Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1965, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.05.1965, Blaðsíða 3
t fyrrverandi kaupmaður og skrifstofustjóri Eins og getið var í síðasta blaði lézt hér í Reykja- vík 26. marz s.l. Ólafur Ólafsson, sem lengst allra var gjaldkeri Dýraverndunarfélags íslands og tók við því starfi, þegar fjárhagur félagsins mun hafa verið einna örðugastur, pótt sjaldan liafi hann raunar staðið með blóma. Ólafur fæddist í Hafnarfirði 2. febrúar 1883, og var því 82 ára, þegar hann lézt. Hann fluttist á unga aldri til Reykjavíkur og dvaldi hér síðan til æviloka. Honum varð ungum vel til um vinnu, því að liann var mjög reglusamur og húsbóndahollur. Hann tók snemma að stunda verzlunarstörf og var mörg ár í þjónustu Sturlubræðra og síðan ráðsmaður Franska spítalans, en kom sér svo upp kolaverzlun, sem hann rak í tvo áratugi. Seinustu starfsár sín var hann skrifstofustjóri Sjálfstæðisflokksins við mikinn og góðan orðstír. Ólafur liafði snemma áhuga á almennum málum, var í Sjálfstæðisflokknum gamla og var liarður bar áttumaður hans í kosningum. Hann var og trúmaður og víðsýnn í þeim efnum, hafði yndi af söng og hljómlist og starfaði í Lúðrasveit Reykjavíkur. Og loks: Hann varð mjög snemma virkur felagi í Dýra- verndunarfélagi íslands og var einlægur vinur dýr- anna, enda ekki hálfur í neinu. Fuglalífið á Reykja- víkurtjörn var honum sannur unaður, og aldrei þreyttist hann á að ámálga það, að sem bezt yrði að því að hlúa og gera það sem fjölbreyttast og ánægju- legast bæjarbúum — og þá einkum börnum og ung- lingum. Eins og áður getur, var hann í rúm 20 ár gjaldkeri Dýraverndunarfélags íslands, og var liann með afbrigðum samvizkusamur og áhugasamur um fjárreiður þess og framtíð. Ólafur var kvæntur Súsönnu Hansen. Þau áttu ekki því láni að fagna að eignast barn, en þeir, sem þekktu til á lieimili þeirra, segja, að þau hafi verið ntjög nánir félagar og hjc'maband þeirra ávallt svo sem bezt getur orðið. Seinustu árin var Ólafur ekkju- maður og heilsan þrotin, en bjartar minningar og heit og einlæg guðstrú voru honum óþrotlegur styrk- ur — rneðan liann til sín vissi. Það er gott að fara af þessum heimi með það eítir- mæli, að hafa ungur bundið trúnað við margt það bezta hjá samtíð sinni og hafa því alclrei brugðizt allt til banastundar í hárri elli. Guðm. Gíslason Hagalín. fyrir stjórn B. í., og á fundi 23. nóv. s. I. féllst hún á þær og íól Pétri Ottesen, fyrrverandi alþingis- mnani, að athuga, ásamt veiðistjóra, nokkur fram- kvæmdaatriði. Að þeirri athugun lokinni, sendi stjórn B.í.til- lögur veiðistjóra í frumvarpsformi til Landbúnaðar- ráðuneytisins, ásamt greinargerð, sent veiðistjóri hafði samið. Ráðuneytið sendi þessi plögg til Fugla- friðunarnefndar og óskaði umsagnar hennar. Hún svaraði með rækilegri álitsgerð Agnars Ingólfssonar náttúrufræðings um málið í heild, en Agnar helur undanfarið unnið að rannsókn á íslenzkum mávum og hefur aflað sér mjög mikillar þekkingar á öllum lifnaðarháttum þeirra, og vísaði nefndin ennfremur til tillögu sinnar um breytingu á 22. grein gildandi laga um fuglaveiðar og fuglafriðun, en sú breyting er þannig orðuð: „Ekki má nota eitur til að tortíma fuglum, og sömuleiðis skal óheimilt að greiða verðlaun fyrir eyðingu þeirra. Að fengnum tillögum Fuglafriðunar- nefndar getur ráðherra með reglugerð veitt undan- þágu frá ákvæðum þessarar greinar, að því er varð- ar notkun eiturs eða svæfandi lyfja í sambandi við eyðingu tiltekinna tegunda, svo sem svartbaks, hrafns og kjóa.“ Tillagan er studd þeim rökum, sent fram koma DÝRAVERNDARINN 35

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.