Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1965, Blaðsíða 16

Dýraverndarinn - 01.05.1965, Blaðsíða 16
gren gamla. Það hvíldi algerð kyrrð yfir garðinum, svo alger, að okkur fannst hún hálfuggvænleg, jafn- vel óhugnanleg. Og þessi kyrrð hélzt. Bogren var víst hreinlega hættur að leika hund. En í heila viku áræddum við alls ekki að hætta okkur i enn eina ránsferð. Okkur fannst næstum eins og sjálfur dauð- inn lægi í leyni innan við skíðgarðinn. Nema gamli maðurinn væri veikur? Ja, þá var svo sem ailt i iagi. En við þorðum varla að trúa því, að slíkt happ hefði hent okkur. Að við hefðum samúð með honum? O, nei, nei. í þá daga urðu strákar ekki mikið varir við, að þeini væri sýnd nærgætni og samúð, og svo áttu þeir þá sjálfir engar birgðir af slíkum tilíinn- ingum. Það var annað með stelpurnar, þær gátu haft það til að sýna brjóstgæði, — en isj, okkur fannst allar stelpur vera hreinustu bjálfar og vesa- lingar! Þær fóru að grenja, Jaó að maður gerði ekki meira en tæki svolítið hressilega í flétturnar á þeim! Strákur varð nú að þola sitt af hverju, án þess að fara að vola. Annars varð hann aldrei neitt að manni. En Kalla Hallberg óx hugrekki með hverjum deg- inum sem leið, og eitt kvöldið, þegar okkur þótti hæfilega bjart af tungli, fórum við með honum að skíðgarðinum. Hann hafði tekið að sér að fara al- einn inn í Eden og afla þar hins forboðna ávaxtar. Hann klifraði upp og dró síðan staurinn til sín, og svo fét hann sig síga niður hinum megin. Við stóðum grafkyrrir og héldum niðri í okkur andan- um. Við heyrðum gofuþyt og lágvært fótatak Kalla, þegar hann fæddist inn á milli trjánna. Við biðum í ofvæni tvær, þrjár mínútur, en því næst heyrðum við kveða við í málmi — og svo klukkuhringingu úr fjarska, að því við helzt héldum. Síðan heyrðist hratt fótatak og heldur en ekki hávær og dimm rödd. Þetta voru óhugnanleg augnabiik. Við heyrð- um einhver önnur hljóð, en hæst lét í Bogren gamla. Hann var dimmraddaður í verunni, en auk þess var hann ennþá hás eftir allt gjammið. En brátt heyrðust reiðileg hróp og köll, og svo fótatak einhvers, sem nálgaðist á harða spretti. Ein- hverju dökku var þeytt yfir skíðgarðinn, — og á næsta andartaki þeyttist Kalli Hallberg yfir hann og kom niður mitt á meðai okkar. Hann gat varla komið upp orði, en hvíslaði þó: „Flýtið ykkur nú, strákar!“ Og þið getið verið viss um það, að við hlupum eins og mest við máttum og stönzuðum ekki fyrr Þetta er Cúnó á Sólheimum í Landbroti. Hann liggur þarna á verði, þó að hann sé ekki að verja aldingarð. en við vorum komnir á vanastaðinn okkar í skjóli við kirkjugarðinn. Þar gátum við rabbað, án jtess að nokkur heyrði til okkar. Og Kalli Hailberg sagði sögu sína. „Á ég að segja ykkur nokkuð? Ég er búinn að lenda í refaboga!“ sagði hann og var hreykinn. „Þegar ég klifraði upp í tréð, þið vitið, og setti fótinn á greinarstúfinn, þá small refabogi utan um fótinn á mér, og þið getið hengt ykkur upp á það, að ég kenndi ærlega til. Og í sömu svipan liringdi klukka inni í húsinu, og svo kom sá gamli þjótandi með lukt í loppunni. Fyrst steinþagði hann. Hann tók bara stiga, reisti liann upp við tréð, fór upp í hann og opnaði refabogann með lykli. Svo sagði hann: „Hypjaðu þig nú niður!“ Og svo hélt hann í treyjukragann á mér, meðan ég var að komast ofan úr trénu, sleppti hefdur ekki takinu, þegar niður var komið. Ég var fyrst að hugsa um að smeygja mér úr treyjunni og hlaupa, en þá datt mér mamma mín í hug. Hún hefði fengið vitneskju um ferð mína í garðinn. Og svo stóð ég bara grafkyrr. „Hvað heitirðu?“ sagði karlinn. „Jóhann Andrésson," svaraði ég. Svo lýsti hann með luktinni á húfuna mína. „Ja, jæja,“ sagði hann. „Svo þú ert i þriðja bekk, þokkapilturinn. Ég ætla að hafa hana hjá mér, þessa, svo sannast það þá, hvort þti lýgur til nafns. Ég ætla að sýna yfirkennaranum hana á morgun — svona okkur til gagns og gamans. .. . Ert þú af góðu og heiðarlegu fólki?“ spurði hann svo. „Nei, pabbi minn er blikksmiður," svaraði ég. 48 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.