Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1962, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.11.1962, Blaðsíða 8
kettlinga, sem sumir tieyja úr hungri — aðrir kom- ast upp og eiga sitt flækings- og eymdarlíf við að stríða. Þá er og títt, að fólk, sem fer í sumar- bústað, fær sér kettling handa börnunum. En svo er kettlingurinn látinn verða að villiketti, þegar fjölskyldan flytur í íbúð sína í borginni! Tökum svo dæmi af veiðimönnunum. Sumir þeirra fara af stað með haglabyssu. Þeir sjá stóran rjúpnahóp og skjóta í hópinn. Þeir dauðskjóta tvær rjúpur, vængbrjóta aðrar tvær, elta þær uppi og snúa þær úr hálsliðnum. En fjórar fljúga með högl í liálsi eða búk, og þeirra bíður kvalafullur dauði. Erlendis er víða bannað að skjóta fugla með haglabyssu, og það liggja háar sektir við, ef veiði- menn nota önnur skotvopn til fuglaveiða en riffil. 3. Þið btirn og unglingar, sem lesið þessa grein, lát- ið ekki tómlæti og hugsunarleysi hinna fullorðnu hafa áhrif á ykkur. Hvetjið heldur J>á eldri til að fara vel með skepnurnar, hvort sem J>ær eru tanul- ar eða villtar. Hugsið út í, hve yndislegt er að kynnast þeim og hve vel j>ær launa með tryggð og vinfesti allt, sem Jteim er gott gert — líka, hve J>ær sýna miklu meira gagn, ef vel er með J>ær farið. Nú gengur velur í garð. Það harðnar í ári fyrir fuglunum. Börn og unglingar í sveitinni eiga að biðja feður sína að strá moðinu úr jötum skepn- anna, sem eru aldar inni, út á fönnina og klakann. í J>ví er gnægð matar handa fjölda fugla. Þeir eru neyzlugrannir, Jturfa alls ekki mikið, hver einn. Og börn og unglingar í bæjum og J)orpum: Stráið korni fyrir snjótittlingana, kjöt- og fiskúrgangi fyr- J)restina, — Jæim J)ykir J)að ágæt fæða, ef hún er svo smágerr að Jseir geti á henni unnið. Það göfgar J)jóðina að sinna dýrunum sem mest, hirða húsdýrin vel og forðast að sýna nokkurri skepnu tómlæti. Ef J)ið temjið ykkur þetta, munuð J)ið verða betri og göfugri og sælli menn, hugsun- arsamari um allt, sem ykkur ber um að hugsa, skiln ingsríkari gagnvart ykkar nánustu og gagnvart öll- um, sem J)ið eigið samskipti við. * Dýralífið á Refaeyju Komið er út síðara bindið af ævisögu Kristínar Helga- dóttur Kristjánsson frá Skarðshömrum í Norðurárdal. Það heitir Margt býr i þokutini. í fyrra birti Dýravernd- arinn kafla úr fyrra bindinu, Það er engin þörj að kvarta. Nú hefur ritstjóri Dýraverndarans fengið leyfi útgefanda til að birta kafla úr því síðara, J)ar sem Kristin segir frá dýralífinu á Refaeyju í Winnipegvatni, en J)ar var hún ráðskona — eða fanggæzla — eins og Vestfirðingar segja — hjá mönnum, sem voru J)ar í veri, veiddu fisk í vatninu. Gullna engið var skip, sem fór um vatnið, flutti fólk og vörur, meðal annars fiskinn frá veiðimönnunum. Ein- mitt margir íslendingar, sem hafa flutt til Ameríku, og menn af íslenzku foreldri, fæddir vestra, hafa stundað veiði í hinum mörgu og stóru vötnum. — Ritstj. FUGLAR, REFIR OG ÍKORNAR. Morguninn eftir var lagt a£ stað á Gullna eng- inu, og nú var ferðin ekki lengri en svo, að áður en kvöld var komið, höfðu þau sjö, sem hafa skyldu bækistöð á Refaeyju, hreiðrað J)ar um sig. Það var eins og Lárus liafði sagt: Kristínu var hægðarleikur að leysa af hendi J)au störf, sem á henni hvíldu Jtarna í verinu, — dvölin J>ar var henni beinlínis hvíld. Þarna ríkti lengstum friður og ró, og Kristín undi sér með afbrigðum vel. Eyjan er á að gizka tveir kílómetrar á lengd og breiddin hálfu minni. Hún er öldótt og vaxin fallegum og J)roska- legum skógi. Húsin standa í rjóðri við litla vík, en utan við hið tiltölulega þriinga athafnasvæði fiski- mannanna er náttúran ósnortin, og eigendur stöðvarinnar leyfa J>ar hvorki dráp fugla né fer- íætlinga. Fuglalíf var fjölskrúðugt, og fuglarnir voru mjög spakir. Sumir komu jafnvel heim á pall- inn, sem var utan við eldhúsdyrnar, og tíndu þar mola, sem Kristín ætlaði J)eim. Á hverjum rnorgni vaknaði hún við fuglasöng, og J)egar hún kom út, sá hún, að J)að var krökkt af fuglum í limi trjánna í skógarjaðrinum. Af ferfætlingum voru þarna rauðir relir, íkornar, hagamýs og bjórar. Refurinn rauði er kunnur að J)ví, hve var hann er um sig, slægur og brellinn, en þarna var hann furðii spak- ur, lá við, að hann mætti heita mannelskur, J)ví J)ótt hann hyrfi skyndilega í runna eða holu, J)egar hann hafði orðið var við Kristínu, leið ekki á löngu, DÝRAVERNI) ARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.