Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.07.1965, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.07.1965, Blaðsíða 9
MínkaírumvarpiS út á vatn, verði þær fyrir styggð, er miklurn erfið- leikum bundið að reka flugvana grágæsir í netgirð- ingar eins og heiðagæsir. Önnur aðferð er sú að elta flugvana gæsir á vélbát og skjóta þær. Þessi að- ferð er fremur ógeðfelld og myndi auk þess brjóta i bág við anda alþjóðasamþykktar um verndun fugla, sem ísland hefur fullgilt. Það er mjög senni- legt að almenningsálitið, bæði á íslandi og erlendis, snerist mjög öndvert gegn báðum þessum aðferð- um, yrði þeint beitt. 5. Eitrun. Það liggur í augum uppi, að ekki er unnt að nota strychnin og arsenik til að fækka gæs- um, þar sem gæsirnar nærast á sams konar fæðtt og búfénaður. Frenmr kæmi til greina notkun svæf- andi lyfja eins og chloralose. Enn er lítið vitað um áhrif þessara lyfja á gæsir (og raunar margar aðrar lífverur), og yrðu rannsóknir að fara fram, áður en til.greina kænti að hefja almenna notkun þeirra. Varnarrábstafanir. 1. Hljóðfœlur. A því leikur enginn vafi, að hægt er að fæla burt gæsahóp um stundarsakir með því að skjóta eina gæs úr hópnum eða svo. En halda verður áfram að skjóta í nokkra daga eða vikur, annars koma gæsirnar brátt aftur. Einkum er eríitt að eiga við gæsirnar snemma vors og seint á hausti, þegar þær eru á ferð og flugi. Er þá illmögulegt að kenna gæsunum að forðast ákveðin svæði, þar sem sífellt er við nýjar gæsir að eiga. Ef árangur á að nást, yrði skotmaður að vera stöðugt á svæðinu Minkafrumvarpið fór gegnum aðra deild Alþing- is, en var síðan svæft. Þó mun hafa verið meirihluti á þingi fyrir samþykkt þess, ef til úrslita hefði komið. En ýmsir fróðir menn um dýralíf lögðu á móti því — og Fuglafriðunarnefnd, Náttúrufræðafélagið og Fuglaverndunarfélagið mótmæltu samþykkt Jæss. Nú verður málið athugað vandlega, og er það nú komið á það stig, að ekki er hætt við, að neins kon- ar óðagot ráði um úrslit þess á annan hvorn veg- inn. Égfy rir mitt leyti lít þannig á, að ef minkagarð- arnir væru fáir, en stórir og ekki dreifðir út um allt og í ýmissa höndum, væri hægt að ganga örugglega frá þeim og hafa með þeim ftdlnægjandi eftirlit, og byggi ég á nokkurra ára reynslu í þessu efni, Jsar eð ég var hluthafi í minkabúi á árunum 1938—44. En Jtað er sitthvað, sent athuga ber í Jaessum efnum, — og meira að segja frá fjárhagshliðinni. Sá árangur, sem nágrannaþjóðir okkar hafa náð í minkarækt, hefur kostað miklar vísindalegar rannsóknir og til- raunir — og hann næst ekki á mjög skömmum tíma. Þó er þetta ekki ýkjafráfælandi. En annað veigamik- ið atriði kemur til greina. Það er þetta: Hve lengi verða minkapelsarnir í tízku? Kemur ekki upp ein- hver önnur tízka, áður en varir, þar eð þessi hefur nú haldizt lengur en títt er um tizkufyrirbrigði? . . . Um þetta atriði verður ekkert fullyrt — en undir Jjví er komið, hvort minkarækt yrði veridegt gróða- fyrirtæki og mikill gjaldeyrisauki i framtíðinni. Guðmundur Giskison Hagalin. Jrað tímabil, sem vænta má tjóns. Auk þessa er alls ekki auðvelt að skjóta gæsir, jafntel á vorin, og er auðsætt, að J:>að svarar alls ekki kostnaði að beita Jjessari aðferð. Gæsir hræðast hvers konar hávaða, sem þær eiga ekki að venjast. Af hinum svonefndu hljóðfælum eru hvellbyssur árangursríkastar. Gló- bus h.f. hefur flutt þessar hvellbyssur inn, og er verð Jæirra um 3200 kr. Hvellbysssur þessar eru DÝRAVERNDARINN 59

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.