Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1962, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.11.1962, Blaðsíða 7
hrúta. Þótti honum með ólíkindum, að bíturinn skyldi leggjast á slíkar skejmur og vinna bug á þeim. En svo var það dag einn, að hann kom út í lrag- ann og sá sýn, sem skýrði sigra refsins. Bóndi var staddur í kjarri öðrum megin við lítið stöðuvatn. Sá hann þá, að stór refur læddist að hrút einum miklum, sem var á beit á hinum bakka vatnsins. Hrúlurinn hafði rófu, sem náði niður undir kon- ungsnef, og allt í einu sjDratt bíturinn upp og beit í rófuna á hrútnum. Hrúturinn þreif sprettinn og hljóp allt hvað af tók með refinn í eftirdragi. Þeg- ar hann var kominn að hólbarði einu, vatt hann sér við og hugðist ráðast á refinn, en þess var enginn kostur. Bíturinn hékk sem fastast í rófunni á hrútsa, og hljójD svo hrúturinn til baka á harða spretti eftir vatnsbakkanum. Nú þótti bónda nóg komið. Hann þreif byssu sína og skaut. Bóndi hitti ekki, því bæði var það, að færið var langt og bóndi hálfsmeykur við að hæfa hrútinn, þar eð vopnið var haglabyssa, en rebbi varð hræddur og fhiði eins og fætur toguðu. Hrúturinn stóð þá grafkyrr og gekk ujdjd og niður af mæði. Hafði bíturinn verið langt kominn að ná því takmarki sínu að sprengja þessa stóru skepnu af mæði. Öll þekkið þið köttinn, sem læðist að litlu fugl- unum og leikur sér að músum, og þá hafið þið líka öll heyrt talað um grimmd lirafnsins og veiðibjöll- unnar, sem líka er kölluð svartbakur. Hrafninn kropjDar augun úr vanmátta lömbum og veikum kindum, líka úr hrossi, sem liggur ósjálfbjarga, og svartbakurinn gleypir æðarunga fyrir augunum á móðurinni. Öll þessi dýr þjóna í blindri livöt mat- arþörf sinni, — jafnvel kötturinn, sem leikur sér að músinni, er af blindri hvöt að æfa hæfileika sína — íþrótt sína — til að afla sér og sínum fæðu. En jafnvel köttinn má venja. Þegar við hjónin bjuggum í Lindarbrekku í Fossvogi léku sér hálf- stáljoaðir kettlingar innan um hóp af ósköp litlum hænuungum, og stóra kisa sló lojDjDunni á hausinn á frekustu hænunni okkar, maddömu Zebúlon, þeg- ar hún æddi inn og fór í mjólkurdiskinn kisunnar. Hundurinn vakti enga skelfingu í hænsnaliúsinu, °g stundum labbaði ég fram og aftur um blettinn kringum húsið með hund, þrjá ketti og liundrað og fimmtíu liænsni á eftir mér, og allt lifði þetta saman í bróðerni. Og veiku hænungarnir, sem kon- an mín hressti við, og kettlingarnir — átu af sama diski — og kisa-mamma sat hjá og horfði á. 2. En hvernig er það svo nteð mennina, sem eiga að kunna skil góðs og ills? Sumir þeirra ala svo illa kindur sínar, að þær eru magrar og máttlitlar, þeg- ar vorar, já, geta ekki gefið lömbum sínum nægi- lega mjólk — sumar verða jafnvel svo horaðar, að J^ær veslast upja. Þá eru líka Jseir, sem eiga stóra hójDa af hrossum, en hafa ekki ætlað Jjeim neitt fóður, og hugsum okkur svo, að það kæmi vetur eins og oft komti hér áður, hríðarbylur dag eftir dag, ófært á öllum farartækjum — jafnvel eftir beztu vegum — og 20—30 stiga frost, svona tíðarfar viku eftir viku, mánuð eftir mánuð. Og hugsið Júð til jDeirra, sem lieimta kindurnar sínar af fjalli og íleygja þeim eins og blautum jjokum sitt á hvað, Jægar Jjeir Jmrfa að flytja Jjær til úr Jjessum stað í hinn, ujdjd í farartæki, af farartæki. Eða selja hest- ana sína til manna, sem flytja þá út á þilfari skipa í jDröngum stíum, Jjar sem Jíeir geta ekki lagzt nið- ur á aðra viku, þar sem sjór skolar yfir Jjá, þar sem Jíeir eiga í stríði við óttann hverja stund — og svo bíður Jjeirra í erlendri höfn barsmíð af þung- um svijDum. Hugsið ykkur, að jafnvel Búnaðarfé- lag íslands, landbúnaðarráðherra og hrossaræktar- ráðunautar þjóðarinnar mæla með slíkri meðferð á hestum. Þá er að minnast á kettina. Barn vill fá að eign- ast kettling, og fær hann. Þegar hann fer að óþrífa, setja klær í húsgögn og verða að ýmsu leyti til óþurftar, þá er honum fleygt út á götuna, er lokað- ur úti. Þarna stendur hann mjálmandi, Jiangað til einhver, sem um gengur, sparkar í hann, og svo fer hann á flæking, — Jiað er kastað í hann grjóti, og hann á að stríða við sult. Ef hann er verulega harð- fengur, lifir liann eymdarlífi sem villiköttur, fæðir DÝRAVERNDARINN 71

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.