Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.07.1965, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.07.1965, Blaðsíða 8
Hins vegar gera gæsirnar nokkurt gagn með beit á óræktuðu landi eða ræktuðu landi eftir slátt (upp- skeru). Saurinn inniheldur plöntuleifar, sem eru að meira eða rninna leyti meltar, og flýtir það mjög fyrir því, að næringarefnin komizt niður í jörðina aftur í þeirri mynd, sem plönturnar geta notfært sér. Ráðstafanir til að koma í veg fyrir tjón. Hér koma einkum tvær leiðir til greina. Fyrri leiðin er fólgin í því að fækka gæsurn í landinu, en hin er sú að koma í veg fyrir tjón af jreirra völdum, án þess að gengið sé á stofninn. Fcekkun gœsa. 1. Eyðing eggja. Þar sem grágæsir verpa yfirleitt ekki í þéttum vörpum, eru hreiður þeirra torfund- in, og vegna fólksfæðar í sveitum eru lítil líkindi til, að menn geti gefið sér tíma til að leita Jteirra. Gæsir verpa aftur, Jxitt fyrsta varp sé tekið, svo einnig Jjarf að taka annað varp, ef árangur á að nást. Öllu vænlegri aðferð er að gera eggin ófrjó með Jjví að hrista þau. Liggja þá gæsirnar á hinum ófrjóu eggjum og verpa ekki aftur. Ef nokkur árang- ur á að verða af þessu, verður Jjetta að gerast nokk- ur ár í röð, því að J>að hefur tiltölulega lítið að segja, Jjótt varp mistakist að mestu eitt árið. Senni- lega mun það ekki hafa nein veruleg áhrif á gæsa- stofninn, Jjótt taka grágæsareggja verði leyfð. Það er vitað, að grágæsaregg eru tekin í smáum stíl, en vegna erfiðleikanna á að finna hreiðrin er ólíklegt, Blesgces. að eggjatakan muni aukast að ráði, [>ótt hún verði gerð lögleg. 2. Lenging veiðitimans. Sú tillaga hefur komið fratn að leyfa grágæsaveiðar frá 1. ágúst í stað 20. ágúst, eins og nú er, og vekja jafnframt áhuga íbúa borga og bæja á gæsaveiðum og jafnvel reyna að fá útlendinga til Jjess að stunda hér gæsaveiðar. A Bret- landi er mjög rnikill áhugi á gæsaveiðum, og er áætlað, að nálega Jtriðjungur íslenzka grágæsastofns- ins, |>. e. um 10 000—15 000 fuglar, sé skotinn á Skot- landi á vetri hverjum. Þessi gífurlega veiði hefur samt ekki getað hindrað aukningu stofnsins. Það virðast því lítil líkindi til Jtess, að jafn fámenn Jjjóð og íslendingar geti með skotum haft nokkur veru- leg áhrif á stærð grágæsastofnsins, jafnvel þótt veiði aukist að mun. Auk Jjess eru lítil líkindi til Jjess, að hægt verði að fá útlendinga til að stunda hér gæsaveiðar svo nokkru nemi. Frjáls veiði grágæsa á vorin væri brot á alJjjóðasamJjykkt um verndun fugla, auk J>ess sem árangur af Jjví yrði mjög vafa- samur samkvæmt því, sem að ofan er sagt. Afleiðing af Jjessu gæti einnig orðið sú, að fuglaveiðar á vor- in yrðu almennar, einkum meðal íbúa borga og bæja, og gæti Jjað bitnað á ýmsum öðrum fugla- tegundum. 3. Leyfisbundin veiði grágœsa utan veiðitímans. í fuglafriðunarlögum margra Ianda er gert ráð fyrir, að leyft sé að skjóta friðaða fugla á stöðum, |>ar sem [>eir valda tilfinnanlegu tjóni. Yfirleitt er því [jannig fyrir komið, að sækja verður um leyfi til viðkontandi stjórnarvalda til slíks. Eins og að ofan greinir, er ólíklegt, að aukin veiði með skotum muni hér hafa verideg álnif á stærð grágæsastofnsins, en liins vegar er hugsanlegt, að leyfisbundin veiði á vissum svæðum utan veiðitímans kunni að fæla gæsir burt frá Jjeim stöðum, J>ar sem þær valda mestu tjóni. Um J>að bil einn af hverjum tíu bænd- um játuðu liiklaust, að [>eir skytu gæsir á vorin, en vafalaust hafa margir ekki viljað viðurkenna það. 4. Smölun grágœsa í sárum. Á vissum stöðum á landinu, eins og á Hópi í Húnavatnssýslu og á Lagv arfljóti, safnast grágæsir saman í stóra hópa, Jjegar Jjær eru í sárum. Er }>á mikill hluti grágæsastofns- ins samankominn á tiltölulega mjög takmörkuðum svæðum. Ef á annað borð á að reyna að fækka gæs- um í landinu, er auðsætt, að vænlegasta leiðin til árangurs er að reyna að >eiða grágæsir í sárum á slíkum stöðum. Þar sem grágæsir í sárum leita ávallt 58 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.