Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1965, Blaðsíða 18

Dýraverndarinn - 01.05.1965, Blaðsíða 18
Rotturnar og kvenskótízkan Svo sem þið sjáið hér á myndinni ern tvær rottur Jrarna hjá kvenskónum, og þær eru að ræða saman. Önnur er ung og lítið reynd, hin gömul, hefur víða farið og margt séð. Sú yngri virðir fyrir sér skóna, og kannski eru þær báðar að hugsa um að leggja sér þá til munns, en finnst þeir svo sem ekki ýkja matar- miklir. Svo segir sú eldri við þá yngri: „Ja, þú mátt gera hvort þú vilt, trúa mér eða trúa mér ekki, en ég ætla nú samt að segja þér dálítið, sem er ótrúlegt, en dagsatt.“ „Já, blessuð gerðu það, heillin," segir sú yngri. „Nú, jæja. Það er þá þetta: Ég hef lifað það í æsku minni að sjá kvenskó, sem voru það heillegir, að ég gat einu sinni falið mig í öðrum þeirra og þannig beinlínis bjargað lífi mínu.“ „Ég er svo aideilis hissa “, sagði sú yngri og sló sig með halanum á lærið af hreinni undrun. „Það er ekki slíku að heilsa nú til dagsl“ Landneminn í Surtsey Þarna er mynd, sem dr. Finnur Guðmundsson tók af öðrum landnema í Surtsey en þeim, sem var fram- an á kápu seinasta blaðs. Og vesalingurinn, sem kannski hefði orpið eggi í eyjunni og alið þar upp unga, liggur nú trúlega dauður, varla að hrafninn eða svartbakurinn hafi viljað leggja hann sér til munns, ataðan liinni andstyggilegu olíu. Verð blaðsins Eins og frá er skýrt í síðasta tölublaði, hefur verð blaðsins alltaf verið miklu lægra en svo, að von gæti verið til, að jrað borgaði sig. Og þar eð kostnaðurinn hefur alltaf verið að aukast, hefur stjórn og aðal- fundur ekki séð sér annað fært en hækka þennan árgang upp í kr. 75.00, sem er ekki hálfvirði, saman- borið við verðhækkanirnar á öllu, sem til blaðsins þarf. DÝRAVERNDARINN Útgéfandi: Samband dýravemdunarfélaga íslands. Ritstjóri: Guðniundur Gíslason Hagalín. Pósthólf 1342, Reykjavík. Simi 18340. Verð blaðsins er kr. 75,00. Gjalddaginn 1. apríl. Afgrciðslumaður er Ingimar Jóhannesson, Laugarásvegi 47, simi 33621. Daglega er unnt að greiða biaðið á Fræðslu- málaskrifstofunni frá kl. 9—12 f. h., og er æskilegt, að kaupendur komi þar sem flestir við og greiði andvirði Dýraverndarans. Sími er þar 18340. Prentsmiðjan Oddi h.f., Reykjavik. 50 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.