Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1962, Blaðsíða 14

Dýraverndarinn - 01.11.1962, Blaðsíða 14
Alvarleá vöniim Hin ágæta grein frú Auðbjargar Albertsdóttur í síðasta tölublaði Dýraverndarans hefur vakið mikla athygli, og menn sp.yrja: „Er þetta yfirleitt svona, að girðingar, sem ekki eru lengur til neinna nota, séu látnar standa vanhirtar árum saman?“ Og ritstjóri Dýraverndarans hefur frétt, að víða sé pottur brotinn í þessu efni. Fyrir nokkrum árum var grein í Dýraverndaranum um þörf þess, að Girðingalögin frá 1. febrúar 1952 verði endurskoð- uð, og nú hefur ritstjóranum verið tjáð, að slík endurskoðun sé á döfinni. En starf þeirra, sem hafa hana með höndum, mun ganga seigt og fast. í þessum lögum er þetta látið nægja um skyldur til viðhalds á girðingum og viðurlög við vanræksl- um: „Skylt er að halda öllum girðingum svo vel við, að búfé stafi ekki hætta af þeim.“ (11. gr., 1. máls- gr.). „Valdi vanræksla í þessu efni skaða á búfé, varðar það sektum og skaðabótum til fénaðareig- enda.“ (Sama gr., 3. málsgr.) „Brot gegn lögum þessum og samþykktum, sem gerðar kunna að verða samkvæmt þeim, varða sektum frá 200—2000 krón- 78 um.“ (22. gr.) ... Auk þess má vera, að brotin þættu þess eðlis, að þau vörðuðu sektum samkvæmt hin- um almennu ákvæðum laga um dýravernd. Hér þarf að kveða fastar að orði og sérstaklega tekið fram um skyldu hreppstjóra til eftirlits með því, að lögunum sé framfylgt. Þarf sú skylda að vera svo rík, til dæmis með tilliti til girðinga á jörð- um, sem menn flytja af, að þar sé hreppstjóra lagt á herðar að hafa á kostnað eiganda jarðarinnar árlegt eftirlit með því, að girðingarnar verði ekki hættulegar fénaði, enda hafi jarðareigandi ekki eft- irlit með jrví sjálfur, svo að einhlítt þyki. Þá þarf og að vera ákvæði um það í lögunum, að hrepp- stjóri sé skyldur til að láta fara fram umbætur á girðingum á kostnað jarðareiganda. Það er með öllu ótækt, að það ástand haldizt, sem nú er orðið furðu almennt í þessum efnum, að menn þjóti burt af jörðum sínum og láti allar girðingar standa, án þess að þeir síðan sinni þeim liið minnsta, og sama gildi um jarðir, sem hafa verið í leiguábúð, en leigj- andi flytur af, án þess að nýr ábúandi komi í hans stað. Loks er sjálfsagt að skylda eiganda jarða, sem af er flutt og ekki teljast ábúðarhæfar (sbr. 4. gr. girðingarlaga og 4. kafla jarðræktarlaga) til að taka upp girðingar á jörðum sínum, þá er jarðirnar fara í eyði.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.