrssifni til ritstjórn 09 nljyingismnnns Herra rilstjóri og alþingismaður, Þórarinn Þór- arinsson, Reykjavík! í dagblaðinu Tíminn fimmtudaginn 4. október s.l. birtið þér ágæta írásögn af ferð yðar í sumar með m/s Goðafossi til Hollands og Þý/.kalands. Grein yðar var prýðileg aflestrar, og hinar skýru ljósmyndir gerðu hana fyllri. En það, sem kemur mér til að skrifa yður þetta opna bréf, er fjórði kafli greinarinnar. Þar sem bréf mitt er opið og lesendur þess hafa ekki allir séð greinina „17 dagar á Goðafossi," leyfi ég mér að taka þennan alhyglisverða kafla hennar upp í bréfið: „Þótt yfirmenn séu góðir og öruggir, nægir það eitt ekki til að tryggja góða skipshöfn. Hlutur und- irmannanna má ekki eftir liggja. Frá dvöl rninni á Goðafossi verður mér ekki sízt minnisstætt, hve há- setarnir sýndu mikla umönnun hestum, sem voru sendir héðan með skipinu til Rotterdam og Ham- borgar. Þeir voru eitthvað 70—80 talsins, allir í þröngum básum á þilfarinu, því að ekki mátti láta þá leggjast. í þessum þröngu básum urðu hestarn- ir, sem fóru til Hamborgar, að standa samfleytt í níu sólarhringa. Á leiðinni var veður fremur óhag- stætt, og gekk iðulega talsverður sjór yfir, þar sem hestarnir stóðu. Skipverjar unnu að því heila nótt að tjalda yfir þá. Óhælt er að segja, að livorki þá né endranær liafi skipverjar sparað tíma og fyr- irhöfn til þess að láta þeim líða sem bezt. Það var ekki þeirra sök, þótt líðan hestanna yrði ekki betri en raun varð á. Ekki virtist taka betra við, þegar hestarnir komu á áfangastað og verið var að koma þeim inn í vagnana, sem fluttu þá burt. Þar gekk á ýmsu, og tók ég sérstaklega eftir einum svipmiklum og gildum fola, sem ekki lét undan fyrr en búið var að binda fyrir augu hans og hann barinn þung- um svipum. Ég hygg, að bændur myndu ekki selja hesta til útflutnings, ef þeir gerðu sér fulla grein fyrir, hve örðugir og ómannúðlegir þessir flutning- ar eru. Og hvi lætur Dýraverndunarfélagið þessa flutninga aískiptalausa?" Þér spyrjið í lok greinarinnar: „Og hví lætur Dýraverndunarfélagið þessa flutninga afskipta- lausa?“ Þessa spyrjið þér, sem hafið verið alþingis- maður í þrjú ár og í fjölda mörg ár ritstjóri blaðs, sem er víðlesið í sveitum landsins og lætur sig miklu skipta mál landbúnaðarins, og á undanförn- um árum hefur verið lagt fram á þingi eitt frurn- varpið af öðru um útflutning hrossa og til breyt- inga á lögum um það efni. Þetta mál hefur verið rætt og afgreitt, án þess að það hafi vakið athygli yðar, herra alþingismaður og ritstjóri, og þess vegna engin von, að þér hafið vitað, að „Dýraverndunar- félagið" hefur ávallt mótmælt frumvörpunum og stjórn þess fengið að mæta á fundi þeirrar þing- nefndar, sem fjallað hefur um þau — og þá sett enn skilmerkilegar fram rök gegn þeirri meðferð, sem dýrin sæta í þessum flutningum — og gegn því, að tíminn, sem þessir flutningar fara fram á, sé rýmk- aður, og þá einnig tíminn, senr ílytja rná hross á þilfari. Þér vitið þá ekki, að mál þelta hefur verið sótt að dæmafáu ofurkappi af Búnaðarþingi, Búnaðar- félagi íslands, hrossaræktarráðunaut og af fyrrver- andi og núverandi landbúnaðarráðherrum, Her- manni Jónassyni og Ingólfi Jónssyni, og svo ýms- um útflytjendum lirossa? Þér vitið án efa ekki, að útflytjendur hrossa hafa snúið sér beint til stjórnar Dýraverndunarsambands íslands, t. d. s.l. vor, með þá beiðni að láta afskipta- lausa hrossaflutninga á þiljum, því ef slíkt loforð fengist frá stjórninni, lægi undanþága landbúnað- arráðuneytisins á lausu. Stjórn Dýraverndunarsambands íslands kærði á s.l. ári hrossaflutninga á þiljum, vegna þess að þeir fóru fram rúmum mánuði fyrr en reglugerð 66 DÝRAVE RN DARIN N

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.