Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1965, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.05.1965, Blaðsíða 4
V eiðimálastjóri: Frumvarp til la^a um eyðin^u svax’tbaks 1. gr. Veiðistjóri hefur, undir yfirstjórn Búnaðar- félags Islands, stjórn allra aðgerða við eyðingu svart- baks. 2. gr. Veiðistjóri skal, svo sem kostur er, afla upp- lýsinga um svartbaksstofninn, leiðbeina mönnum við eyðingu hans, skipuleggja eyðingaraðgerðir, gera til- raunir með nýjar vinnsluaðferðir og vernda æðar- vörp gegn ágengni svartbaks. 3. gr. Ráða skal sérstaka menn til eyðingar svart- baks, til lengri eða skemmri tírna eftir ástæðum. Skulu menn þessir starfa undir stjórn veiðistjóra og sér hann um ráðningu þeirra. 4. gr. Hinir ráðnu veiðimenn skulu vera vel út- búnir að (illum tækjum og lyfjum, sem bezt henta við eyðingu svartbaks. Eru hinum ráðnu mönnum leylilegar eyðingaraðgerðir, hvar sem er, svo sem í varpstöðvum svartbaksins og annarra fugla, við ár- ósa, fiskvinnsluhús, sláturhús eða á öðrum stöðum, þar sem svartbakur heldur sig mikið. 5. gr. Heimilt er veiðistjóra að fela áðurnefndum ráðnum mönnum eyðingu minka, refa og hvers konar vargíugla, sem herja á æðarvörp, ef nauð- syn jjykir. 6. gr. Hinir ráðnu veiðimenn skulu fara eftir Jieim fyrirmælum, sem sett hafa verið. Skal veiði- stjóri fylgjast með, að þau séu haldin. í „Hugleiðingum“ Agnars Ingólfssonar um eyðingu svartbaks. Þar eð Jætta er mál, sem mikið hefur verið rætt og miklu varðar bæði varpeigendur, eigendur í'iski- vatna, íslenzka skattgreiðendur og síðast en ekki sízt alla Jjá menn, sem láta sig varða luglalíf landsins — jafnt til verndunar sem eyðingar, Jiykir mér rétt að birta hvort tveggja, hugleiðingar hins fróða og at- hugula fuglafræðings — og frumvarpið um eyðingu svartbaks og greinargerð veiðistjóra. Giiðm. Gislason Hagalin. Veiðimönnum er skylt að halda skýrslur um störf sín og séu Jjær látnar fylgja reikningum. 7. gr. Laun, bílakostnaður, svo og nauðsynlegur áhaldakostnaður manna, sem ráðnir eru við svart- bakseyðingu, skulu greidd úr ríkissjóði, sem ver til eins árs í senn vissri upphæð til eyðingar svartbaks. Fjárupphæð Jjessi greiðist til Búnaðarfélags íslands, er sér um greiðslu til veiðimanns samkvæmt reikn- ingum staðfestum af veiðistjóra. 8. gr. Hvarvetna skal svartbakur (veiðibjalla) rétt- dræpur. 9. gr. Jarðarábúendum og öðrum er óheimilt að varna J>ví, að svartbaksveiðar fari fram, eða hindra starfsemi við eyðingu hans á nokkurn hátt nema á vissum árstíma í námunda við æðarvörp, selalagnir eða á öðrum friðlýstum svæðum. 10. gr. Óheimilar eru mönnum svartbaksveiðar án vitundar viðkomandi landeigenda eða umráða- manns. Skulu veiðimenn ávallt gera viðkomandi landeigendum aðvart um ferðir sínar, ef Jiess er nokkur kostur, og gæta fyllstu varúðar við veið- arnar. Þeim er stranglega bannað að skjóta aðrar fuglategundir á friðlýstum tíma. Einnig er svart- baksskyttum bannað að skjóta aðrar fuglategundir án leyfis Iandeigenda eða umráðamanns. Skylt er veiðimönnum að fjarlægja eða grala niður öll hræ af Jjeirn fuglum, sem Jæir vinna og ná til. 11. gr. Skylt er eigendum og forstöðumönnum frystihúsa eða annarra fiskvinnslustöðva að eyða, grala niður eða fjarlægja hvers konar fiskúrgang. Sama skylda hvílir á eigendum og forstöðumönnum sláturhúsa um kjiitúrgang. 12. gr. Fyrir hvern unnin svartbak, ungan (grá- máv) og fullorðinn fugl, á veiðimaður 20 krónur í verðlaun. Engin verðlaun skal greiða fyrir ófleyga svartbaksunga. Oddviti (bæjarstjóri) greiðir verð- laun þessi. Veiðimenn skulu leggja fram hægri væng íuglsins til sönnunar Jjví að liafa unnið hann. Skal sá, er gjald Jjetta greiðir, brenna vængina strax og greiðsla hefur larið fram. 13. gr. Veiðimenn skulu gela eiginhandarkvittun fyrir greidd verðlaun. Skulu kvittanir þessar stað- festar með undirskrift Jiess, er verðlaunin greiðir, og fylgja árlegu reikningsyfirliti. 14. gr. Unt hver áramót skulu oddvitar (bæjar- stjórar) senda veiðistjóra skýrslu yfir tölu lugla, sem Jteir hafa greitt verðlaun lyrir á árinu. 36 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.