Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.07.1965, Blaðsíða 2

Dýraverndarinn - 01.07.1965, Blaðsíða 2
HIMNESKT ER AÐ LIFA i. í ágripinu af sögu Dýraverndarans, sem birtist í 1.—2. tölublaði, er nokkuð vikið að því, hve skáldin hafi lagt mikinn skerf til framgangs dýraverndun- ar hjá íslenzku þjóðinni. Um það merkilega mál mætti margt og mikið segja og engu síður um hitt, hvernig þekking á landinu, aðdáun á fegurð þess og tilbeiðsla á hinum skapandi mætti hefur fléttazt saman og orðið óhagganleg undirstaða þeirrar trú- ar á landið og framtíðina, sem hefur leitt íslendinga úr örbirgð og kúgun til þeirrar lífsaðstöðu, sem þeir eiga nú við að búa. Hið mikla afrek Eggerts Ólafssonar var að vekja vökulum mönnum þjóðarinnar trúna á landið og jtar með traust á sjálfa sig. En starf hans var grund- vallað á þekkingunni á náttúru landsins og á þeirri trú, að hin jákvæðu og skapandi gróðraröfl yrðu með þjóðinni aflvaki nýs framtaks, nýrra dáða. Jón Þorláksson á Bægisá, í allri sinni örbirgð, varð með orðsnilli sinni ómetanlegur lærifaðir þeirra snill- inga, sem á eftir honum komu. Náttúrulýsingar hans í þýðingunni á Paradísarmissi jafnast á við það feg- ursta hjá Jónasi Hallgrímssyni, og um dýrin hefur hann ort ógleymanlega. Um ást hans á þeim sker það úr, að hann yrkir af jafnhlýrri tilfinningu um músina og um eftirlætishestinn sinn, Vakra-Skjóna, og sannarlega býr hlýja í hinni glettnu vísu um köttinn Monsólínu, „sem malar vel með svo löngu skafti, en þó kemur aldrei mél úr hennar kjafti.“ Og hver getur lesið náttúru- og dýraljóð Jónasar án þess að hrífast af tilbeiðslu hans á skaparanum og þeim dásemdum, sem hann hefur gefið okkur: „Smávinir fagrir, foldar skart, finn ég yður öll í haganum enn. Veitt liefur Fróni mikið og margt miskunnar faðir. En blindir menn meta það aldrei eins og ber, unna því lítt, sem fagurt er, telja sér lítinn yndisarð að annast blómgaðan jurtagarð." Ykkur dettur nú auðvitað í hug kvæðið um grá- littlinginn. sem drengurinn finnur á hjarninu og reynir að lífga með heitum anda sínum og þá ekki síður hugleiðing skáldsins í kvæðislok, þar sem hon- um verður til þess hugsað og á ]jað minnir, að marg- ur er maðurinn litlu betur staddur en þessi fugl og verður ekki björg veitt, nema andi Guðs á hann andi: „Felklur em eg við foldu, frosinn og má ei losast, Andi Guðs á mig andi. Ugglaust mun ég þá huggast." A seinustu árum hef ég ekki lesið neinar bækur, sem hafa sýnt mér eins ljóslifandi gildi þekkingar á íslenzkri náttúru, allt frá steinunum, skeljum fjörunnar, mosaskóf á klöpp eða kletti og til fugla og ferfætlinga og hrífandi lita og lína landsins í sól eða skugga eins og bækur Birgis Kjarans, Fagra land og Auðnustundir. Hver sem les þær og skoðar, hvernig þær eru úr garði gerðar, hlýtur að fá nokkra hugmynd um, hver auðna það er að geta notið dásemda, sem skapandi máttur tilverunnar hefur búið liverju mannsbarni, sem sjáandi sér og heyr- andi heyrir. „Sæla reynast sönn á storð sú mun ein að gróa“, segir Klettafjallaskáldið, og hinn mikli frömuður á vettvangi framkvæmda og framfara, Hannes Hafstein, hefur sagt okkur í töfrandi fer- skeytlu, að geislar sólarinnar skrifi hvarvetna sínu gullna letri: „Himneskt er að lifa“. 2. Hvort er svo ekki íslenzku þjóðinni það mikil- vægt, að sem allra flestir, lielzt allir af kynslóðum framtíðarinnar megi verða þess unaðar aðnjótandi, sem náttúran hefur upp á að bjóða? Því miður var það svo, að við, sveitabörn minnar kynslóðar og þeirra, sem á undan okkur lifðu í þessu landi, öðluðumst of litla og takmarkaða þekkingu á náttúru landsins til þess að við fengjum notið dá- semda hennar í eins ríkulegum mæli og æskilegt hefði verið. Við fengum enga hugmynd um jarð- fræði eða jarðmyndun, og steinn var bara steinn, klöpp var klöpp og klettur var klettur, — eina heitið á grjóti, sem fólk kunni, auk þessara samheita, var 52 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.