Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1965, Blaðsíða 13

Dýraverndarinn - 01.05.1965, Blaðsíða 13
mengun sjavar og tilkynna henni, að S.D.Í. óski efLÍr að gerast aðili að Norræna olíuvarnarsambandinu. 6. Fundurinn samþykkir að beina þeim tilmælum lil háttvirts menntamálaráðherra, að hann láti fara fram endurskoðun laga nr. 72/1954 um breytingu á lögum nr. 28/1940 um friðun hreindýra og eftirlit með þeim og í sambandi við þessa endurskoðun séu höfð samráð við Lappv'ásenets renforskning í Sví- þjóð. Fundurinn telur nauðsyn, vegna ýmissar óvissu um hagi og líðan íslenzku hreindýranna, að fenginn sé frá fyrrnefndri stofnun hingað út sérfræðingur, sem ferðist um hreindýraslóðirnar og framkvæmi at- huganir á hreindýrunum og því umhverfi, sem þau dvelja á. 7. Fundurinn veitir stjórn S.D.Í. fulla heimild til jress að ráða starfsmann og kaupa þá lögfræðilegu aðstoð, sem samtökunum er nauðsyn að afla sér í sambandi við kærumál. 8. Fundurinn mótmælir leyfisveitingum Mennta- málaráðuneytisins til félaga eða einstaklinga til þess að starfrækja dýrasýningar í fjáröflunarskyni. Ef dýrasýningar eða dýraSöfn skulu leyfð, séu þau í höndum opinberra aðila og þá aðeins eitt í hverjum kaupstað eða sýslu.“ Allar þessar átta tillögur voru samþykktar í einu hljóði. Þá bar stjórnin fram tillögu í fimm liðum til breytingar á frumvarpi til laga um búfjárrækt, sem liggur fyrir Alþingi, og miðuðti þær allar að því að gera forðagæzlu og eftirlit með fóðrun og líðan bú- penings að virkum aðgerðum. Tillögum þessum var fundurinn samþykkur, en þær lengu þó raunar fulln- aðarafgreiðslu með samþykkt eftirfarandi tillögu frá Oddi Andréssyni á Hálsi, sem sat um liríð á Aljúngi í vetur og hafði lagt mikla rækt við að kynna sér allt, sem lýtur að dýravernd í þeim frumvörpum, sem þingið hefur nú til afgreiðslu: „Aðalfundur S.D.Í., haldinn 22. nóvember 1964, samþykkir að fela stjórn S.D.Í. að gera tilraun til að ná fram nokkrum breyLingum á frumvarpi til laga um búfjárrækt, sem nú liggur fyrir Alþingi.” Þá voru og samþykktar einróma eftirfarnadi til- lögur, sem Ingimar Bogason bar fram frá Dýravernd- undarfélagi Skagfirðinga, en það er mjög virkt og öflugt félag: „1. Sjötta þing S.D.Í., haldið í Reykjavík 22. nóv. Þarna eru Lappar i Svípjóð að reka saman hreindýr til mörkunar. 1964, samþykkir að skora á háttvirt Alþingi, Jrað sent nú situr, að nerna úr gildi undanþáguheimild í Lögutn urn fuglaveiðar og fuglafriðun til fuglaveiða á snöruflekum, livar sem er í landinu, og verði þar með jæssa veiðar bannaðar með öllu. 2 .... að fela stjórn S.D.Í. að skora á bæjarstjórn- ir allra kaupstaða að beita sér fyrir Jrví, að eigi sé mönnum heimilt að hafa hunda og ketti í sinni um- sjá, nenia greinilega merkta. Flækingsdýrum, sem ekki njóta umönnunar, sé fargað af tilkvöddum starfsmönnum viðkomandi yfirvalda. 3 .... að fela stjórn S.D.Í. að koma þeim tilmæl- um á framfæri við alla sýslumenn og bæjarfógeta, að séð verði um, að fyrir hendi séu viðhlítandi hús til hundahreinsunar. í slíkum húsum séu básar, svo að hægt sé að stía dýrum í sundur. Upphitun sé nægilega góð í Jressum luisum, ef grípa jiart til upp- hitunar í köldu veðri. Reynt sé eftir ntegni að fram- kvæma hundahreinsun á Jreim tíma árs, sem veðr- átta er mildust. 4 ....að íela stjórn S.D.Í. að vinna að Jrví við viðkomandi yfirvöld að löggilda skuli Jiá menn, sent falið er að aflífa dýr í opinberum sláturhúsum. 5 ....að beina þeim tilmælum til stjórnar S.D.Í. að Dýraverndarinn verði sendur til allra sýslumanna og bæjarfógeta til þess að þeir geti glöggvað sig á málefnum dýraverndunarsamtakanna." Um sitthvað, sem frarn kom í umræðum og erind- um á fundinum, verður fjallað síðar hér í blaðinu. D Ý RAV ERNDARINN 45

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.