Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1965, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.05.1965, Blaðsíða 6
Menn þessir þurfa að vera vel útbúnir öllum tækj- urn og kunna að notfæra sér þau meðul, sem til greina kæmu við eyðingu hans og annarra varga. Það gelur t. d. auga leið, að menn, sem fara um æðarvörp, jafnt á landi sem í eyjum, í því skyni að eyða svartbak, ættu einnig að eyða minkum, sem þar kunna að leynast. Hrafnar eru líka rnjög illa séðir í varplöndum. Hér verður ekki farið út í að lýsa hverri eyðing- araðferð í einstökum atriðum, það yrði ot langt mál. Skotverðlaun fyrir unna svartbaka geta orðið til mikils gagns við eyðingu hans, en því aðeins, að Jrau séu Jtað há, að eitthvað meira sé greitt en Jjað, sem rétt nægir fyrir skotunum, Jregar vel gengur. Verður Jrví ekki séð, að verðlaunin á hvern fugl megi vera undir 20—25 krónum. Víst er, að með J)etta háum verðlaunum verða margar skyttur til að leggja Jressum málum lið og flýta með Jrví móti fyrir eyðingu fuglanna. Kostnaður. Varðandi kostnað, sem af eyðingu svartbaks Iilyt- ist, verður vanclfundin önnur leið en sú, að ríkis- sjóður greiði hann að mestu. Það er með öllu óhugsandi að ætla fámennum hreppsfélögum að bera mikinn kostnað í Jíessu skyni, enda kæmi hann oft mjög ójafnt niður á þau, Jrar sem eyðing svartbaks gæti verið á mjög tak- mörkuðu svæði, þannig að fá hreppsfélög bæru mestan kostnaðinn. Tillaga mín í sambandi við kostnaðarhlið Jressa máls verður Jrví á J)á leið, að ríkissjóður verji 14 milljón króna til eyðingar svartbaks og miðist það framlag við eitt ár í senn. Fjárupphæð Jressari yrði varið til að bera kostnað í sambandi við fastráðna menn og einnig til að greiða hluta ríkissjóðs í verð- launum fyrir unna svartbaka. Máli þessu til frekari skýringar læt ég hér með fylgja tillögur að lögum um eyðingu svartbaks. Reykjavík, 13. nóvember 1964. Sveinn Einarsson. veiðistjóri. Ath.: Frumvarpið um eyðingu svartbaks er nú orð- ið að lögum. — Ritstj. Aénar Ingólfsson: Huáleiðm^ar um eySingu svartlsaks Um fjölda svartbaka á íslandi Það er engum vafa undirorpið, að svartbak hefur fjölgað hér rnjög á undanförnum áratugum. Aðal- orsök Jtessarar fjölgunar hefur efluast verið aukinn úrgangur, fiskur og annað, en einnig er hugsanlegt, að hlýnandi veðurfar á Jressu tímabili hafi haft ein- hver áhrif, J)ar sem svartbakurinn er fremur suðlæg tegund. Engin leið er nú sem stendur að gera sér ná- kvæma grein fyrir stærð svarbaksstofnsins í landinu. Þó Jjykir mér ósennilegt, að hann sé undir 50.000 varphjónum. Svartbakurinn verpur um allt land, oftast við ströndina, en alloft einnig upp til heiða. f.angalgengastur er hann Jtó sennilega við Breiða- fjörð. Ef gert er ráð fyrir Jrví sem algjöru lágmarki, að stofninn í landinu sé 50.000 varphjón, samsvarar Jjað 100.000 fullorðnum fuglum. Rannsóknir á silf- urmáfum í Danmörku, en sú tegund er náskyld svarbaknum, hafa leitt í ljós, að um 60% af heildar- stofninum eru ungir, ókynjnoska fuglar. Ætla má, að hlutfallið hjá svarbak sé ekki ósvipað, Jrannig að lágmarkstala svarbaka hér á landi að hausti til sé um 350.000 fuglar. Rannsóknir hafa sýnt, að eyða verður mjög stórum hluta fuglastofns á ári hverju, til Jtess að liann minnki til muna. Má í Jrví sambandi benda á nokk- ur nærtæk dæmi. Talið er, að grágæsastofn landsins á haustin sé nálægt 40.000 fuglum. Á hverjum vetri eru um 10—15 Jmsund íslenzkar grágæsir skotnar í Bretlandi, en þessi. gífurlega veiði hefur ekki verið þvi til fyrirstöðu, að grágæsum fer hér stöðugt fjölg- andi. Á hverjum vetri er mikill fjöldi rjúpna skot- inn hér á landi, oft skipta Jtær hundruðum þúsunda. Samt sem áður virðist Jjetta ekki hafa nein áhrif á stærð rjúpnastofnsins, rjúpurn fjölgar og fækkar á reglubundinn hátt, án tillits til veiða. Með hliðsjón af J^essu má telja sennilegt, að eyða Jíurfi a. m. k. helming svarbakastofnsins á ári hverju, ef takast á að fækka svarbökum verulega. Ef stuðzt er við lágmarks- töluna 50.000 varphjón, samsvarar Jtetta Jiví, að eyða þurfi 125.000 svartbökum á ári. Ég vil J)ó taka fram, að J)að er engan veginn öruggt, að nokkur verulegur 38 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.