Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1962, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.11.1962, Blaðsíða 3
leyfði. í því máli beitti núverandi landbúnaðar- ráðherra sér af miklu harðfylgi og lét ráðuneytið knýja fram hina ólöglegu ílutninga, þótt yfirdýra- Jæknir benti á, liver lögleysa þarna væri framin og réttur dýranna fyrir borð borinn. Og í sumar var það að þakka afskiptum formanns Dýraverndunar- félags Reykjavíkur, herra Marteins Skaftfells, að ekki var enn verr búið að þeim hrossum, sem flutt voru út á Goðafossi í umræddri ferð, heldur en raun varð á. Nei, herra alþingismaður og ritstjóri, sannar- lega hefur „Dýraverndunarfélagið" ekki látið þessa flutninga afskiptalausa. Hingað til liafa hrossin yíirleitt verið flutt út á farþega-, vöruflutninga- og saltskipum, en dýraverndunarsamtökin hafa reynt að fá lögfesta notkun sérstakra gripaflutningaskipa, eins og þau líðkast í öðrum löndum, og flutninga- llugvéla. í eitt skipti kom hingað velbúið danskt gripaflutningaskip og tók hér hesta, og í annað skipti flutti flugvél íslenzk hross til Ameríku, en sú yfirmenn og hásetar á m/s Lagarjossi, unnið sig ör- rnagna við að vernda hesta, sem út voru fluttir, frá framtakssemi kom ekki af góðu, því nokkru áður höfðu ötulir og framtakssamir dýravinir, sem voru limlestingum og dauða. Skipstjóri breytti jafnvel nm siglingaleið vegna hestanna, en þrátt fyrir alla þessa lofsverðu umhyggju voru hrossin að örmagn- ast, þegar kom á ákvörðunarstað, og sum létu lífið! IJað eru ekki mörg ár, síðan eitt af skipum Eim- skipafélags íslands, sem var með hrossafarm, hreppti óhagstætt veður, svo að hinar þröngu stíur liðuð- ust í sundur og allt fór í kös og naglar og stoðir skaðmeiddu dýrin. Þrátt fyrir þessar staðrevndir tirðu forráðamenn stjórnar Dýraverndunarsam- bands íslands fyrir aðkasti af hendi Óttars Möllers ltleðslustjóra hjá Eimskipafélaginu vorið 1961 fyr- tr afskiptasemi sína af útflutningi hrossa. Frásögn yðar, lierra alþingismaður og ritstjóri, af viðleitni sjómannanna til að láta dýrunum líða vel er ekki ýkt. Stjórn D.í. hefur um störf þeirra mörg tlæmi, og fengju þeir að ráða, væru hestar aldrei fluttir með skipurn Eimskipafélags íslands, hvorki a þiljum né í lestum. Þar um ráða aðrir. Það bætir lítt þetta ófremdarástand eða tryggir öruggan flutning og góða líðan dýranna, þó að ég veyni að bæta málstað dýraverndarsamtakanna með þessu skrifi. En þetta er rifjað upp við yður til þess að sýna einu sinni enn, hve augu, eyru og dýraverndarinn skilningur allt of rnargra ráðamanna hafa verið lokuð. Nú hefur einn ágætur alþingismaður og ritstjóri séð með eigin augum, hve ástandið er bág- borið með tilliti til flutnings hrossa milli landa — og það um hdsumar! Þér hafið verið sjónarvottur, — og reynist áreiðanlega dýrmætur sjónarvottur að framferði, sem ritstjóri Dýraverndarans hefur lýst í mörgurn snjöllum greinum. Hyggjum nú nánar að atriðum í frásögn yðar af Goðafoss-ferðinni. Hneppa verður hrossin í bása, svo að þau ekki leggist. Standa verða þau í níu sólarhringa. Veður var svo óhagstætt, að ágjöf lenti á hrossunum — og þetta var ferð urn liæsta sumartímann. Skipsmenn unnu að því að tjalda yfir hrossin og spöruðu til þess hvorki tíma né fyrirhöfn, að dýrunum mætti líða vel. Þeirra var ekki sökin, þótt líðan hestanna yrði ekki betri en raun bar vitni. Svo tók löndun við í erlendum höfnurn og flutningur. Barin þungum svipum voru dýrin hrakin áfram upp í flutninga- tækin — sunr dýrin með bindi fyrir augum. „Bænd- ur myndu ekki selja hesta til útflutnings, ef þeir gerðu sér fulla grein fyrir, hve örðugir og ómann- úðlegir Jressir flutningar eru,“ segið Jrér. Ég Jrakka kærlega bersögli yðar. Það er einmitt Jretta: að flutn- ingarnir séu örðugir og ómannúðlegir, sem allt of margir gera sér enga skynsamlega hugmynd um. Það skilja fyrst og fremst sjómennirnir, sem Jrekkja sjó- ferðir um úthöfin. Það er ekki nema eðlilegt, að bændur leitist við að koma hrossaeign sinni í verð, en Jreir verða að gerast liðsmenn þeirra manna, sem berjast fyrir því að gera flutning hrossa mannúðlegri og hrossunum léttbærari. Samtök bændanna, Búnaðarfélag íslands, verður að leggjast á sveif með okkur dýraverndunar- mönnum, sem höfum bent á Jrað hvað eftir annað, að auðvelt sé að afla gripaflutningaskipa til hrossa- flutninganna, skipa, sem dýrin geta gengið um borð í niður á 1., 2. og 3. þilfar á góða bása, Jrar sem er fóðurgangur og brynningartæki — og síðast en ekki sízt: loftblástur um allar vistarverur dýranna, — skipa, sem eru ekki bundin við nauma áætlun og geta þess vegna dregið úr liraða í vondu sjólagi, já, ekki aðeins geta það, heldur eiga að gera Jrað og gera Jrað.. . Notkun flugvéla kemur einnig til greina. Þessi flutningatæki, sérstök, Jrar til innréttuð gripaflutningaskip og flugvélar, sem eru einnig innréttaðar samkvæmt því, sem bezt hentar, þarf að 67

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.