Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.07.1965, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.07.1965, Blaðsíða 10
Helsingi. þannig gerðar, að þær gefa frá sér hvelli með jöfnu millibili. Tíðni hvellanna er unnt að breyta eftir vild, en hlaða þarf þessar byssur á nokkurra daga fresti. Beztur árangur næst, ef byssurnar eru færðar til og tíðni hvellanna breytt sem oftast, a. m. k. á fárra daga fresti. Þá er einnig gott að byssurnar séu huldar, þannig að gæsirnar sjái þær ekki. Reynzt hefur vel að nota einnig liræður samhliða hvell- byssunum. Talið er, að ein hvellbyssa fæli burt gæsir af 6—8 hektörum lands. Hér á landi eru a. m. k. 16 livellbyssur í notkun. Af 12 bændum, sem spurðir voru um álit sitt á byssunum, kváðust 8 vera mjög ánægðir með árangurinn, byssurnar hefðu fælt burtu allar gæsir frá þeim svæðum, þar sem vænta mátti tjóns. Svo virðist sent hinir bænd- urnir hafi annaðhvort ekki fært byssuna til og breytt tíðni hvellanna, eins til er ætlazt, eða þeir hafi ætlað henni of stórt svæði. 2. Hrœður. Það er sameiginlegt með öllurn hræð- um, að gæsirnar venjast Jreim srnátt og smátt og liætta að forðast Jrær, ef J>ær eru látnar standa lengi á sama stað. Ef árangur á að nást, verður J>ví að ílytja J>ær til, a. m. k. á Jniggja daga fresti. Einna beztur árangur hefur náðst með lnæðum í manns- mynd, og auka má áhrif þeirra með því að skipta um föt á J>eim öðru hverju. Til bóta er einnig að liafa hræðurnar sem líkastar manni, en til muna stærri. Þá geta sterkir litir komið að miklu liði, einkum rauðir litir, og gott er að láta einhvern hluta hræðunnar sveiflast til fyrir vindi. Hræðurn- ar ættu ekki að vera færri en ein á hverja 2 hektara, og haga J>arf staðsetningu J>eirra þannig, að J>ær séu lielzt |>ar, sem mest tjóns rná vænta. Á Skotlandi hafa einnig verið notaðar ýrnsar aðrar gerðir af hræðum með góðum árangri, svo sem mis- lit flögg, heypokar, senr sveiflast fyrir vindi, tunnur, kassar, bílar, tjöld og gúmmíblöðrur. Allt verður J>etta að sjálfsögðu að færast til á fárra daga fresti, ef árangur á að nást. Þá hefur einnig reynzt vel að nota sundurlimaða h'kama eða fjaðrir dauðra gæsa. Nauðsynlegt er, að }>essir fuglar líti senr óeðlileg- ast út, og að einhver líkamshluti þeirra hreyfist fyrir vindi. Það er t. d. betra að láta gæs lianga á fótunum á stöng, heldur en að láta hana liggja á jörðinni. Séu fuglarnir eðlilegir, draga J>eir stund- um að sér gæsir í stað Jress að fæla J>ær burtu. Urn- ferð manna og hunda lælir að sjálfsögðu einnig burtu gæsir og J>ví meir sem oftar er farið um svæðin. 3. Aðrar ráðstafanir. Ein bezta leiðin til þess að vernda akra og garða fyrir gæsum er að staðsetja Tamda öndin segir við þd villtu, sem er farfugl og nú er einmitt að leggja upp í sína löngu haustferð: „Að pú shulir nenna þessu! Fljúga kringum hálfan hnöttinn tvisvar á ári! Komdu heldur hingað til min. Hér er nógur matur og hreint enginn erill.“ 60 DÝRAVERN DARIN N

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.