Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1965, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.05.1965, Blaðsíða 9
lega mun meiri usla í æðarvarpi heldur en svart- bakur, sem fær að vera í friði með egg sín. Ollu vænlegri leið til árangurs er að gera eggin ófrjó, annað hvort með því að hrista þau eða sprauta á þau efni, sem lokar loftgötum jreirra. Svartbakarn- ir liggja þá á eggjunum fram yfir venjulegan ásetu- tíma, verpa ekki aftur og gera miklu minni usla í æðarvarpi. Þessi aðferð liefur verið notuð með góð- um árangri í Bandaríkjunum og Hollandi við eyð- ingu silfurmáfa. Þess ber þó að gæta í þessu sam- bandi, að miklum mun auðveldara er að eiga við silfurmáfinn en svartbakinn, þar sem silfurmáfur- inn verpur nær alltaf í þéttum vörpum og á mjög takmörkuðum svæðum. Er óhætt að fullyrða, að slík- ar aðgerðir hér muni verða úr hófi fram kostnaðar- samar og tímafrekar. Um eggin á auðvitað hið sama við og um ungfuglana, en þó í enn ríkara mæli, því að hvert egg skiptir tiltölulega litlu máli fyrir svart- bakastofninn miðað við fullorðinn fugl. Þykir mér ekki ólíklegt, að gera yrði allt að 80% eggjanna á lslandi ófrjó á hverju ári, til þess að nokkur árangur náist. Eyðing með citri Á því leikur lítill vafi, að notkun eiturs liefur reynzt árangursríkasta aðferðin hér til þess að verja æðarvörp fyrir svartbak. Hin siðari ár hefur verið notað strychnin, sent hefur verið sett i æðaregg. Ávallt fylgir nokkur áhætta notkun eiturs, einkum þegar um jafnsterkt eitur og strychnin er að ræða, og er alltaf þörf ítrustu varkárni við meðferð þess. Með því að eitra eingöngu í æðaregg á að vera hægt að koma í veg fyrir, að öðrum dýrum, eins og örnum og fálkum, stafi hætta af, en því miður hefur orðið nokkur misbrestur á því, að eitrunin hafi verið fram kværnd eins og fyrir er mælt. Notkun eiturs getur verið mjög stórvirk eyðingar- aðferð. Með eitri er jafnt hægt að cleyða unga íugla sem gamla. Svartbakar og aðrir fuglar styggjast ekki að ráði við slíkar aðgerðir, og má því halda þeim áfram lengi á sama stað, jafnvel í æðarvörpum. Notk- un eiturs er auk þess tiltölulega ódýr rniðað við aðr- ar eyðingaraðferðir. Oft er það aðeins tiltölulega takmarkaður fjöldi svartbaka, sem sækir í æðar- vörpin, og er stundum liægt að taka fyrir það að mestu, að þeir geri usla í vörpunum, með því að eitra þar reglulega á vorin. Að vísu hefur þetta ekki nein áhrif á svartbakastofninn í heild, en notkun stryhnins í stórum stíl við verstöðvar og sláturhús kemur varla til greina vegna áhættunnar, sem lienni er samfara. Erlendis liefur hins vegar notkun svæl- andi lyfja við eyðingu meindýra færzt nokkuð í vöxt hin síðari ár. Ef varkárni er gætt, ætti að vera hægt að nota þessi lyf án áhættu við verstöðvar og slátur- ln'ts og einnig i æðarvörpum. Því miður er ekki feng- in full reynsla af þessum lyfjum enn sem komið er, en allt þykir mér benda til þess, að notkun þeirra verði árangursríkasta og ódýrasta aðferðin, ef reyna á að fækka svartbökum á annað borð. Hins vegar þarf athugunar við, hvort raunverulega borgi sig að leggja í það stórfyrirtæki að fækka svartbökum svo um muni, fremur en að leggja aðaláherzluna á að verja einstök æðarvörp. Skcrðing lífsskilyrða Ein öruggasta leiðin til að fækka fuglum og öðrum dýrum er að skerða lífsskilyrði þeirra. Eru þess rnörg dæmi, að stofnar villtra clýra hafi minnkað við að- gerðir af manna völdum, sem leitt liafa til spillingar kjörlendis eða lakari fæðuskilyrða. Fækkun af þess- um sökum er oftast varanleg, en þegar notaðar eru aðrar eyðingaraðferðir, má alltaf búast við þvi, að stofnar vaxi á ný, Jregar Jreinr er liætt. Allt bendir til Jæss, að fæðumagnið setji stærð svartbakastofns- ins hér takmörk, og er sennilegt, eins og að framan getur, að hinn aukni úrgangur hafi átt mestan Jrátt í fjölgun svartbaka. Ég tel vafalítið, að svartbökum muni fækka á ný, ef unnt væri að taka að mestu fyrir þessa miklu fæðulind. En lítil von virðist til þess, að Ritan er mesti meinleysingi, þó að hun sé freenka svartbaksins. DÝRAVERND ARINN 41

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.